Þýska vörnin skellti í lás og Schröder og Wagner drógu sóknarvagninn Dennis Schröder og Franz Wagner fóru mikinn þegar heimsmeistarar Þýskalands unnu heimalið Frakklands, 71-85, í körfuboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Körfubolti 2. ágúst 2024 21:20
Þjálfar litla bróður á Egilsstöðum Höttur hefur ráðið Spánverjann Salva Guardia sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins í körfubolta. Körfubolti 2. ágúst 2024 19:46
Spánverjar sitja eftir Sterkt lið Spánar kemst ekki í átta liða úrslit í körfuboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París. Þetta var ljóst eftir tap fyrir Kanada í dag, 88-85. Körfubolti 2. ágúst 2024 17:21
Giannis forðaði Grikkjum frá heimsendingu Körfuboltalið Grikklands forðaðist það að vera sent heim af Ólympíuleikunum með 77-71 sigri gegn Ástralíu. Körfubolti 2. ágúst 2024 13:30
Stytta af Kobe og dóttur hans afhjúpuð á morgun Á morgun verður stytta af Kobe Bryant og dóttur hans, Giönnu (Gigi), afhjúpuð fyrir utan heimavöll Los Angeles Lakers, Crypto.com Arena. Körfubolti 1. ágúst 2024 21:36
Wembanyama mætti 57 sentímetra minni manni Óhætt er að segja að andstæður hafi mæst þegar Frakkland og Japan áttust við í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í París í dag. Körfubolti 30. júlí 2024 18:01
Fyrrum leikmaður Indiana State og DePaul samdi við Hött Bandaríski bakvörðurinn Courvoisier McCauley mun spila með Hetti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Körfubolti 30. júlí 2024 13:31
Logi snýr aftur í Njarðvíkurliðið: „Ofboðslega spennandi tími” Logi Gunnarsson er orðinn aftur hluti af karlaliði Njarðvíkur eftir eins árs fjarveru en hann er nú mættur aftur í nýtt hlutverk. Körfubolti 30. júlí 2024 10:00
Nimrod með KR í Bónusdeildinni Bandaríkjamaðurinn Nimrod Hilliard IV hefur endursamið við KR og mun leika með félaginu í Bónus-deild karla í körfubolta næsta vetur. Hann var lykilmaður hjá félaginu er það fór upp um deild síðasta vor. Körfubolti 30. júlí 2024 09:59
Íslandsmeistararnir fá til sín fyrrum WNBA leikmann Íslandsmeistarar Keflavíkur í kvennakörfunni hafa samið við bandarísku körfuboltakonuna Jasmine Dickey. Það er ljóst að þar fer öflugur leikmaður. Körfubolti 30. júlí 2024 08:15
Frakkar enn fúlir út í Embiid og púuðu linnulaust á hann Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, var ekki vinsæll hjá áhorfendum á leik Bandaríkjanna og Serbíu í körfubolta á Ólympíuleikunum í gær. Körfubolti 29. júlí 2024 18:00
Töpuðu með 26 stigum þær níu mínútur sem Jokic hvíldi Serbar mæta til leiks í körfuboltakeppni Ólympíuleikana í París með hinn öfluga Nikola Jokic í fararbroddi. Körfubolti 29. júlí 2024 15:31
Bandaríkjamenn ekki í vandræðum með Jókerinn og félaga Bandaríkin unnu öruggan 26 stiga sigur er liðið mætti Serbíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar í körfubolta á Ólympíuleikunum í París í dag. Körfubolti 28. júlí 2024 18:12
Sjálfsöruggur Ant hefur trú á sér sama hver íþróttin er Anthony Edwards – betur þekktur sem Ant, leikmaður Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta og bandaríska landsliðsins í körfubolta, er svo sannarlega með sjálfstraustið í lagi. Körfubolti 28. júlí 2024 16:01
Björtu stjörnurnar frá Suður-Súdan komnar á blað á Ólympíuleikunum Landslið Suður-Súdan í körfubolta vakti verðskuldaða athygli í aðdraganda Ólympíuleikanna sem nú fara fram í París þegar það þurfti stjörnuframmistöðu frá LeBron James til að tryggja Bandaríkjunum eins stigs sigur. Körfubolti 28. júlí 2024 14:15
34 stig frá Antetokounmpo dugðu ekki til Kanada vann góðan sigur á Grikklandi í körfuknattleik á Ólympíuleikunum í kvöld, Gianns Antetokounmpo fór mikinn í liði Grikklands og skoraði 34 stig en þau dugðu skammt. Körfubolti 27. júlí 2024 21:10
