
Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta
Norðmenn héldu í fyrstu að þeir myndu koma út í mínus við að halda heimsmeistaramót karla í handbolta í janúar á þessu ári en svo var þó ekki eftir nánari skoðun.
HM í handbolta karla fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi dagana 14. janúar til 2. febrúar 2025.
Norðmenn héldu í fyrstu að þeir myndu koma út í mínus við að halda heimsmeistaramót karla í handbolta í janúar á þessu ári en svo var þó ekki eftir nánari skoðun.
Frakkar urðu heimsmeistarar í handbolta í fyrsta sinn í Laugardalshöllinni fyrir þrjátíu árum. Nú hefur ein af hetjum þeirra úr þeim leik hvatt þennan heim.
Íslenski þjálfarinn Dagur Sigurðsson gerði frábæra hluti með króatíska handboltalandsliðið á heimsmeistaramótinu í janúar eins og frægt er. Króatar vildu líka heiðra þennan frábæran árangur með sérstökum hætti.
Á meðal þeirra sem lýst hafa mikilli ánægju sinni með störf Dags Sigurðssonar sem þjálfara króatíska handboltalandsliðsins er króatíski herinn sem sendi honum fallega kveðju.
Króatar virðast í skýjunum með Dag Sigurðsson sem þjálfara handboltalandsliðsins en stæra sig einnig af því að hafa tekist að „afþýða“ ískalda Íslendinginn.
Portúgalski knattspyrnuþjálfarinn Jose Mourinho lét ekki HM í handbolta fram hjá sér fara.
Viktor Gísli Hallgrímsson var næst besti markvörður heimsmeistaramóts karla í handbolta samkvæmt tölfræðinni. Aðeins Daninn Emil Nielsen varði hlutfallslega meira.
Dagur Sigurðsson flutti stutt og skýr skilaboð til þeirra tugþúsunda króatískra aðdáenda sem í gær hópuðust saman á torgi í miðborg Zagreb til að fagna Degi og hans mönnum eftir silfurverðlaunin á HM í handbolta.
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar og leikgreinandi fyrir Dag Sigurðsson hjá króatíska karlalandsliðinu í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar hafa slegið sig. Víðir hafi séð að sér og beðist afsökunar, sem Gunnar kann að meta, og málinu sé lokið af hans hálfu.
Óhætt er að segja að Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu hafi fengið höfðinglegar móttökur í Zagreb í dag.
„Mér finnst sú umræða bara vera skrýtin ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, um gagnrýni sem beindist gegn HSÍ og heimferðarplönum af HM áður en að Ísland var úr leik á mótinu.
„Það verður að hrósa sérstaklega þjálfaranum Degi Sigurðssyni,“ segir í grein króatíska miðilsins 24 Sata þar sem Dagur staðfestir að hann verði áfram þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta nú þegar HM er lokið.
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir alveg hægt að færa rök fyrir því að án Arons Pálmarssonar væri landsliðið í veseni. Aron átti frábært stórmót í síðasta mánuði og hefur Snorri áhyggjur af því hversu litla pressu aðrir leikmenn setji á að taka stöðu hans.
Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar.
Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk.
Danska karlalandsliðið í handbolta varð í kvöld heimsmeistari fjórða sinn í röð eftir öruggan sigur á Króatíu, 26-32. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar urðu að gera sér silfrið að góðu.
Frakkland varð í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir 35-34 sigur á Portúgal í leiknum um þriðja sætið.
Danir brunuðu í fjórða úrslitaleik heimsmeistaramótsins í röð með sannfærandi þrettán marka sigri á Portúgal í undanúrslitunum. Næst á dagskrá er úrslitaleikur á móti Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í króastíska landsliðinu í dag.
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu fá það krefjandi verkefni í dag að verða fyrsta liðið frá árinu 2017 til að vinna Dani á heimsmeistaramóti.
Eitt heitasta málið eftir heimsmeistaramótið var aðkoma Gunnars Magnússonar að undirbúningi Króatar fyrir leikinn afdrifaríka á móti Íslandi. Íslenski landsliðsþjálfarinn hefur sjálfur skoðun á þeirri umræðu.
Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hefur ekki getað horft á HM eftir að Ísland datt úr keppni en íslenski landsliðsþjálfarinn segist ætla horfa á úrslitaleikinn á HM í dag og heldur með stórvini sínum Degi Sigurðssyni.
Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar, íþróttablaðamanns hjá Morgunblaðinu, um Gunnar Magnússon til skammar. Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni.
Grein Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu á HM kom mér á óvart. Að mála Gunnar sem einhvers konar föðurlandssvikara er í besta falli ósanngjarnt og til skammar.
Eitt af stóru fréttamálunum eftir að íslenska handboltalandsliðið datt úr leik á heimsmeistaramótinu á dögunum var viðtal við landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson.