Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 09:00 Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson þekkjast vel en þeir eru miklir Valsarar. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hefur ekki getað horft á HM eftir að Ísland datt úr keppni en íslenski landsliðsþjálfarinn segist ætla horfa á úrslitaleikinn á HM í dag og heldur með stórvini sínum Degi Sigurðssyni. Dagur Sigurðsson henti íslenska landsliðinu út úr heimsmeistaramótinu í handbolta þegar Króatía vann sex marka sigur á Íslandi í milliriðlinum. Það var eina tap Íslands á mótinu en var það afdrifaríkt að það kom í veg fyrir að íslenska liðið komst í átta liða úrslitin. Dagur og strákarnir hans í króatíska landsliðinu fylgdu því svo eftir með því að slá Ungverja og Frakka út í útsláttarkeppninni. Þeir mæta Danmörku í úrslitaleik HM í dag. Aron Guðmundsson ræddi við Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfara og þar barst talið meðal annars að afreki Dags. Snorri hefur mikla trú á Degi. „Ég þekki vel til Dags og hans fjölskyldu. Ég vona innilega að hann vinni,“ sagði Snorri Steinn. Það er mikil pressa á þjálfara króatíska landsliðsins en liðið er að koma upp eftir að hafa verið í lægð. Hvernig metur Snorri hans vegferð með þessu liði? „Hún er glæsileg. Ef maður kíkir aðeins aftur í tímann þá hefur þetta verið kaflaskipt. Hann tekur óvænt við þeim og kemur þeim á Ólympíuleikana. Þar eru þeir bara slappir og komust ekki upp úr riðlinum þar,“ sagði Snorri. „Þar af leiðandi er hann undir mikilli pressu. Króatarnir eru þarna að spila á heimavelli og þeir eru þekktir fyrir að vera ekki mjög þolinmóðir alla vega ekki gagnvart þjálfurum,“ sagði Snorri. „Hann hittir bara vel á þá. Hann er bara góður þjálfari og góður karakter. Ég held að það henti honum vel að vera í þessu umhverfi. Hann hefur bara tæklað þetta vel. Meira segja þegar þeir lenda í mótlæti á mótinu sjálfu og tapa fyrir Egyptum,“ sagði Snorri. „Hann vinnur sig bara út úr því. Svo má alveg ræða það að þeir eru á heimavelli og það er ekkert grín að spila við þá þar. Við upplifðum það og við sáum það á tölunum á móti Frökkum að þegar þeir fá mót á heimavelli þá eru þeir erfiðir við að eiga,“ sagði Snorri. „Það verður fróðlegt að sjá þá í Noregi,“ sagði Snorri. Það má sjá þetta spjall hér fyrir ofan en eins má hlusta á allt viðtalið við Snorra Stein í hlaðvarpsþætti í Besta sætinu en hann er aðgengilegur hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Dagur Sigurðsson henti íslenska landsliðinu út úr heimsmeistaramótinu í handbolta þegar Króatía vann sex marka sigur á Íslandi í milliriðlinum. Það var eina tap Íslands á mótinu en var það afdrifaríkt að það kom í veg fyrir að íslenska liðið komst í átta liða úrslitin. Dagur og strákarnir hans í króatíska landsliðinu fylgdu því svo eftir með því að slá Ungverja og Frakka út í útsláttarkeppninni. Þeir mæta Danmörku í úrslitaleik HM í dag. Aron Guðmundsson ræddi við Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfara og þar barst talið meðal annars að afreki Dags. Snorri hefur mikla trú á Degi. „Ég þekki vel til Dags og hans fjölskyldu. Ég vona innilega að hann vinni,“ sagði Snorri Steinn. Það er mikil pressa á þjálfara króatíska landsliðsins en liðið er að koma upp eftir að hafa verið í lægð. Hvernig metur Snorri hans vegferð með þessu liði? „Hún er glæsileg. Ef maður kíkir aðeins aftur í tímann þá hefur þetta verið kaflaskipt. Hann tekur óvænt við þeim og kemur þeim á Ólympíuleikana. Þar eru þeir bara slappir og komust ekki upp úr riðlinum þar,“ sagði Snorri. „Þar af leiðandi er hann undir mikilli pressu. Króatarnir eru þarna að spila á heimavelli og þeir eru þekktir fyrir að vera ekki mjög þolinmóðir alla vega ekki gagnvart þjálfurum,“ sagði Snorri. „Hann hittir bara vel á þá. Hann er bara góður þjálfari og góður karakter. Ég held að það henti honum vel að vera í þessu umhverfi. Hann hefur bara tæklað þetta vel. Meira segja þegar þeir lenda í mótlæti á mótinu sjálfu og tapa fyrir Egyptum,“ sagði Snorri. „Hann vinnur sig bara út úr því. Svo má alveg ræða það að þeir eru á heimavelli og það er ekkert grín að spila við þá þar. Við upplifðum það og við sáum það á tölunum á móti Frökkum að þegar þeir fá mót á heimavelli þá eru þeir erfiðir við að eiga,“ sagði Snorri. „Það verður fróðlegt að sjá þá í Noregi,“ sagði Snorri. Það má sjá þetta spjall hér fyrir ofan en eins má hlusta á allt viðtalið við Snorra Stein í hlaðvarpsþætti í Besta sætinu en hann er aðgengilegur hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira