„Þetta var bara skita“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2025 21:10 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, var allt annað en sáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara hundsvekkjandi. Við ætluðum okkur svo miklu meira,“ sagði Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA, eftir stórt tap liðsins í kvöld. KA-menn máttu þola 13 marka tap gegn FH í 10. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í leik sem var í raun svo gott sem búinn í fyrri hálfleik. Lokatölur 45-32. „Það er ekki boðlegt að fá á sig 45 mörk á sig í leik. Það gefur auga leið að það er allt of mikið og við töpum þessu mikið þar.“ Eins og lokatölurnar gefa til kynna var varnarleikur KA-manna ekki til útflutnings í kvöld. „Við náum bara ekki að tengja saman vörn og markvörslu. Við vorum í basli með Jón Bjarna á línunnu í byrjun og svo þegar við þéttum okkur þá skutu þeir hrikalega vel,“ sagði Andri. „FH-ingar - ég ætla ekki að taka neitt af þeim - eru með hrikalega efnilega stráka og spiluðu frábærlega. Í fyrri hálfleik réðum við bara ekkert við þá og þeir eru með nokkra af efnilegustu leikmönnum landsins sem litu vel út í kvöld. En á sama tíma þá fór það aðeins með sjálfstraustið í vörninni hvað við vorum að brenna af mikið af færum í sókn og mér fannst við aðeins hengja haus við það. Það hafði líka áhrif á það hvernig við spilum varnarleikinn.“ Þrátt fyrir að hafa varla séð til sólar í kvöld náðu KA-menn að minnka muninn niður í fimm mörk þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en enduðu svo á því að tapa með 13 marka mun. „Afleitar lokamínútur og ég skammaði mína menn fyrir að hafa farið svona niður á hælana síðustu mínúturnar því við vorum nálægt því að gera þetta að leik. En þetta var virkilega súrt að klára leikinn svona á hælunum.“ Að lokum vildi Andri helst reyna að gleyma þessum leik sem fyrst. „Ég get ekki séð neitt jákvætt eins og er. Þetta var bara skita og við þurfum að nota þetta í næstu verkefni. Við þurfum að spyrna okkur vel frá þessum leik. Ég óska FH bara til hamingju með geggjaðan sigur, þeir voru frábærir,“ sagði Andri að lokum. KA FH Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Sjá meira
KA-menn máttu þola 13 marka tap gegn FH í 10. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld í leik sem var í raun svo gott sem búinn í fyrri hálfleik. Lokatölur 45-32. „Það er ekki boðlegt að fá á sig 45 mörk á sig í leik. Það gefur auga leið að það er allt of mikið og við töpum þessu mikið þar.“ Eins og lokatölurnar gefa til kynna var varnarleikur KA-manna ekki til útflutnings í kvöld. „Við náum bara ekki að tengja saman vörn og markvörslu. Við vorum í basli með Jón Bjarna á línunnu í byrjun og svo þegar við þéttum okkur þá skutu þeir hrikalega vel,“ sagði Andri. „FH-ingar - ég ætla ekki að taka neitt af þeim - eru með hrikalega efnilega stráka og spiluðu frábærlega. Í fyrri hálfleik réðum við bara ekkert við þá og þeir eru með nokkra af efnilegustu leikmönnum landsins sem litu vel út í kvöld. En á sama tíma þá fór það aðeins með sjálfstraustið í vörninni hvað við vorum að brenna af mikið af færum í sókn og mér fannst við aðeins hengja haus við það. Það hafði líka áhrif á það hvernig við spilum varnarleikinn.“ Þrátt fyrir að hafa varla séð til sólar í kvöld náðu KA-menn að minnka muninn niður í fimm mörk þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en enduðu svo á því að tapa með 13 marka mun. „Afleitar lokamínútur og ég skammaði mína menn fyrir að hafa farið svona niður á hælana síðustu mínúturnar því við vorum nálægt því að gera þetta að leik. En þetta var virkilega súrt að klára leikinn svona á hælunum.“ Að lokum vildi Andri helst reyna að gleyma þessum leik sem fyrst. „Ég get ekki séð neitt jákvætt eins og er. Þetta var bara skita og við þurfum að nota þetta í næstu verkefni. Við þurfum að spyrna okkur vel frá þessum leik. Ég óska FH bara til hamingju með geggjaðan sigur, þeir voru frábærir,“ sagði Andri að lokum.
KA FH Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti