Endurhæfing Tiger Woods virðist ganga vel og hann er farinn að geta æft almennilega.
Tiger æfir þessa dagana á golfvelli nærri heimili sínu í Flórída.
Hann er að æfa í fjóra til fimm tíma á dag og er farinn að spila nokkrar holur á vellinum reglulega.
Tiger er sagður vera hamingjusamur og duglegur. Augljóslega hungraður í að komast aftur út á golfvöllinn og keppa.
Hann hefur ekki keppt síðan í ágúst á síðasta ári. Þá fór hann í aðgerð sem var svipuð aðgerðinni sem hann fór í ári áður.
Um tíma var haldið að hann gæti ekki leikið golf aftur en eins og staðan er í dag þá styttist í að við sjáum Tiger aftur á golfmóti.
