Hættir í veðurfréttum eftir hótanir vegna loftslagsumfjöllunar Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2023 10:35 Maður gengur að flóðvatni úr Mississippi-fljóti í Iowa í síðasta mánuði. Flóðið fylgdi metsnjókomu í vetur en svo óvenjuhraðrar bráðnunar í vor. Veðurfræðingur í Iowa sætti hótunum fyrir að fjalla um áhrif loftslagsbreytinga. Vísir/Getty Bandarískur veðurfréttamaður sagði starfi sínu lausu vegna andlegs álags eftir hótanir sem hann fékk fyrir umfjöllun sína um loftslagsmál. Hann segir aðra vísindamenn og blaðamenn sæta sambærilegum hótunum. Chris Gloninger er aðalveðurfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar KCCI í Des Moines í Iowa í Bandaríkjunum. Hann tilkynnti áhorfendum stöðvarinnar í vikunni að hann ætlaði að láta af störfum í sumar eftir átján ára feril sem sjónvarpsveðurfréttamaður. Vísaði Gloninger til veikinda í fjölskyldunni og áfallastreituröskunar sem hann hefði þjáðst af frá því að hann fékk hótanir fyrir umfjöllun sína um loftslagsbreytingar í fyrra. „Ég er að reyna að komast yfir þetta en á sama tíma held ég að þetta varpi ljósi á það sem blaðamenn sem flytja fréttir daglega þola,“ segir Gloninger við Washington Post. Ógnandi skilaboð með vísun í óhugnanlegt mál dómara Gloninger var vanur gagnrýni á loftslagsumfjöllun áður en hann flutti til Iowa árið 2021. Hann segist hafa þróað með sér þykkan skráp og einbeitt sér að því að fræða áhorfendur um hvernig loftslagsbreytingar hefðu áhrif á þá. Áreitið hófst síðasta sumar með tölvupósti þar sem hann var sakaður um „frjálslynt samsæri“ um veðrið. Nokkrum dögum síðar fékk hann annan póst þar sem sendandinn spurði hann hvar hann byggi. „Okkur íhaldssömum Iowa-búum langar til þess að bjóða þig velkominn að Iowa-sið sem þú gleymir aldrei,“ skrifaði sendandinn sem vísaði einnig til hæstaréttardómarans Bretts Kavanaugh. Í sama mánuði var maður handtekinn við heimili dómarans og síðar ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann hringdi sjálfur í neyðarlínu og sagðist ætla að myrða Kavanaugh og svo svipta sig lífi. My #climate coverage has garnered negative feedback. But last month I received the first threat, followed by a flow of harassing emails. Police are investigating. It’s mentally exhausting & at times I have NOT been ok. If you’re facing this & need someone to talk to, I’m here. 1/ pic.twitter.com/SGbZfEr1uT— Chris Gloninger (@ChrisGloninger) July 16, 2022 Gloninger segist hafa verið í klippingu þegar hann fékk seinni póstinn. Hann hafi drifið sig heim þar sem eiginkona hans var ein heima og hringt á lögregluna. Tölvupóstarnir héldu áfram að berast og Gloninger óttaðist að sendadinn væri með sig á heilanum. Hann hafi hitt sálfræðing vegna áfallastreituröskunar og misst einbeitinguna í vinnunni. „Ég svaf ekki. Ég var með bauga undir augunum,“ segir hann. Sendandinn sektaður Lögreglan hafði upp á sendandanum sem reyndist 63 ára gamalla karlmaður. Hann var sektaður fyrir athæfið. Gloninger segir að þrátt fyrir að sendandinn hafi fundist hafi hann áfram átt erfitt uppdráttar í vinnunni og að veikindi í fjölskyldunni hefðu ekki hjálpað. Hann harmar að þurfa að gefa draumastarf sitt upp á bátinn en er vongóður um framtíðina. „Ég er mjög stoltur af því að hafa frætt almenning um áhrif loftslagsbreytinga á ferli mínum. Nú get ég helgað mig alfarið því að finna sjálfbærar lausnir og stuðla að jákvæðum breytingum,“ tísti Gloninger