Áttræður Gary Player og átta aðrir fóru holu í höggi í gær | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2016 15:15 Gary Player var léttur í gær eins og alltaf. vísir/getty Jimmy Walker stóð uppi sem sigurvegari í par 3-keppninni á The Masters í gærkvöldi en það er hin hefðbundna upphitun fyrir fyrsta risamót ársins. The Masters, sem fram fer á Agusta-vellinum í Georgíu eins og alltaf, hefst í dag en menn hituðu upp á léttu nótunum í par 3-keppninni í gær. Staða pinnanna á flötunum er þannig að auðveldara en vanalega er að fara holu í höggi enda allt til gamans gert. Fimm holur í höggi litu dagsins ljós í keppninni í fyrra en það tvöfaldaðist næstum í ár. Alls fóru níu kylfingar holu í höggi í par 3-keppninni í gær, þar á meðal hinn áttræði Gary Player. Allt ætlaði um koll að keyra þegar þessi mikli höfðingi sökti upphafshögginu á sjöundu braut. Þetta var í fjórða sinn sem hann fer holu í höggi í þessari keppni. Rickie Fowler og Justin Thomas fóru svo báðir holu í höggi á fjórðu braut og brutust þá út mikili fagnaðarlæti. Jordan Spieth sló á eftir þeim en náði ekki að setja boltann ofan í. Sigurvegarinn Jimmy Walker auk þeirra Andy Sullivan, Zach Johnson, David Lingmerth, Smylie Kaufman og Webb Simpson fóru einnig holu í höggi í gær. Myndband af þessari ásaveislu má sjá með því að smella hér. Golf Tengdar fréttir Spieth á stall með Tiger á Masters? Baráttan um græna jakkann á fyrsta risamóti ársins í golfinu, The Masters, hefst í dag. Þrír kylfingar er sigurstranglegastir en einn af þeim getur gert eins og Tiger fyrir fjórtán árum. Rory McIlroy getur komist í hóp með fimm öðrum sem 7. apríl 2016 06:45 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Jimmy Walker stóð uppi sem sigurvegari í par 3-keppninni á The Masters í gærkvöldi en það er hin hefðbundna upphitun fyrir fyrsta risamót ársins. The Masters, sem fram fer á Agusta-vellinum í Georgíu eins og alltaf, hefst í dag en menn hituðu upp á léttu nótunum í par 3-keppninni í gær. Staða pinnanna á flötunum er þannig að auðveldara en vanalega er að fara holu í höggi enda allt til gamans gert. Fimm holur í höggi litu dagsins ljós í keppninni í fyrra en það tvöfaldaðist næstum í ár. Alls fóru níu kylfingar holu í höggi í par 3-keppninni í gær, þar á meðal hinn áttræði Gary Player. Allt ætlaði um koll að keyra þegar þessi mikli höfðingi sökti upphafshögginu á sjöundu braut. Þetta var í fjórða sinn sem hann fer holu í höggi í þessari keppni. Rickie Fowler og Justin Thomas fóru svo báðir holu í höggi á fjórðu braut og brutust þá út mikili fagnaðarlæti. Jordan Spieth sló á eftir þeim en náði ekki að setja boltann ofan í. Sigurvegarinn Jimmy Walker auk þeirra Andy Sullivan, Zach Johnson, David Lingmerth, Smylie Kaufman og Webb Simpson fóru einnig holu í höggi í gær. Myndband af þessari ásaveislu má sjá með því að smella hér.
Golf Tengdar fréttir Spieth á stall með Tiger á Masters? Baráttan um græna jakkann á fyrsta risamóti ársins í golfinu, The Masters, hefst í dag. Þrír kylfingar er sigurstranglegastir en einn af þeim getur gert eins og Tiger fyrir fjórtán árum. Rory McIlroy getur komist í hóp með fimm öðrum sem 7. apríl 2016 06:45 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Spieth á stall með Tiger á Masters? Baráttan um græna jakkann á fyrsta risamóti ársins í golfinu, The Masters, hefst í dag. Þrír kylfingar er sigurstranglegastir en einn af þeim getur gert eins og Tiger fyrir fjórtán árum. Rory McIlroy getur komist í hóp með fimm öðrum sem 7. apríl 2016 06:45