Valsmenn fyrstir í úrslit Evrópukeppni í 44 ár Valur er kominn í úrslit EHF-bikars karla í handbolta eftir sigur á Minaur Baia Mare í Rúmeníu í dag, 24-30. Valur mætir Olympiacos frá Grikklandi í úrslitum í næsta mánuði. Handbolti 28. apríl 2024 16:35
Ættingjarnir ábyggilega þreyttir á manni „Ættingjarnir eru ábyggilega orðnir þreyttir á því að maður sé að reyna selja þeim fullt af hlutum,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals í handbolta sem hefur, líkt og aðrir leikmenn liðsins, þurft að grípa til ýmissa leiða til að fjármagna Evrópuævintýri liðsins í ár. Handbolti 28. apríl 2024 08:00
Sigrar hjá Íslendingaliðunum Íslendingalið Gummersbach og Melsungen unnu leiki sína í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta. Handbolti 27. apríl 2024 21:30
Óðinn Þór bikarmeistari í Sviss Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson er svissneskur bikarmeistari í handbolta. Þá unnu lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar unnu mikilvægan sigur í úrslitakeppni danska handboltans. Handbolti 27. apríl 2024 20:15
Fimm mörk Hauks þegar Kielce komst í úrslit Haukur Þrastarson átti góðan leik þegar Kielce tryggði sér sæti í úrslitum um pólska meistaratitilinn í dag. Handbolti 27. apríl 2024 15:19
Arnór stökk til: „Hugsaði að við hefðum engu að tapa“ Arnór Þór Gunnarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, þurfti að hafa hraðar hendur þegar að kallið kom frá félaginu sem hefur verið hluti af lífi hans í yfir áratug núna. Hann er tekinn við þjálfun þýska úrvalsdeildarliðsins Bergischer út yfirstandandi tímabil og byrjar vel. Handbolti 27. apríl 2024 09:01
„Það var ekkert annað í hausnum á mér“ „Ég var eiginlega að upplifa sama mómentið aftur. Ég bara tók boltann og ég var að fara að skora, það var ekkert annað í hausnum á mér,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður Hauka, eftir sigur á Fram í framlengdum leik. Handbolti 26. apríl 2024 21:31
Uppgjörið: Haukar 28-25 Fram | Aftur unnu Haukakonur eftir framlengingu Haukar unnu 28-25 sigur á Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld eftir framlengdan leik að Ásvöllum. Handbolti 26. apríl 2024 21:30
Þórey Anna mögnuð og Valur sigri frá úrslitum Valur vann öruggan 34-23 sigur á ÍBV í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í Vestmannaeyjum í kvöld. Liðið leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sæti sitt í úrslitunum með heimasigri á þriðjudag. Handbolti 26. apríl 2024 21:11
„Þá á bara að gefa tilkynningu út af hálfu HSÍ“ Fram er lent 2-0 undir í einvígi sínu gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir 28-25 tap í kvöld. Annan leikinn í röð fór leikurinn alla leið í framlengingu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur með sínar konur á lykilaugnablikum í leiknum. Handbolti 26. apríl 2024 20:37
Teitur hafði betur í Íslendingaslagnum Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu 35-32 útisigur á Íslendingaliði Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 26. apríl 2024 18:49
Sveinn í sigti Kolstad Svo gæti farið að þrír íslenskir handboltamenn leiki með norska ofurliðinu Kolstad á næsta tímabili. Handbolti 26. apríl 2024 09:30
FH-ingar skrefi nær úrslitaeinvíginu FH gerði góð ferð til Vestmannaeyja í dag þegar liðið lagði ÍBV 28-36 og tók 2-0 forystu í einvígi liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. Handbolti 25. apríl 2024 19:05
Bjarki Már atkvæðamikill í dramatískum sigri Bjarki Már Elísson og félagar í ungverska liðinu Veszprém unnu nú rétt í þessu dramatískan 32-31 sigur á Álaborg frá Danmörku í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Handbolti 25. apríl 2024 18:55
Bjarni í Selvindi semur við Val Valsmenn hafa samið við færeyska skyttu um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Handbolti 25. apríl 2024 13:30
Norðmenn töpuðu milljónum á því að halda HM í handbolta Norðmenn komu ekki vel út úr því fjárhagslega að halda heimsmeistaramót kvenna í handbolta í nóvember og desember á síðasta ári. Handbolti 25. apríl 2024 12:01
„Þetta einvígi er bara rétt að byrja“ Afturelding vann þriggja marka sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Mosfellinga, var eðlilega ánægður með sína menn. Handbolti 24. apríl 2024 22:41
Uppgjörið: Afturelding 28-25 Valur | Mosfellingar leiða einvígið eftir sveiflukenndan leik Afturelding sigraði Val, 28-25, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum í úrslitakeppni Olís-deildar karla í Mosfellsbæ í kvöld. Mosfellingar sigruðu að lokum með þremur mörkum í sveiflukenndum leik og eru komnir yfir í einvíginu en sigra þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu. Handbolti 24. apríl 2024 19:01
Haukur hafði betur í Meistaradeildarslagnum við Magdeburg Haukur Þrastarson og félagar í Kielce eru með eins marks forystu gegn Íslendingaliði Magdeburgar eftir fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Handbolti 24. apríl 2024 18:36
„Það er ekkert plan B“ Handboltakappinn fyrrverandi Logi Geirsson er í áhugaverðu spjalli við Silju Úlfarsdóttur í hlaðvarpinu Klefanum. Handbolti 24. apríl 2024 15:46
Ungir strákar þarna úti sem gætu spilað á HM á Íslandi HM í handbolta árið 2031 verður haldið í Danmörku, Noregi og á Íslandi. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskt íþróttalíf en ný þjóðarhöll verður að vera orðin að veruleika fyrir þann tíma. „Fáránlega spennandi dæmi,“ segir landsliðsþjálfari Íslands sem sjálfur fylgdist með HM hér á landi árið 1995 og fylltist innblæstri. Handbolti 24. apríl 2024 10:01
„Ég hefði bara átt að taka leikhlé“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur eftir fjögurra marka tap, 27-23, á móti Haukum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikurinn í undanúrslitum Olís-deildar kvenna og fór hann fram í Lambhagahöllinni, heimavelli Fram. Handbolti 23. apríl 2024 22:45
Uppgjör, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 23-27 | Gestirnir sterkari undir lokin Haukar sigraði Fram í framlengdum leik í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Fram skoraði ekki mark í framlengingunni og endaði leikurinn með fjögurra marka sigri Hauka, 27-23. Handbolti 23. apríl 2024 21:25
Íslandsmeistararnir byrja undanúrslitaeinvígið á sigri Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sigur á ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta, lokatölur 28-22. Handbolti 23. apríl 2024 19:36
Teitur Örn öflugur og Flensburg í góðri stöðu Flensburg í góðri stöðu eftir fyrri leik liðsins gegn Sävehof í 8-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta. Teitur Örn Einarsson átti mjög fínan leik í liði Flensburg. Handbolti 23. apríl 2024 18:36
Árs bann fyrir árás á eftirlitsmann og þjálfarinn fékk líka bann Króatíska handknattleikssambandið hefur ákveðið að úrskurða Slóvenann Marko Bezjak í tólf mánaða bann vegna árásar hans á eftirlitsmann í toppslag Nexe og Zagreb í efstu deild Króatíu í handbolta, fyrr í þessum mánuði. Handbolti 23. apríl 2024 11:30
Carlos tekur við Selfossi: „Hann er algjör handboltaheili“ Þórir Ólafsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Selfoss í handbolta og Spánverjinn Carlos Martin Santos mun taka við stjórn liðsins. Handbolti 22. apríl 2024 15:01
Aue ævintýri Óla Stef tekur enda eftir tímabilið Ólafur Stefánsson mun láta af þjálfun þýska handboltaliðsins EHV Aue eftir tímabilið. Markvörður liðsins, Sveinbjörn Pétursson, mun þá einnig yfirgefa félagið. Handbolti 22. apríl 2024 07:00
„Mun stærri sigur en ég bjóst við“ Valur gerði sér lítið fyrir og sigraði rúmenska liðið CS Minaur Baia Mare með átta mörkum í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópubikar EHF í kvöld. Það var einstaklega góð stemning og umgjörð kringum leikinn í kvöld og var Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, stoltur af leikmönnum sem og stuðningsfólki. Handbolti 21. apríl 2024 22:17
Umfjöllun: Valur - Minaur Baia Mare 36-28 | Fara út með átta marka forskot Valur gerði sér lítið fyrir og sigraði rúmenska liðið CS Minaur Baia Mare með átta mörkum í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópubikar EHF. Leikurinn endaði 36-28 og fara Valsmenn með átta marka forskot til Rúmeníu. Handbolti 21. apríl 2024 21:00