Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2025 17:47 Denis Lathoud í leik með franska landsliðinu en hann skoraði 463 mörk fyrir landsliðið og vann þrenn verðlaun á stórmótum. Getty/Dimitri Iundt Frakkar urðu heimsmeistarar í handbolta í fyrsta sinn í Laugardalshöllinni fyrir þrjátíu árum. Nú hefur ein af hetjum þeirra úr þeim leik hvatt þennan heim. Denis Lathoud lést í nótt 59 ára að aldri. Hann háði harða baráttu við illvígt krabbamein. Lathoud skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum í Höllinni í maí 1995 og var stoðsendingahæstur allra í franska landsliðinu á heimsmeistaramótinu með 53 stoðsendingar. Hann var öflug vinstri skytta með mjög gott auga fyrir spili. Eftir heimsmeistaramótið á Íslandi, sem byrjaði ekki alltof vel fyrir Frakka, þá talaði Lathoud um eftirminnilegan liðsfund á Akureyri sem kveikti í liðinu. Eftir hann breyttist allt og Frakkarnir fóru alla leið. Frakkar urðu í þriðja sæti í riðlinum en komust áfram í útsláttarkeppnina og slógu síðan út Spán (23-20), Sviss (28-18) og Þýskaland (22-20) á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem franska liðið fagnaði 23-19 sigri á Króötum. Lathoud lék alls 164 landsleiki fyrir Frakka á árunum 1987 til 1996 og skoraði í þeim 463 mörk. Auk gullverðlaunananna á Íslandi þá vann hann silfur á HM 1993 og brons á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Hann endaði landsliðsferil sinn á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. Eftir að leikmannaferlinum lauk þá fór hann út í þjálfun. Byrjaði reyndar sem spilandi þjálfari SMV Porte Normande frá 2002 til 2005 en þjálfaði meðal annars Dijon Bourgogne HB í átta ár. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira
Denis Lathoud lést í nótt 59 ára að aldri. Hann háði harða baráttu við illvígt krabbamein. Lathoud skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum í Höllinni í maí 1995 og var stoðsendingahæstur allra í franska landsliðinu á heimsmeistaramótinu með 53 stoðsendingar. Hann var öflug vinstri skytta með mjög gott auga fyrir spili. Eftir heimsmeistaramótið á Íslandi, sem byrjaði ekki alltof vel fyrir Frakka, þá talaði Lathoud um eftirminnilegan liðsfund á Akureyri sem kveikti í liðinu. Eftir hann breyttist allt og Frakkarnir fóru alla leið. Frakkar urðu í þriðja sæti í riðlinum en komust áfram í útsláttarkeppnina og slógu síðan út Spán (23-20), Sviss (28-18) og Þýskaland (22-20) á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem franska liðið fagnaði 23-19 sigri á Króötum. Lathoud lék alls 164 landsleiki fyrir Frakka á árunum 1987 til 1996 og skoraði í þeim 463 mörk. Auk gullverðlaunananna á Íslandi þá vann hann silfur á HM 1993 og brons á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Hann endaði landsliðsferil sinn á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. Eftir að leikmannaferlinum lauk þá fór hann út í þjálfun. Byrjaði reyndar sem spilandi þjálfari SMV Porte Normande frá 2002 til 2005 en þjálfaði meðal annars Dijon Bourgogne HB í átta ár. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira