Körfubolti

Extraleikarnir: Mættu báðir með mark­vörð úr silfurliðinu í Peking

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tómas mætti með Hreiðar Levý Guðmundsson og Nablinn mætti með Björgvin Pál Gústavsson.
Tómas mætti með Hreiðar Levý Guðmundsson og Nablinn mætti með Björgvin Pál Gústavsson. Sýn Sport

Extra-leikarnir halda áfram í Bónus Körfuboltakvöldi Extra og nú var boðið upp á vítakeppni í handbolta.

Extra-leikarnir eru fastur liður í Bónus Körfuboltakvöldi Extra en þar spreyta Nablinn, Andri Már Eggertsson og Tómas Steindórsson sig í ýmsum íþróttagreinum. Þeir hafa verið að reyna fyrir sér í frjálsum íþróttum og fótbolta-körfubolta en nú var komið að harpixinu.

Þetta var sjötta umferð Extra-leikanna sem verða í gangi í allan vetur.

„Núna erum við farin í handboltann. Þetta er mitt sport. Það er vítakastkeppni sem er fram undan. Tommi Steindórs. Hefðir mögulega orðið besti línumaður sögunnar ef þú hefðir bara valið handboltann,“ sagði Stefán Árni Pálsson.

„Það var ekkert um það að velja. Ég var frá Hellu. Ég fór í handbolta síðast í grunnskóla 2006 og ég hef bara ekki snert hann síðan. Þannig að það var aldrei neitt val um það að fara í handbolta,“ sagði Tómas Steindórsson.

Klippa: Extra-leikarnir: 6. umferð - vítakeppni í handbolta

„Andri, en þú aftur á móti æfðir handbolta. Má alveg segja að þú æfir handboltann ennþá,“ sagði Stefán Árni.

„Já, ég tók æfingu á mánudaginn með þriðja flokki HK og það fór gott orð af því,“ sagði Andri Már Eggertsson sem viðurkenndi að hafa bara tekið fyrsta hálftímann.

Það sá samt á Nablanum eftir æfinguna.

„Já, ég fékk blöðru. Þetta var fyrsta æfingin í átta ár,“ sagði Andri Már sem mætti með teip í vítakeppnina.

„Það sem er gaman við þessa keppni, kæru áhorfendur, er að þeir mæta með sinn eigin markvörð. Og þeir eru nú ekki af ódýrari gerðinni. Þetta eru silfurdrengirnir báðir,“ sagði Stefán.

Tómas mætti með Hreiðar Levý Guðmundsson og Nablinn mætti með Björgvin Pál Gústavsson.

Þeir stóðu saman í marki íslenska landsliðsins þegar liðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Björgvin Páll er enn að spila og enn í landsliðinu en það er svolítið síðan skórnir hans Hreiðars fóru upp á hillu.

Það má sjá stutt viðtal við silfurdrengina og svo alla vítakeppnina í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins

Í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi Extra mætti Andri Már Eggertsson of seint í upptökum. Þátturinn er alltaf tekinn upp í hádeginu á mánudögum en þar sem Andri var nýlentur frá Manchester mætti hann örlítið of seint í upptökuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×