„Þetta var bara skita“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2025 21:10 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var allt annað en sáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara hundsvekkjandi. Við ætluðum okkur svo miklu meira,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, eftir stórt tap liðsins í kvöld. KA-menn máttu þola 13 marka tap gegn FH í 10. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í leik sem var í raun svo gott sem búinn í fyrri hálfleik. Lokatölur 45-32. „Það er ekki boðlegt að fá á sig 45 mörk á sig í leik. Það gefur auga leið að það er allt of mikið og við töpum þessu mikið þar.“ Eins og lokatölurnar gefa til kynna var varnarleikur KA-manna ekki til útflutnings í kvöld. „Við náum bara ekki að tengja saman vörn og markvörslu. Við vorum í basli með Jón Bjarna á línunnu í byrjun og svo þegar við þéttum okkur þá skutu þeir hrikalega vel,“ sagði Andri. „FH-ingar - ég ætla ekki að taka neitt af þeim - eru með hrikalega efnilega stráka og spiluðu frábærlega. Í fyrri hálfleik réðum við bara ekkert við þá og þeir eru með nokkra af efnilegustu leikmönnum landsins sem litu vel út í kvöld. En á sama tíma þá fór það aðeins með sjálfstraustið í vörninni hvað við vorum að brenna af mikið af færum í sókn og mér fannst við aðeins hengja haus við það. Það hafði líka áhrif á það hvernig við spilum varnarleikinn.“ Þrátt fyrir að hafa varla séð til sólar í kvöld náðu KA-menn að minnka muninn niður í fimm mörk þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en enduðu svo á því að tapa með 13 marka mun. „Afleitar lokamínútur og ég skammaði mína menn fyrir að hafa farið svona niður á hælana síðustu mínúturnar því við vorum nálægt því að gera þetta að leik. En þetta var virkilega súrt að klára leikinn svona á hælunum.“ Að lokum vildi Andri helst reyna að gleyma þessum leik sem fyrst. „Ég get ekki séð neitt jákvætt eins og er. Þetta var bara skita og við þurfum að nota þetta í næstu verkefni. Við þurfum að spyrna okkur vel frá þessum leik. Ég óska FH bara til hamingju með geggjaðan sigur, þeir voru frábærir,“ sagði Andri að lokum. KA FH Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
KA-menn máttu þola 13 marka tap gegn FH í 10. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í leik sem var í raun svo gott sem búinn í fyrri hálfleik. Lokatölur 45-32. „Það er ekki boðlegt að fá á sig 45 mörk á sig í leik. Það gefur auga leið að það er allt of mikið og við töpum þessu mikið þar.“ Eins og lokatölurnar gefa til kynna var varnarleikur KA-manna ekki til útflutnings í kvöld. „Við náum bara ekki að tengja saman vörn og markvörslu. Við vorum í basli með Jón Bjarna á línunnu í byrjun og svo þegar við þéttum okkur þá skutu þeir hrikalega vel,“ sagði Andri. „FH-ingar - ég ætla ekki að taka neitt af þeim - eru með hrikalega efnilega stráka og spiluðu frábærlega. Í fyrri hálfleik réðum við bara ekkert við þá og þeir eru með nokkra af efnilegustu leikmönnum landsins sem litu vel út í kvöld. En á sama tíma þá fór það aðeins með sjálfstraustið í vörninni hvað við vorum að brenna af mikið af færum í sókn og mér fannst við aðeins hengja haus við það. Það hafði líka áhrif á það hvernig við spilum varnarleikinn.“ Þrátt fyrir að hafa varla séð til sólar í kvöld náðu KA-menn að minnka muninn niður í fimm mörk þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en enduðu svo á því að tapa með 13 marka mun. „Afleitar lokamínútur og ég skammaði mína menn fyrir að hafa farið svona niður á hælana síðustu mínúturnar því við vorum nálægt því að gera þetta að leik. En þetta var virkilega súrt að klára leikinn svona á hælunum.“ Að lokum vildi Andri helst reyna að gleyma þessum leik sem fyrst. „Ég get ekki séð neitt jákvætt eins og er. Þetta var bara skita og við þurfum að nota þetta í næstu verkefni. Við þurfum að spyrna okkur vel frá þessum leik. Ég óska FH bara til hamingju með geggjaðan sigur, þeir voru frábærir,“ sagði Andri að lokum.
KA FH Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira