Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Þrír í forystu fyrir lokahringinn á Opna breska

Louis Oosthuizen, Jason Day og írski áhugamaðurinn Paul Dunne leiða þegar að einum hring er ólokið á St. Andrews. Jordan Spieth er aðeins höggi á eftir þeim eftir frábæran þriðja hring í dag.

Golf
Fréttamynd

Dustin enn efstur eftir rigningardag á St. Andrews - Tiger nánast úr leik

Dustin Johnson náði aðeins að klára 13 holur á öðrum hring í dag en hann er samt tíu undir pari og leiðir á Opna breska meistaramótinu með einnu höggi. Jason Day, Adam Scott og fleiri sterkir kylfingar eru ofarlega á skortöflunni en Tiger Woods þarf á kraftaverki að halda til þess að ná niðurskurðinum.

Golf
Fréttamynd

Opna breska hafið - Spieth fer vel af stað

Svíinn David Lingmerth er efstur eftir þriggja klukkutíma leik á Opna breska en margir af bestu kylfingum heims hefja leik á næstu klukkutímum. Jordan Spieth byrjaði með tveimur fuglum en Tiger Woods fékk skolla á fyrstu holu.

Golf
Fréttamynd

Jordan Spieth lætur pressuna ekki trufla sig

Á möguleika á því að sigra á sínu þriðja risamóti á árinu um helgina en hann segir að sagan á St. Andrews geri hann meira stressaðan heldur en athygli heimsbyggðarinnar.

Golf
Fréttamynd

Tiger bjartsýnn fyrir Opna breska

Hefur góðar minningar af St. Andrews og segist loksins vera að ná sér alveg í líkamanum eftir bakaðgerð á síðasta ári. Dustin Johnson ætlar að bæta fyrir mistökin á Chambers Bay.

Golf
Fréttamynd

Jordan Spieth fer illa af stað á John Deere Classic

Bestu kylfingar heims undirbúa sig undir Opna breska meistaramótið beggja vegna Atlantshafsins um helgina en Jordan Spieth leikur á PGA-mótaröðinni á meðan að margar stjörnur hennar skella sér til Evrópu á Opna skoska meistaramótið.

Golf
Fréttamynd

Tiger fataðist flugið

Bandaríkjamaðurinn Jason Bohn spilaði sitt besta golf á sínum ferli þegar hann spilaði á 61 höggi á Greenbrier Classic í vestur Virginíu í gær.

Golf