Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 07:30 Dagur Sigurðsson hvetur sína menn áfram í úrslitaleiknum við Dani í Noregi í gær. Getty/Sanjin Strukic Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. Eftir draumkennt mót fram að úrslitaleiknum við Dani í gær, og að hafa lokið níu ára bið eftir verðlaunum á stórmóti, mátti króatíska liðið sín lítils gegn ofurliði Dana sem vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð. Danmörk vann 32-26 sigur eftir að hafa mest komist 10 mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Úrslitin voru ráðin þegar Dagur tók sitt síðasta leikhlé, í stöðunni 30-24 og rúmar þrjár mínútur eftir. Leikhléinu lýsa króatískir miðlar, og stuðningsmenn á samfélagsmiðlum, sem goðsagnakenndu en brot úr því má sjá hér að neðan. Wow, what a timeout from Dagur Sigurdsson towards the end of the final... pic.twitter.com/BuH3B2u8Rv— Nedzad Smajlagic (@NedzadCipe) February 2, 2025 „Strákar, við skulum klára þennan leik og bera höfuðið hátt. Spilum góðan handbolta. Látum dómarana í friði. Til fjandans með þá. Til fjandans með þá alla [e. fuck them all],“ sagði Dagur. Spænsku dómararnir í leiknum tóku hart á Króötum í leiknum og veittu þeim átta brottvísanir, þar á meðal þrjár fyrir mótmæli. Króatíska liðið kláraði leikinn með þeim hætti sem Dagur ætlaðist til, nema þá helst Igor Karacic sem lét það fara í taugarnar á sér að Danir byrjuðu að fagna titlinum nokkrum sekúndum áður en lokaflautið gall. Karacic var þá með boltann úti við hliðarlínuna, hjá varamannabekk Dana sem voru byrjaðir að hoppa og fallast í faðma, og lét þá vita að honum væri ekki skemmt. Danirnir sem voru innan vallar leyfðu hins vegar hinum 36 ára gamla Domagoj Duvnjak að fá þann endi á landsliðsferil sinn sem hæfir slíkri goðsögn, og fékk hann að skora lokamarkið óáreittur eins og sjá má. Whaaaaat do you want Mr. Karacic? pic.twitter.com/GXvvZ77R5u— Hen Livgot (@Hen_Livgot) February 2, 2025 Króatíska landsliðið, ásamt Degi, verður hyllt í Zagreb í dag þegar hópurinn snýr aftur heim frá Noregi. Búið er að skipuleggja mikla skemmtun í miðborginni sem hefst klukkan 14 að staðartíma en búist er við því að leikmenn mæti um tveimur tímum síðar. Þjóðþekktir tónlistarmenn stíga á stokk á Ban Jelacic torginu og þar á meðal er Marko Perkovic, sem króatísku leikmennirnir báðu sérstaklega um vegna lags hans „Ako ne znaš što je bilo“. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk. 3. febrúar 2025 07:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira
Eftir draumkennt mót fram að úrslitaleiknum við Dani í gær, og að hafa lokið níu ára bið eftir verðlaunum á stórmóti, mátti króatíska liðið sín lítils gegn ofurliði Dana sem vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð. Danmörk vann 32-26 sigur eftir að hafa mest komist 10 mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Úrslitin voru ráðin þegar Dagur tók sitt síðasta leikhlé, í stöðunni 30-24 og rúmar þrjár mínútur eftir. Leikhléinu lýsa króatískir miðlar, og stuðningsmenn á samfélagsmiðlum, sem goðsagnakenndu en brot úr því má sjá hér að neðan. Wow, what a timeout from Dagur Sigurdsson towards the end of the final... pic.twitter.com/BuH3B2u8Rv— Nedzad Smajlagic (@NedzadCipe) February 2, 2025 „Strákar, við skulum klára þennan leik og bera höfuðið hátt. Spilum góðan handbolta. Látum dómarana í friði. Til fjandans með þá. Til fjandans með þá alla [e. fuck them all],“ sagði Dagur. Spænsku dómararnir í leiknum tóku hart á Króötum í leiknum og veittu þeim átta brottvísanir, þar á meðal þrjár fyrir mótmæli. Króatíska liðið kláraði leikinn með þeim hætti sem Dagur ætlaðist til, nema þá helst Igor Karacic sem lét það fara í taugarnar á sér að Danir byrjuðu að fagna titlinum nokkrum sekúndum áður en lokaflautið gall. Karacic var þá með boltann úti við hliðarlínuna, hjá varamannabekk Dana sem voru byrjaðir að hoppa og fallast í faðma, og lét þá vita að honum væri ekki skemmt. Danirnir sem voru innan vallar leyfðu hins vegar hinum 36 ára gamla Domagoj Duvnjak að fá þann endi á landsliðsferil sinn sem hæfir slíkri goðsögn, og fékk hann að skora lokamarkið óáreittur eins og sjá má. Whaaaaat do you want Mr. Karacic? pic.twitter.com/GXvvZ77R5u— Hen Livgot (@Hen_Livgot) February 2, 2025 Króatíska landsliðið, ásamt Degi, verður hyllt í Zagreb í dag þegar hópurinn snýr aftur heim frá Noregi. Búið er að skipuleggja mikla skemmtun í miðborginni sem hefst klukkan 14 að staðartíma en búist er við því að leikmenn mæti um tveimur tímum síðar. Þjóðþekktir tónlistarmenn stíga á stokk á Ban Jelacic torginu og þar á meðal er Marko Perkovic, sem króatísku leikmennirnir báðu sérstaklega um vegna lags hans „Ako ne znaš što je bilo“.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk. 3. febrúar 2025 07:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira
Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk. 3. febrúar 2025 07:00