Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2025 17:45 Dagur Sigurðsson gerði frábæra hluti með króatíska landsliðið á HM en liðið tapaði fyrir Dönum í úrslitaleiknum. Getty/Luka Stanzl Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins, hefur tjáð sig um þá ákvörðun fráfarandi stjórnar Handknattleikssambands Íslands að ráða hann ekki sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins. Dagur er nýkominn heim til Íslands eftir ævintýralegt heimsmeistaramót með króatíska landsliðinu. Hann var að hætta með japanska landsliðið þegar íslenska landsliðsþjálfarastarfið losnaði. Hann segist hafa haft áhuga á starfinu. Dagur var orðaður við starfið þegar Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið fyrir tæpum tveimur árum. Dagur fundaði með stjórn sambandsins en heyrði síðan ekki meira frá sambandinu. Þessi vinnubrögð stjórnarinnar hafa verið gagnrýnd þar á meðal af Ólafi Stefánssyni, Loga Geirssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni. „Fyrir mér er þetta bara í fortíðinni. Ég stend alveg við það og ég held að það geti allir verið sammála um að vinnubrögðin voru ekki góð. En að velja mig ekki er bara allt í lagi. Mér var boðið í gamla daga að taka íslenska landsliðið og þá sagði ég nei þannig að þeim er alveg heimilt að velja einhvern annan. En þú hringir samt tveimur dögum seinna og segir, heyrðu, við ætlum að fara aðra leið,“ segir Dagur Sigurðsson í samtali við Ríkisjónvarpið. Þar kemur einnig fram að Dagur sem heyrði ekki frá HSÍ í fimm vikur eftir að hafa rætt við sambandið. Sambandið ákvað síðan að semja við Snorra Stein Guðjónsson sem hefur þjálfað íslenska karlalandsliðið síðan. Dagur tók aftur á móti við króatíska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu á dögunum. Ljóst er að breytingar verða hjá HSÍ í vor. Guðmundur B. Ólafsson, formaður, og Reynir Stefánsson, varaformaður, hafa lýst því að þeir ætli að hætta. Dagur hrósar fráfarandi stjórnendum í viðtalinu. „Ég held að það sé búið að vinna alveg ágætis starf þó það megi alltaf eitthvað bæta. Við megum bara ekki vera alveg eins og svart og hvítt í þessu. Við verðum að vera smá diplómatísk. Þetta er fólk sem er að fórna sínum frítíma, þetta eru launalaus störf og ég held að það eigi allir skilið smá klapp á bakið,“ sagði Dagur en það má lesa allt viðtalið hér. HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Sjá meira
Dagur er nýkominn heim til Íslands eftir ævintýralegt heimsmeistaramót með króatíska landsliðinu. Hann var að hætta með japanska landsliðið þegar íslenska landsliðsþjálfarastarfið losnaði. Hann segist hafa haft áhuga á starfinu. Dagur var orðaður við starfið þegar Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið fyrir tæpum tveimur árum. Dagur fundaði með stjórn sambandsins en heyrði síðan ekki meira frá sambandinu. Þessi vinnubrögð stjórnarinnar hafa verið gagnrýnd þar á meðal af Ólafi Stefánssyni, Loga Geirssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni. „Fyrir mér er þetta bara í fortíðinni. Ég stend alveg við það og ég held að það geti allir verið sammála um að vinnubrögðin voru ekki góð. En að velja mig ekki er bara allt í lagi. Mér var boðið í gamla daga að taka íslenska landsliðið og þá sagði ég nei þannig að þeim er alveg heimilt að velja einhvern annan. En þú hringir samt tveimur dögum seinna og segir, heyrðu, við ætlum að fara aðra leið,“ segir Dagur Sigurðsson í samtali við Ríkisjónvarpið. Þar kemur einnig fram að Dagur sem heyrði ekki frá HSÍ í fimm vikur eftir að hafa rætt við sambandið. Sambandið ákvað síðan að semja við Snorra Stein Guðjónsson sem hefur þjálfað íslenska karlalandsliðið síðan. Dagur tók aftur á móti við króatíska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu á dögunum. Ljóst er að breytingar verða hjá HSÍ í vor. Guðmundur B. Ólafsson, formaður, og Reynir Stefánsson, varaformaður, hafa lýst því að þeir ætli að hætta. Dagur hrósar fráfarandi stjórnendum í viðtalinu. „Ég held að það sé búið að vinna alveg ágætis starf þó það megi alltaf eitthvað bæta. Við megum bara ekki vera alveg eins og svart og hvítt í þessu. Við verðum að vera smá diplómatísk. Þetta er fólk sem er að fórna sínum frítíma, þetta eru launalaus störf og ég held að það eigi allir skilið smá klapp á bakið,“ sagði Dagur en það má lesa allt viðtalið hér.
HSÍ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Sjá meira