um brotthvarf sitt. A quick goodbye. More later. I ll be focusing on my health, family and combating the #ClimateCrisis. pic.twitter.com/2pGipELgNN— Chris Gloninger (@ChrisGloninger) June 21, 2023 Bandaríkin Loftslagsmál Fjölmiðlar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Chris Gloninger er aðalveðurfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar KCCI í Des Moines í Iowa í Bandaríkjunum. Hann tilkynnti áhorfendum stöðvarinnar í vikunni að hann ætlaði að láta af störfum í sumar eftir átján ára feril sem sjónvarpsveðurfréttamaður. Vísaði Gloninger til veikinda í fjölskyldunni og áfallastreituröskunar sem hann hefði þjáðst af frá því að hann fékk hótanir fyrir umfjöllun sína um loftslagsbreytingar í fyrra. „Ég er að reyna að komast yfir þetta en á sama tíma held ég að þetta varpi ljósi á það sem blaðamenn sem flytja fréttir daglega þola,“ segir Gloninger við Washington Post. Ógnandi skilaboð með vísun í óhugnanlegt mál dómara Gloninger var vanur gagnrýni á loftslagsumfjöllun áður en hann flutti til Iowa árið 2021. Hann segist hafa þróað með sér þykkan skráp og einbeitt sér að því að fræða áhorfendur um hvernig loftslagsbreytingar hefðu áhrif á þá. Áreitið hófst síðasta sumar með tölvupósti þar sem hann var sakaður um „frjálslynt samsæri“ um veðrið. Nokkrum dögum síðar fékk hann annan póst þar sem sendandinn spurði hann hvar hann byggi. „Okkur íhaldssömum Iowa-búum langar til þess að bjóða þig velkominn að Iowa-sið sem þú gleymir aldrei,“ skrifaði sendandinn sem vísaði einnig til hæstaréttardómarans Bretts Kavanaugh. Í sama mánuði var maður handtekinn við heimili dómarans og síðar ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann hringdi sjálfur í neyðarlínu og sagðist ætla að myrða Kavanaugh og svo svipta sig lífi. My #climate coverage has garnered negative feedback. But last month I received the first threat, followed by a flow of harassing emails. Police are investigating. It’s mentally exhausting & at times I have NOT been ok. If you’re facing this & need someone to talk to, I’m here. 1/ pic.twitter.com/SGbZfEr1uT— Chris Gloninger (@ChrisGloninger) July 16, 2022 Gloninger segist hafa verið í klippingu þegar hann fékk seinni póstinn. Hann hafi drifið sig heim þar sem eiginkona hans var ein heima og hringt á lögregluna. Tölvupóstarnir héldu áfram að berast og Gloninger óttaðist að sendadinn væri með sig á heilanum. Hann hafi hitt sálfræðing vegna áfallastreituröskunar og misst einbeitinguna í vinnunni. „Ég svaf ekki. Ég var með bauga undir augunum,“ segir hann. Sendandinn sektaður Lögreglan hafði upp á sendandanum sem reyndist 63 ára gamalla karlmaður. Hann var sektaður fyrir athæfið. Gloninger segir að þrátt fyrir að sendandinn hafi fundist hafi hann áfram átt erfitt uppdráttar í vinnunni og að veikindi í fjölskyldunni hefðu ekki hjálpað. Hann harmar að þurfa að gefa draumastarf sitt upp á bátinn en er vongóður um framtíðina. „Ég er mjög stoltur af því að hafa frætt almenning um áhrif loftslagsbreytinga á ferli mínum. Nú get ég helgað mig alfarið því að finna sjálfbærar lausnir og stuðla að jákvæðum breytingum,“ tísti Gloninger um brotthvarf sitt. A quick goodbye. More later. I ll be focusing on my health, family and combating the #ClimateCrisis. pic.twitter.com/2pGipELgNN— Chris Gloninger (@ChrisGloninger) June 21, 2023
Bandaríkin Loftslagsmál Fjölmiðlar Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira