Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Leikarinn Mickey Rourke hefur mótmælt GoFundMe-fjáröflun sem var stofnuð handa honum í kjölfar fregna af því að henda ætti honum út úr leiguíbúð. Leigusali Rourke hefur stefnt leikaranum því hann skuldar sextíu þúsund dali (um 7,5 milljónir íslenskra króna) í ógreidda leigu. Lífið 6.1.2026 15:29
Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Ung kona sem hefur ekki átt sjö dagana sæla virðist hafa dottið í lukkupottinn þegar hún fær óvænt starf sem húshjálp hjá ríkum hjónum. Fljótt renna á hana tvær grímur þegar húsfreyjan fer að haga sér undarlega og ýmis ljót leyndarmál koma upp á yfirborðið. The Housemaid er hressandi, subbulegur sálfræðitryllir sem líður fyrir ósannfærandi aðalleikkonu í Sydney Sweeney. Gagnrýni 6.1.2026 07:00
Scary Movie-stjarna látin Jayne Trcka, vaxtarræktarkona og leikkona, lést í desember 62 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir leik sinn í Scary Movie. Lífið 5.1.2026 20:38
Clooney orðinn franskur Hollywood-stjarnan George Clooney, eiginkona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, og börn þeirra, Alexander og Ella, eru orðin franskir ríkisborgarar. Lífið 30. desember 2025 14:17
Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríska tónlistarkonan Beyoncé hefur bæst á lista Forbes yfir milljarðamæringa, í Bandaríkjadölum talið. Miðillinn lýsti þessu yfir í dag. Viðskipti erlent 29. desember 2025 23:52
Í deilum við nágrannann vegna trjáa Bítillinn Paul McCartney stendur nú í deilum við nágranna sinn í Westminster í Lundúnum, vegna tveggja friðaðra tráa sem Paul vill fella en nágranninn ekki. Erlent 28. desember 2025 15:07
Gítarleikari The Cure er látinn Perry Bamonte, gítar- og hljómborðsleikari í bresku hljómsveitinni The Cure, er látinn. Hann var 65 ára gamall. Lífið 26. desember 2025 22:43
Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ný stikla væntanlegrar kvikmyndar Baltasars Kormáks, Apex, var birt í gær. Um er að ræða hasarmynd, en í stiklunni fáum við að sjá brot úr harkalegum eltingaleik um óbyggðir Ástralíu. Lífið 26. desember 2025 15:08
Seinfeld og Friends-leikari látinn Pat Finn, bandarískur leikari sem lék meðal annars í Friends, Seinfeld og The Middle, er látinn. Hann var sextugur. Lífið 25. desember 2025 09:42
Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Nýjar ákærur hafa litið dagsins ljós á hendur skemmtikraftinum Russell Brand, þar sem hann er sakaður um eina nauðgun og tvö önnur kynferðisbrot. Þetta mun vera þriðja nauðgunin sem hann er sakaður um en hann hefur yfir höfði sér fimm aðrar ákærur um kynferðisbrot. Russell Brand hefur neitað alfarið sök í hinum fimm ákærunum. Erlent 23. desember 2025 19:25
Cooper bað móðurina um hönd Hadid Leikarinn Bradley Cooper er sagður hafa beðið Yolöndu Hadid um hönd dóttur hennar, ofurfyrirsætunnar Gigi Hadid. Parið hefur verið saman í rúmlega tvö ár og eiga hvort um sig eitt barn úr fyrra sambandi. Lífið 23. desember 2025 09:45
Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Fyrsta myndefnið úr Ódysseifskviðu, næsta stórvirki leikstjórans Christopher Nolan er mætt á netið í fyrstu stiklu myndarinnar. Myndin var að hluta tekin upp hér á landi síðasta sumar þegar fréttir bárust ótt og títt af stórstjörnum í miðbæ Reykjavíkur. Horfa má á stikluna neðst í fréttinni. Bíó og sjónvarp 22. desember 2025 15:29
Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun ávarpa bresku þjóðina í árlegu hátíðarávarpi sem sýnt er á Channel 4 sjónvarpsstöðinni. Þar mun hann rifja upp árið sem er að líða og þegar þáttur hans var tekinn af dagskrá um stund. Lífið 22. desember 2025 11:30
Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram James Ransone, bandarískur leikari sem er hvað helst þekktur fyrir hlutverk sitt í „The Wire“, einum bestu sjónvarpsþáttum allra tíma, lést á föstudag, aðeins 46 ára gamall. Réttarlæknir í Los Angeles segir að Ransone hafi svipt sig lífi. Bíó og sjónvarp 22. desember 2025 10:18
Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Bandaríska Dawson's Creek stjarnan James Van Der Beek segist vera einkar þakklátur fyrir lífið þrátt fyrir að árið hafi leikið hann grátt. Hann greindist árið 2023 með þriðja stigs ristilkrabbamein og segir það í raun hafa verið það besta sem kom fyrir hann. Lífið 19. desember 2025 16:48
Pete orðinn pabbi Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Elsie Hewitt eru orðin foreldrar eftir að dóttir þeirra, Scottie Rose Hewitt Davidson, kom í heiminn 12. desember síðastliðinn. Lífið 19. desember 2025 12:19
Úr öskunni í eldinn James Cameron býður áhorfendum í þriðja sinn til Pandóru að fylgjast með Na'vi-fólkinu berjast gegn ofsóknum mannanna. Sjónarspilið, hasarinn og tæknibrellurnar eru fyrsta flokks þó formúlan sé farin að þynnast. Aðdáendur seríunnar til þessa verða ekki sviknir en vantrúaðir verða heldur ekki sannfærðir úr þessu. Gagnrýni 19. desember 2025 07:02
Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Nýjar vendingar hafa átt sér stað í langvarandi baráttu um bú Lisu Marie Presley, dóttur Elvis Presley og Priscillu Presley, sem lést 54 ára árið 2023. Í gögnum sem fyrrverandi viðskiptafélagar Priscillu hafa lagt fram fyrir dómstólum segir að bæði Lisa Marie og dóttir hennar, leikkonan Riley Keough, hafi gefið egg til John Travolta og Kelly Preston. Ben, yngsti sonur þeirra hjóna, hafi verið getinn með eggi frá Keough. Lífið 18. desember 2025 09:50
Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Nick Reiner, sem er grunaður um að hafa myrt foreldra sína Rob og Michele Reiner, var leiddur fyrir dómara í gær. Athygli vakti að hann var íklæddur kyrtli sem notaður er fyrir fanga sem eru taldir í sjálfsvígshættu. Aðdragandi morðanna virðist vera að skýrast, ef marka má miðla vestanhafs. Erlent 18. desember 2025 07:21
Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Warner Bros Discovery hefur sagt hluthöfum sínum að hafna 108,4 milljarða dala yfirtökutilboði Paramount Skydance. Stjórn Warner Bros samþykkti einróma að hafna tilboðinu og að samningur við Netflix væri meira í þágu fyrirtækisins. Viðskipti erlent 17. desember 2025 21:32
Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Óskarsverðlaununum verður streymt á YouTube frá og með 2029. Verðlaunin hafa hingað til verið sýnd á sjónvarpsstöðinni ABC. Lífið 17. desember 2025 19:57
Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Forsetahjónin fyrrverandi Barack og Michelle Obama ætluðu að hitta Rob og Michele Reiner daginn sem þau voru drepin. Michelle segir hjónin hvorki hafa verið trufluðu né klikkuð heldur ástríðufullt og hugrakkt fólk. Lífið 17. desember 2025 10:03
Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Það var nuddari sem gerði dóttur Rob og Michele Reiner viðvart, þegar hún bankaði uppá á heimili þeirra á sunnudaginn en fékk engin viðbrögð. Romy Reiner, 28 ára, kom á vettvang stuttu síðar ásamt vini sínum. Hún fór inn en kom aftur út skömmu síðar, eftir að hafa fundið föður sinn látinn. Erlent 17. desember 2025 08:23
Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Nick Reiner hefur verið ákærður fyrir að myrða foreldra sína þau Rob og Michele Reiner. Þetta tilkynnti héraðssaksóknarinn Nathan Hochman í Los Angeles borg á blaðamannafundi nú í kvöld en Nick er talinn hafa notað hníf til verksins. Erlent 16. desember 2025 21:56