Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Leik­konan Diane Ladd er látin

Leikkonan Diane Ladd er látin. Hún var 89 ára gömul og lést á heimili sínu í Kaliforníu í gær samkvæmt yfirlýsingu frá dóttur hennar, leikkonunni Lauru Dern til Hollywood Reporter.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Klæddi sig upp sem hjá­kona eigin­mannsins

Tónlistarkonan Lily Allen kann að semja lög sem vekja athygli og það má eiginlega að segja að breska listagyðjan sé að eiga rosalegustu tónlistarendurkomu ársins, jafnvel aldarinnar. Á nýjustu plötu sinni afhjúpar hún öll hjónabandsvandamálin, syngur um píkuhöll fyrrum eiginmannsins og hjákonu hans Madeline.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Tók tíu klukku­stundir að komast í búninginn

Líkt og ár hvert heldur fyrirsætan Heidi Klum eitt vinsælasta hrekkjavökupartýið meðal stórstjarnanna. Það sem flestir fylgjast þó með er hvernig gestgjafinn klæðir sig enda er Heidi fremst í flokki þegar kemur að hrekkjavökubúningum.

Lífið
Fréttamynd

Skein skært í sögu­legum gleðikonukjól

Ofurfyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner hefur gengið ófáa tískupalla og er þekkt fyrir að stela senunni á sýningum. Það var engin undantekning á því í Los Angeles um helgina á tímamótasýningu tískurisatímaritsins Vogue.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stað­festa loks sam­bandið

Bandaríska poppstjarnan Katy Perry og Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, hafa loksins staðfest að þau séu í sambandi. Það gerðu þau þegar ljósmyndari hitti þau út á lífinu í París í gærkvöldi, þar sem þau voru að halda upp á 41 árs afmæli Perry.

Lífið
Fréttamynd

Kim Kardashian greindist með heilagúlp

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian greinir frá því í nýjustu seríunni um Kardashian-fjölskylduna að hún hafi greinst með „lítinn æðagúlp“ í heila. Ekki kemur fram af hvaða tagi æðagúlpurinn er né hver staða hans er í dag.

Lífið
Fréttamynd

Stjórn Warner Bros. segir fé­lagið til sölu

Forsvarsmenn Warner Bros. Discovery segjast nú tilbúnir til að selja fyrirtækið í heild sinni. Áður höfðu þeir stefnt að því að skipta fyrirtækinu í tvennt en eftir að hafa fengið veður af áhugasömum kaupendum hafa þeir skipt um skoðun. Hlutabréf fyrirtækisins hafa hækkað töluvert í virði eftir tilkynninguna í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Virtist hvorki geta séð né andað

„Ég flaug Mario, uppáhalds förðunarfræðingnum mínum, út til að farða mig en ákvað svo þetta á síðustu stundu,“ segir stórstjarnan Kim Kardashian sem vakti gríðarlega athygli fyrir klæðnað sinn á galahátíð í Los Angeles um helgina. Hún rokkaði einhvers konar hátískuhöfuðpoka með rándýra förðun undir sem enginn sá. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Cillian mærir Kiljan

Írski stórleikarinn Cillian Murphy fær ekki nóg af Sjálfstæðu fólki eftir Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness og lýsir skáldsögunni sem meistaraverki.

Lífið
Fréttamynd

Slíta sam­bandinu en vinna á­fram saman

Hollywood-stjörnurnar Tom Cruise og Ana de Armas eru hætt saman eftir átta mánaða samband. Neistarnir hafi verið horfnir og því best að segja það gott. Þau verði áfram vinir og samstarfsfélagar í neðansjávar-spennutrylli.

Lífið
Fréttamynd

Ace Frehley látinn af slysförum

Paul Daniel Frehley, betur þekktur sem Ace Frehley, er látinn 74 ára að aldri. Frehley var einn stofnenda heimsþekktu rokkhljómsveitarinnar Kiss, söngvari hennar og aðalgítarleikari. Hann lést eftir slys í síðasta mánuði.

Lífið
Fréttamynd

„Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðar­lega særandi

Poppstjarnan Britney Spears segir „stöðugar gaslýsingar“ Kevins Federline, fyrrverandi eiginmanns hennar, vera „gríðarlega særandi og slítandi“. Sambönd við táningsdrengi séu flókin en hún hefði alltaf þráð að hafa syni sína tvo í lífi sínu.

Lífið
Fréttamynd

Keaton lést úr lungna­bólgu

Fjölskylda leikkonunnar Diane Keaton hafa greint frá því að dánarmein leikkonunnar hafi verið lungnabólga. Keaton lést 11. október síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi

Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears lýsir undarlegri hegðun söngkonunnar í nýútkominni ævisögu sinni og segir hana vera tifandi tímasprengju. Talsmaður Spears segir hann reyna að hagnast á stjörnunni nú þegar meðlagsgreiðslurnar berast ekki lengur frá henni.

Lífið
Fréttamynd

D'Angelo er látinn

Tónlistarmaðurinn Michael Eugene Archer, betur þekktur sem D'Angelo, er látinn, 51 árs að aldri, eftir baráttu við briskrabbamein. D'Angelo var gríðarlega áhrifamikill innan R&B-tónlistar og er gjarnan talinn brautryðjandi neo-sálartónlistar.

Lífið
Fréttamynd

Minnist náins kollega og elsk­huga

Leikstjórinn Woody Allen hefur skrifað fallega minningargrein um leikkonuna Diane Keaton, sem lést um helgina, en þau unnu náið saman að átta kvikmyndum. Allen segir Keaton hafa verið ólíka nokkrum öðrum sem plánetan jörð hefur kynnst.

Bíó og sjónvarp