Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júlí 2023 22:42 Sérfræðingar segja mikilvægt að minnka kolefnisspor jarðarbúa. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. Í rannsókninni segir að stöðvun veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) sem Golfstraumurinn er hluti af, gæti orðið milli áranna 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. AMOC færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi jarðar norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Stöðvun AMOC myndi hafa í för með sér gífurlegar afleiðingar á loftslagið. Evrópulönd stæðu frammi fyrir auknum kulda á meðan stærsti hluti Afríku, lönd í Karabíska hafinu og Suður-Afríku sæju fram á gríðarlega hækkun hitastigs með tilheyrandi áhrifum. Vísir hefur áður fjallað um óstöðugleikann eins og sjá má í frétt Vísis frá því í ágúst 2021. „Ég held að við ættum að vera mjög áhyggjufull,“ sagði Peter Ditlevsen, prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn og einn höfunda rannsóknarinnar. „Þetta gæti orðið mjög, mjög stór breyting. Veltihringrás Atlantshafsins hefur ekki stöðvast í 12.000 ár,“ sagði hann. Stöðvanir hringrásarinnar áttu sér reglulega stað á tímabili sem hófst fyrir 115.000 árum síðan. Á því tímabili stóð að auki síðasta ísöld yfir. Í ágúst 2021 var greint frá því að veltihringrásin hefði hægt á sér vegna hnattrænnar hlýnunar. Fornloftslagsfræðingar höfðu þá fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. Vísindamenn deila um rannsóknina. Í umfjöllun Guardian er rætt við vísindamenn í ýmsum háskólum Evrópu sem setja spurningamerki við rannsóknina. Hana skorti fleiri gögn og óvissan sé mikil. Ditlevsen segist vonast til þess að skoðanaskiptin verði tilefni til frekari rannsókna á veltihringrásinni. Fréttin, sem í fyrstu byggði á umfjöllun Guardian, hefur verið uppfærð. Loftslagsmál Danmörk Hafið Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Í rannsókninni segir að stöðvun veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) sem Golfstraumurinn er hluti af, gæti orðið milli áranna 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. AMOC færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi jarðar norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Stöðvun AMOC myndi hafa í för með sér gífurlegar afleiðingar á loftslagið. Evrópulönd stæðu frammi fyrir auknum kulda á meðan stærsti hluti Afríku, lönd í Karabíska hafinu og Suður-Afríku sæju fram á gríðarlega hækkun hitastigs með tilheyrandi áhrifum. Vísir hefur áður fjallað um óstöðugleikann eins og sjá má í frétt Vísis frá því í ágúst 2021. „Ég held að við ættum að vera mjög áhyggjufull,“ sagði Peter Ditlevsen, prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn og einn höfunda rannsóknarinnar. „Þetta gæti orðið mjög, mjög stór breyting. Veltihringrás Atlantshafsins hefur ekki stöðvast í 12.000 ár,“ sagði hann. Stöðvanir hringrásarinnar áttu sér reglulega stað á tímabili sem hófst fyrir 115.000 árum síðan. Á því tímabili stóð að auki síðasta ísöld yfir. Í ágúst 2021 var greint frá því að veltihringrásin hefði hægt á sér vegna hnattrænnar hlýnunar. Fornloftslagsfræðingar höfðu þá fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. Vísindamenn deila um rannsóknina. Í umfjöllun Guardian er rætt við vísindamenn í ýmsum háskólum Evrópu sem setja spurningamerki við rannsóknina. Hana skorti fleiri gögn og óvissan sé mikil. Ditlevsen segist vonast til þess að skoðanaskiptin verði tilefni til frekari rannsókna á veltihringrásinni. Fréttin, sem í fyrstu byggði á umfjöllun Guardian, hefur verið uppfærð.
Loftslagsmál Danmörk Hafið Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01