Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 09:00 Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson þekkjast vel en þeir eru miklir Valsarar. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hefur ekki getað horft á HM eftir að Ísland datt úr keppni en íslenski landsliðsþjálfarinn segist ætla horfa á úrslitaleikinn á HM í dag og heldur með stórvini sínum Degi Sigurðssyni. Dagur Sigurðsson henti íslenska landsliðinu út úr heimsmeistaramótinu í handbolta þegar Króatía vann sex marka sigur á Íslandi í milliriðlinum. Það var eina tap Íslands á mótinu en var það afdrifaríkt að það kom í veg fyrir að íslenska liðið komst í átta liða úrslitin. Dagur og strákarnir hans í króatíska landsliðinu fylgdu því svo eftir með því að slá Ungverja og Frakka út í útsláttarkeppninni. Þeir mæta Danmörku í úrslitaleik HM í dag. Aron Guðmundsson ræddi við Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfara og þar barst talið meðal annars að afreki Dags. Snorri hefur mikla trú á Degi. „Ég þekki vel til Dags og hans fjölskyldu. Ég vona innilega að hann vinni,“ sagði Snorri Steinn. Það er mikil pressa á þjálfara króatíska landsliðsins en liðið er að koma upp eftir að hafa verið í lægð. Hvernig metur Snorri hans vegferð með þessu liði? „Hún er glæsileg. Ef maður kíkir aðeins aftur í tímann þá hefur þetta verið kaflaskipt. Hann tekur óvænt við þeim og kemur þeim á Ólympíuleikana. Þar eru þeir bara slappir og komust ekki upp úr riðlinum þar,“ sagði Snorri. „Þar af leiðandi er hann undir mikilli pressu. Króatarnir eru þarna að spila á heimavelli og þeir eru þekktir fyrir að vera ekki mjög þolinmóðir alla vega ekki gagnvart þjálfurum,“ sagði Snorri. „Hann hittir bara vel á þá. Hann er bara góður þjálfari og góður karakter. Ég held að það henti honum vel að vera í þessu umhverfi. Hann hefur bara tæklað þetta vel. Meira segja þegar þeir lenda í mótlæti á mótinu sjálfu og tapa fyrir Egyptum,“ sagði Snorri. „Hann vinnur sig bara út úr því. Svo má alveg ræða það að þeir eru á heimavelli og það er ekkert grín að spila við þá þar. Við upplifðum það og við sáum það á tölunum á móti Frökkum að þegar þeir fá mót á heimavelli þá eru þeir erfiðir við að eiga,“ sagði Snorri. „Það verður fróðlegt að sjá þá í Noregi,“ sagði Snorri. Það má sjá þetta spjall hér fyrir ofan en eins má hlusta á allt viðtalið við Snorra Stein í hlaðvarpsþætti í Besta sætinu en hann er aðgengilegur hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Dagur Sigurðsson henti íslenska landsliðinu út úr heimsmeistaramótinu í handbolta þegar Króatía vann sex marka sigur á Íslandi í milliriðlinum. Það var eina tap Íslands á mótinu en var það afdrifaríkt að það kom í veg fyrir að íslenska liðið komst í átta liða úrslitin. Dagur og strákarnir hans í króatíska landsliðinu fylgdu því svo eftir með því að slá Ungverja og Frakka út í útsláttarkeppninni. Þeir mæta Danmörku í úrslitaleik HM í dag. Aron Guðmundsson ræddi við Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfara og þar barst talið meðal annars að afreki Dags. Snorri hefur mikla trú á Degi. „Ég þekki vel til Dags og hans fjölskyldu. Ég vona innilega að hann vinni,“ sagði Snorri Steinn. Það er mikil pressa á þjálfara króatíska landsliðsins en liðið er að koma upp eftir að hafa verið í lægð. Hvernig metur Snorri hans vegferð með þessu liði? „Hún er glæsileg. Ef maður kíkir aðeins aftur í tímann þá hefur þetta verið kaflaskipt. Hann tekur óvænt við þeim og kemur þeim á Ólympíuleikana. Þar eru þeir bara slappir og komust ekki upp úr riðlinum þar,“ sagði Snorri. „Þar af leiðandi er hann undir mikilli pressu. Króatarnir eru þarna að spila á heimavelli og þeir eru þekktir fyrir að vera ekki mjög þolinmóðir alla vega ekki gagnvart þjálfurum,“ sagði Snorri. „Hann hittir bara vel á þá. Hann er bara góður þjálfari og góður karakter. Ég held að það henti honum vel að vera í þessu umhverfi. Hann hefur bara tæklað þetta vel. Meira segja þegar þeir lenda í mótlæti á mótinu sjálfu og tapa fyrir Egyptum,“ sagði Snorri. „Hann vinnur sig bara út úr því. Svo má alveg ræða það að þeir eru á heimavelli og það er ekkert grín að spila við þá þar. Við upplifðum það og við sáum það á tölunum á móti Frökkum að þegar þeir fá mót á heimavelli þá eru þeir erfiðir við að eiga,“ sagði Snorri. „Það verður fróðlegt að sjá þá í Noregi,“ sagði Snorri. Það má sjá þetta spjall hér fyrir ofan en eins má hlusta á allt viðtalið við Snorra Stein í hlaðvarpsþætti í Besta sætinu en hann er aðgengilegur hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira