Handbolti

Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum

Árni Jóhannsson skrifar
Haukur í baráttunni.
Haukur í baráttunni. Vísir/Vilhelm

Arnór Þór Gunnarsson stýrði sínum mönnum í Bergischer HC til sigurs gegn RN Löwen í 12. umferð þýsku Búndeslígunnar í dag. Haukur Þrastarson stóð sína vakt vel en náði ekki að koma sínum mönnum til bjargar.

RN Löwen byrjaði leikinn betur í dag, náði þriggja marka forskoti sem heimamenn í Bergischer unnu upp og jöfnuðu metin þegar um 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Lokakafli hálfleiksins var kaflaskiptur en liðin voru jöfn að honum loknum.

Upphaf seinni hálfleiks var svo í fínu jafnvægi þar sem jafnt var á flestum tölum. Þegar um korter var liðið þá tóku heimamenn völdin og sigu fram úr. Þeir náðu mest fjögurra stiga forskoti sem Löwen náði ekki að brúa og 30-27 sigur Bergischer staðreynd.

Haukur Þrastarson skoraði fjögur mörk og sendi fimm stoðsendingar en það dugði ekki til. Landi hans Arnór Þór Gunnarsson fagnaði því mikilvægum sigri í fallbaráttunni en lið hans er í 16. sæti með fimm stig. Löwen er í því níunda með 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×