Öruggur fyrsti sigur íslensku strákanna Íslenska drengjalandsliðið í körfubolta, skipað leikmönnum 18 ára og yndri, vann öruggan 19 stiga sigur er liðið mætti Eistlandi í riðlakeppni Eurobasket B í dag, 74-55. Körfubolti 27. júlí 2024 10:56
„Sorgardagur þegar eigendurnir velja peningana fram yfir aðdáendurna“ Charles Barkley, einn af fjórmenningunum í Insinde the NBA teyminu á TNT sjónvarpsstöðinni, hefur sent frá sér yfirlýsingu um yfirtöku Disney, NBC og Amazon Prime Video á sjónvarpssamningum NBA deildarinnar. Körfubolti 27. júlí 2024 09:32
Westbrook til liðs við Nuggets Eins og við var búist er Russell Westbrook genginn til liðs við Denver Nuggets. Westbrook, sem er 36 ára að verða, semur til tveggja ára. Körfubolti 26. júlí 2024 23:30
Ólafur skrifar undir nýjan samning: „Með verkefni sem við þurfum að klára“ Fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í Bónus deildinni í körfubolta, Ólafur Ólafsson, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Grindavík laut í lægra haldi gegn Val í úrslitaeinvígi deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur segir Grindavík vera með verkefni í höndunum sem þurfi að klára. Körfubolti 26. júlí 2024 15:01
Oddur Rúnar aftur í Grindavík Oddur Rúnar Kristjánsson snýr aftur í Bónus-deildina í körfubolta á komandi tímabili en hann hefur samið við Grindavík. Körfubolti 26. júlí 2024 13:37
Síðasta púslið hjá Keflvíkingum fundið Keflavík hefur fundið sér bandarískan leikmann fyrir átökin í Bónus deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Körfubolti 25. júlí 2024 11:57
Bless Barkley, Shaq og félagar: TNT stöðin missir NBA NBA deildin í körfubolta ætlar að segja skilið við margra áratuga samstarf sitt við TNT sjónvarpsstöðina en þetta varð endanlega ljóst þegar gengið var frá sjónvarpssamningum við Disney, NBC og Amazon Prime Video í gær. Körfubolti 25. júlí 2024 10:00
WNBA sölutölur fimmfaldast eftir komu Caitlin Clark og Angel Reese Sala á varningi tengt WNBA körfuboltadeildinni fimmfaldaðist milli ára. Nýliðarnir Caitlin Clark og Angel Reese eiga vinsælustu treyjurnar. Körfubolti 24. júlí 2024 15:45
Gætu flutt Philadelphia 76ers til New Jersey NBA liðið Sixers hefur átt heima í borginni Philadelphiu frá árinu 1963 en nú gæti orðið breyting á því. Körfubolti 24. júlí 2024 14:31
„Hef aldrei komið til Íslands en ég veit að það er fallegt og kalt“ Nýliðar Tindastóls fá til sín mjög reynda og öfluga landsliðskonu fyrir næsta vetur og Stólarnir ætla augljóslega að setja mikið púður í kvennaliðið sitt. Körfubolti 24. júlí 2024 13:30
Óvænt tíðindi að austan: „Mikil vonbrigði“ Óvænt tíðindi bárust frá Egilsstöðum í dag en Jóhann Árni Ólafsson, sem nýverið tók við sem einn af tveimur þjálfurum karlaliðs Hattar í Bónus deildinni í körfubolta, hefur óskað eftir lausn á samningi sínum af persónulegum ástæðum. Körfubolti 23. júlí 2024 15:31
Daníel rétt missti af stoðsendingatitlinum á EM Daníel Ágúst Halldórsson átti mjög flott Evrópumót með íslenska tuttugu ára landsliðinu í körfubolta en íslensku strákunum tókst þar að halda sæti sínu í A-deildinni. Körfubolti 23. júlí 2024 14:31
Fer til Dallas á nýjan leik Spencer Dinwiddie hefur ákveðið að færa sig um set og spila með Dallas Mavericks í NBA-deildinni á komandi leiktíð eftir að hafa skipt yfir til Los Angeles Lakers fyrr á þessu ári. Körfubolti 22. júlí 2024 22:45
„Væri ekki bara einfaldast fyrir mig að skipta um þjóðerni“ Íslenski körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson náði stóru markmiði um helgina þegar hann dæmdi undanúrslitaleik á EM 20 ára landsliða í Póllandi. Körfubolti 22. júlí 2024 10:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti