Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. Viðskipti innlent 15. maí 2024 18:00
Verðmetur Íslandshótel 45 prósentum yfir útboðsgengi fyrir minni fjárfesta Hlutafjárvirði Íslandshótela er metið á ríflega 41 milljarð króna samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu vegna hlutafjárútboðs hótelkeðjunnar, umtalsvert meira sé miðað við útboðsgengið í tilfelli minni fjárfesta. Hlutabréfagreinandi telur að ferðaþjónustufyrirtækið, sem verður hið fyrsta til að fara á markað hér á landi, búi yfir tækifærum til vaxtar og tekjurnar fari að nálgast tuttugu milljarða á næsta ári. Innherji 15. maí 2024 17:56
Þróun ES-30 flugvélarinnar flutt frá Svíþjóð til Kaliforníu Sænska flugvélafyrirtækið Heart Aerospace tilkynnti í dag að það hefði ákveðið að flytja hluta af þróunarstarfi vegna þrjátíu sæta tvinn-rafmagnsflugvélar frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Jafnframt hefur félagið hætt við verksmiðjubyggingu í Halmstad en í staðinn ákveðið að reisa rannsóknar- og þróunarmiðstöð í Los Angeles í Kaliforníu. Erlent 15. maí 2024 17:44
Flugvél Icelandair þurfti að snúa við Flugvél Icelandair sem lögð var af stað til Glasgow í Skotlandi þurfti að snúa við skömmu eftir brottför. Vélin tók á loft rétt fyrir hálf ellefu í morgun en upp úr ellefu barst boðun um vélarvanda og óskað var eftir því að vélinni yrði snúið við. Innlent 15. maí 2024 12:25
Samkaup, Heimkaup og Orkan hefja samrunaviðræður Viðræður eru hafnar um mögulegan samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar. Viðskipti innlent 15. maí 2024 10:01
Gengi bréfa Arion rýkur upp eftir „frábæra“ skuldabréfaútgáfu í evrum Hlutabréfaverð Arion hækkaði skarpt eftir að bankinn kláraði 300 milljóna evra almennt skuldabréfaútboð á hagstæðustu kjörum sem íslenskum bönkum hefur boðist í yfir tvö ár en umframeftirspurnin reyndist meiri en sést hefur í útgáfum evrópskra fjármálafyrirtækja í nokkurn tíma. Alþjóðlegi fjárfestingabankinn JP Morgan, einn umsjónaraðila útboðsins, segir niðurstöðuna endurspegla þann aukna áhuga sem er meðal fjárfesta á skuldabréfum íslenskra banka. Innherji 14. maí 2024 17:10
Starfsfólk fær 150 milljónir í hlutabréfum Eigendur og stjórn Íslandshótela hafa tilkynnt að samhliða útboði og skráningu félagsins á markað, verði öllu fastráðnu starfsfólki afhentir hlutir í félaginu að gjöf. Viðskipti innlent 14. maí 2024 16:31
„Hvar er Gordon Gekko?“ er spurt í hagstæðu verðmati fyrir Icelandair Spákaupmenn virðast hafa yfirgefið Icelandair. Gengi flugfélagsins hefur helmingast á nokkrum mánuðum, óháð undirliggjandi verðmætum, segir í hlutabréfagreiningu en Icelandair er þar verðmetið langt yfir markaðsvirði. Íslenskur hlutabréfamarkaður er óskilvirkur um þessar mundir sem endurspeglist best með fasteignafélögin þar sem markaðsverð er langt undir varlega metnu bókfærðu virði. Fjárfestar virðast verðleggja þau „norður og niður“ rétt eins og Icelandair. Innherji 14. maí 2024 14:09
Almennt útboð Íslandshótela hefst á morgun Íslandshótel birtu í dag útboðslýsingu vegna fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland en almennt útboð á hlutabréfum félagsins hefst klukkan tíu í fyrramálið, þriðjudaginn 14. maí og lýkur á miðvikudaginn, 22. maí, klukkan 16. Viðskipti innlent 13. maí 2024 18:18
Skúli Hrafn kemur nýr inn í stjórn Eyris Invest fyrir LSR Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, einn stærsti hluthafi Eyris Invest, hefur ákveðið að tilnefna einn af sjóðstjórum sínum í stjórn fjárfestingafélagsins. Eyrir er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel með um fjórðungshlut og hefur veitt óafturkallanlegt samþykki sitt um að samþykkja yfirtökutilboð sem JBT áformar að leggja formlega fram síðar í þessum mánuði. Innherji 13. maí 2024 14:26
Tilnefndur sem besti leikur fyrir snjalltæki á Norðurlöndum Íslenski tölvuleikurinn Starborne Frontiers frá Solid Clouds hefur verið tilnefndur til Norrænu tölvuleikjaverðlaunanna sem besti tölvuleikur fyrir snjalltæki á árinu 2024. Viðskipti innlent 13. maí 2024 13:22
Verðmetur Síldarvinnsluna yfir markaðsvirði í fyrsta skipti í 30 mánuði Í fyrsta skipti í þrjátíu mánuði er verðmatsgengi hlutabréfagreinanda fyrir ofan markaðsgengi Síldarvinnslunnar. „Hvort það endurspegli stöðuna á markaðnum eða hvort Jakobsson Capital sé mun bjartsýnna á slorið en markaðurinn er erfitt að segja. Óvissan er mikil en sveiflur markaðarins eru oft eins og sveiflur í loðnugöngum,“ segir í nýju verðmati en gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður útgerðarinnar verði orðinn hærri 2026 en hann var „metárið 2023.“ Innherji 13. maí 2024 12:43
„Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“ „Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. Lífið 13. maí 2024 09:03
Tilboðið afturkallað og Eik öðlast frelsi til athafna á ný Stjórn Regins hefur óskað eftir og fengið heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu yfirtökutilboði þess í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Viðskipti innlent 10. maí 2024 13:33
Færeyingar áforma 4.500 króna aðgangseyri á alla ferðamenn Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi. Erlent 9. maí 2024 21:51
Afkoma Marels undir væntingum en jákvæðari tónn meðal viðskiptavina Afkoma Marels var undir væntingum greinenda á fyrsta ársfjórðungi. Forstjóri Marels sagði á afkomufundi að merkja megi jákvæðari tón á meðal viðskiptavina og að pantanir muni aukast á seinni hluta ársins samhliða bættum markaðsaðstæðum. Marel lækkaði um fjögur prósent í dag. Innherji 8. maí 2024 17:45
Kaupa Íslensk verðbréf Skagi, móðurfélag Vátryggingafélags Íslands, hefur undirritað kaupsamning við hluthafa Íslenskra verðbréfa um kaup Skaga á 97,07 prósent hlutafjár í félaginu. Viðskipti innlent 8. maí 2024 07:28
Rekstrarafkoma Sýnar ekki ásættanleg Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir rekstrarafkomu félagsins ekki ásættanlega. Hins vegar sé gert ráð fyrir umtalsverðum rekstrarbata á síðari hluta ársins og á því næsta, eftir því sem skipulagsbreytingar nái fram að ganga. Viðskipti innlent 7. maí 2024 17:47
Akta: Frumvarp ráðherra samkeppnishamlandi fyrir minni sjóðastýringar Framkvæmdastjóri Akta segir mikilvægt að jafnræðis sé gætt á meðal rekstrarfélaga verðbréfasjóða þegar kemur að nýjum lögum um aukið frelsi varðandi viðbótarlífeyrissparnað. Atriði í frumvarpinu séu samkeppnishamlandi fyrir minni fyrirtæki á markaðnum og gangi gegn hagsmunum þeirra sem eigi viðbótarlífeyrissparnað. Innherji 7. maí 2024 12:34
Farþegum fjölgaði og sætanýting um 85 prósent Flugfélagið Play flutti rúmlega 122 þúsund farþega í apríl 2024, sem er 19 prósent meira en í apríl á síðasta ári. Sætanýtingin í apríl 2024 var 85,1 prósent, sem er aukning frá apríl í fyrra þegar sætanýting var 80,8 prósent. Viðskipti innlent 7. maí 2024 11:18
Flugfélögin grípa til ráðstafana vegna verkfallsaðgerða Íslensku flugfélögin ætla að grípa til ráðstafana vegna verkfallsaðgerða starfsmanna á Keflavíkurflugvelli sem að óbreyttu hefjast á fimmtudag og föstudag. Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann hefst seinnipartinn á fimmtudag. Innlent 6. maí 2024 18:52
Yfir milljón farþegar fyrstu fjóra mánuði ársins Heildarfjöldi farþega Icelandair var 307 þúsund í apríl, fjórum prósentum fleiri en í apríl 2023. Það sem af er ári hefur félagið flutt meira en eina milljón farþega. Viðskipti innlent 6. maí 2024 17:36
Mímir nýr forstöðumaður hjá Högum Mímir Hafliðason hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Högum, en staðan er ný innan samstæðunnar. Viðskipti innlent 6. maí 2024 09:48
Forstjóri: Kvika kemst vonandi nálægt því að ná markmiði um arðsemi í ár Kvika banki kemst vonandi nálægt því að ná markmiði sínu um arðsemi á árinu. „Við erum ánægð með góðan viðsnúning í bankarekstri,“ sagði Ármann Þorvaldsson bankastjóri. Stefnt er á að hleypa af stokkunum 3,5 til fimm milljarða króna framtakssjóði sem fjárfestir í Bretlandi. Innherji 3. maí 2024 15:52
Spá því að stýrivextir haldist óbreyttir Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Spáin rímar við spá Íslandsbanka sem gerir einnig ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir. Viðskipti innlent 3. maí 2024 12:39
Svona gæti bensínstöðvarreiturinn við Ægisíðu litið út Þrjár tillögur hafa nú verið kynntar sem koma til greina um þróun lóðar við Ægisíðu 102 í Reykjavík, gamla bensínstöðvarreitnum. Þrjár arkitektastofur voru valdar til þátttöku. Það eru Gríma arkitektar, Sei studio og Trípólí arkitektar. Innlent 3. maí 2024 12:33
Hagnaður Íslandsbanka 5,4 milljarðar á fyrsta fjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 5,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Kostnaðarhlutfall bankans hækkar á milli ára og er rétt nær fjárhagslegu markmiði bankans. Viðskipti innlent 2. maí 2024 17:46
Arnar Már nýr aðstoðarforstjóri Arnar Már Magnússon hefur verið gerður að aðstoðarforstjóra flugfélagsins Play. Arnar Már hefur verið framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Play og mun áfram sinna þeirri stöðu meðfram nýju hlutverki. Viðskipti innlent 2. maí 2024 16:50
Óvenju hátt skatthlutfall Arion vegna framvirkra samninga Yfir lengra tímabil hafa framvirkir samningar sem Arion banki hefur veitt viðskiptavinum leitt til lægra virks skatthlutfalls, upplýsti bankastjóri. Hagnaður af slíkum samningum urðu til þess að skatthlutfallið var óvenju hátt á fyrsta ársfjórðungi sem kom greinendum á óvart. Hann gerir ráð fyrir því að þróunin verði með öðrum hætti á yfirstandi ársfjórðungi. Innherji 2. maí 2024 16:34
Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. Innlent 1. maí 2024 23:00