Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Aron Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2025 07:31 Aron Kristjánsson hefur stýrt landsliði Barein nú um árabil Vísir/Ívar „Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri,“ segir Aron Kristjánsson handboltaþjálfari sem er svo til nýkominn af ansi viðburðaríku og ævintýralegu HM í handbolta sem landsliðsþjálfari Barein. Það gæti hafa verið hans síðasta stórmót í starfi þar. Landslið Barein er í ákveðnum uppbyggingarfasa og átti að spila á yngri mönnum á HM en undirbúningur mótsins gekk ekki áfallalaust hjá Aroni sem missti út sex leikmenn, flesta byrjunarliðsmenn. Þá var skipulagið á ferðalagi og veru liðsins á HM ekki eins og best verður á kosið. „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér í skipulaginu á því,“ segir Aron í samtali við íþróttadeild. „Ég held að við höfum ferðast um hálfa Evrópu og það eyðilagði undirbúningsdagana, fækkaði æfingardögunum sem við hefðum geta nýtt okkur til að koma þessum unga og reynda mannskap aðeins saman. Okkur fannst við vera á ágætis leið þegar að við unnum Katar í tveimur æfingaleikjum í byrjun janúar. Svo förum við til Danmerkur og þá eru þessir ungu og óreyndu slegnir niður á jörðina í tveimur æfingaleikjum á móti gríðarlega sterku dönsku liði.“ Úr leik Barein við silfurlið Króata á HMVísir/Getty „Ýmislegt sem ég var ósáttur með“ Svo gekk ýmislegt á við komuna til Króatíu þar sem að liðið spilaði á HM. „Það var ekki Halal matur á hótelinu, þeir lentu í smá svikum af ákveðnum umboðsmanni sem var að skipuleggja þetta fyrir þá. Þeim er vorkunn með það en þetta gerði það samt að verkum að þetta setti okkur í mjög erfiða stöðu.“ Vandræðin utan vallar ekki að hjálpa til með að byggja upp stemninguna á stórmótinu sjálfu. „Það var ýmislegt sem ég var ósáttur með. Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri í staðinn fyrir að gera það sem að ég bað um. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með það.“ Þrátt fyrir allt það sem gekk á var Barein ekki langt frá því að komast í milliriðla mótsins en endaði á að fara í Forsetabikarinn. Hart tekist áVísir/Getty Búinn að mynda sér skoðun á framhaldinu fyrir mót Samningur Arons við handknattleikssamband Barein er runnin út og óvist hvort framhald verði á samstarfinu. „Ég var nú eiginlega búinn að mynda mér skoðun fyrir mót á því hvað ég ætla að gera í þessu samhengi en vildi fyrst klára það með þeim áður en ég gef eitthvað út varðandi það. Þeir gengu aðeins fram af mér fyrir þetta mót. Þetta hefur verið fínn tími, verið mjög skemmtilegt og við náð mjög góðum árangri. Aron hvetur sína menn áfram frá hliðarlínunniVísir/Getty „Fórum á Ólympíuleika með liðið og náum áttunda sæti þar, náum sextánda sæti á síðasta HM, búnir að vinna til margra verðlauna á Asíumótum, silfur og bronsverðlaun. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt, nú er bara að koma heim, draga andann og klára þessi mál með þeim.“ En ég ræð það svona á orðum þínum að það sé kannski von á breytingu. Þú vilt ekki gefa neitt út um það? „Ég vil ekki gefa neitt út. Það gæti hugsast.“ HM karla í handbolta 2025 Barein Íslendingar erlendis Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira
Landslið Barein er í ákveðnum uppbyggingarfasa og átti að spila á yngri mönnum á HM en undirbúningur mótsins gekk ekki áfallalaust hjá Aroni sem missti út sex leikmenn, flesta byrjunarliðsmenn. Þá var skipulagið á ferðalagi og veru liðsins á HM ekki eins og best verður á kosið. „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér í skipulaginu á því,“ segir Aron í samtali við íþróttadeild. „Ég held að við höfum ferðast um hálfa Evrópu og það eyðilagði undirbúningsdagana, fækkaði æfingardögunum sem við hefðum geta nýtt okkur til að koma þessum unga og reynda mannskap aðeins saman. Okkur fannst við vera á ágætis leið þegar að við unnum Katar í tveimur æfingaleikjum í byrjun janúar. Svo förum við til Danmerkur og þá eru þessir ungu og óreyndu slegnir niður á jörðina í tveimur æfingaleikjum á móti gríðarlega sterku dönsku liði.“ Úr leik Barein við silfurlið Króata á HMVísir/Getty „Ýmislegt sem ég var ósáttur með“ Svo gekk ýmislegt á við komuna til Króatíu þar sem að liðið spilaði á HM. „Það var ekki Halal matur á hótelinu, þeir lentu í smá svikum af ákveðnum umboðsmanni sem var að skipuleggja þetta fyrir þá. Þeim er vorkunn með það en þetta gerði það samt að verkum að þetta setti okkur í mjög erfiða stöðu.“ Vandræðin utan vallar ekki að hjálpa til með að byggja upp stemninguna á stórmótinu sjálfu. „Það var ýmislegt sem ég var ósáttur með. Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri í staðinn fyrir að gera það sem að ég bað um. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með það.“ Þrátt fyrir allt það sem gekk á var Barein ekki langt frá því að komast í milliriðla mótsins en endaði á að fara í Forsetabikarinn. Hart tekist áVísir/Getty Búinn að mynda sér skoðun á framhaldinu fyrir mót Samningur Arons við handknattleikssamband Barein er runnin út og óvist hvort framhald verði á samstarfinu. „Ég var nú eiginlega búinn að mynda mér skoðun fyrir mót á því hvað ég ætla að gera í þessu samhengi en vildi fyrst klára það með þeim áður en ég gef eitthvað út varðandi það. Þeir gengu aðeins fram af mér fyrir þetta mót. Þetta hefur verið fínn tími, verið mjög skemmtilegt og við náð mjög góðum árangri. Aron hvetur sína menn áfram frá hliðarlínunniVísir/Getty „Fórum á Ólympíuleika með liðið og náum áttunda sæti þar, náum sextánda sæti á síðasta HM, búnir að vinna til margra verðlauna á Asíumótum, silfur og bronsverðlaun. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt, nú er bara að koma heim, draga andann og klára þessi mál með þeim.“ En ég ræð það svona á orðum þínum að það sé kannski von á breytingu. Þú vilt ekki gefa neitt út um það? „Ég vil ekki gefa neitt út. Það gæti hugsast.“
HM karla í handbolta 2025 Barein Íslendingar erlendis Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira