

Fréttir af flugi
Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Vænta þess að hagnast árlega um nærri hálfan milljarð af leigu á þremur vélum
Með nýju samkomulagi um leigu á þremur vélum úr flota sínum fram til ársins 2027 hafa stjórnendur Play væntingar um að það muni skila sér í árlegum hagnaði fyrir flugfélagið upp á liðlega eina milljón Bandaríkjadala fyrir hverja vél. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri þrjátíu prósent eftir að félagið kynnti uppgjör sitt í byrjun vikunnar en fjárfestar telja víst að þörf sé á auknu hlutafé fyrr en síðar.

Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus
Ekki var hægt að lenda Airbus-farþegaþotu Icelandair í þoku í Osló í morgun vegna þess að flugmenn félagsins eru enn í þjálfun á vélunum sem félagið tók nýlega í notkun. Farþegum var boðið að stíga frá borði í Stokkhólmi eða fljúga aftur heim til Íslands.

Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar
Stjórn flugfélagsins PLAY sendi frá sér tilkynningu þar sem hún harmar óskýrar tilkynningar og fréttaflutning um rekstrarhæfi félagsins. Tilkynningar af þessu tagi valdi félaginu tjóni.

Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur
Systkini og makar þeirra hafa verið sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Þyngsti dómurinn hljóðar upp á þriggja ára fangelsi, en sá vægasti upp á átján mánuði.

Mokum ofan í skotgrafirnar
Það var árið 2016 að Reykjavíkurborg keypti land í Skerjafirði af íslenska ríkinu. Tilgangurinn var að nota þetta frábæra byggingarland fyrir íbúðir í ört stækkandi borg sem Reykjavík sannarlega er. Það var sett í gang samkeppni og tillaga ASK arkitekta stóð upp að mati dómnefndar og vinna gat hafist.

Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar
Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Play hefur lækkað um tæp sautján prósent það sem af er degi og hefur aldrei verið lægra. Í gær var greint frá því að félagið hefði verið athugunarmerkt af Kauphöllinni vegna ábendingar endurskoðenda um rekstrarhæfi félagsins.

Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða
Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV.

Reykjavík er höfuðborg okkar allra
Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst.

„Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“
Lögmaður flugmanns sem missti starfsleyfið eftir uppflettingu Samgöngustofu í sjúkraskrám furðar sig á fullyrðingum þess efnis að ekkert tjón hafi orðið vegna aðgangs utanaðkomandi aðila að sjúkraskrám Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi
Allir þeir farþegar sem fluttir voru á sjúkrahús eftir að flugvél Delta endaði á hvolfi á flugbraut á Toronto Pearson flugvellinum í gærkvöldi eru útskrifaðir af sjúkrahúsi, nema tveir.

Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi
Átján eru slasaðir eftir að flugvél skall harkalega í jörðina við lendingu í Toronto í Kanada í gær. Flugvélin endaði á hvolfi á flugbrautinni en slysið var fangað á öryggismyndavélar.

Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár
Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins.

Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi
Flugvél hafnaði á hvolfi þegar hún brotlenti á Pearson-flugvellinum í Toronto í Kanada. 80 manns voru um borð í vélinni og minnst fimmtán þeirra eru slasaðir, þar af minnst þrír alvarlega.

Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð
Fjögurhundruð tré verða felld í Öskjuhlíð, samkvæmt forgangsáætlun sem hefur verið að mótast í samskiptum Reykjavíkurborgar og Isavia. Vonast er til að unnt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar eftir viku til tíu daga, en þá með takmörkunum.

Níu milljarða tap en staðan styrkist
Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins.

Boðar bætta arðsemi Play með útleigu á vélum en útilokar ekki hlutafjáraukningu
Rekstrarafkoma Play batnaði nokkuð á fjórða ársfjórðungi 2024, meðal annars vegna hærri meðaltekna og aðhaldsaðgerða, en niðurfærsla á skattalegri inneign veldur því að heildartapið jókst talsvert milli ára og eigið fé flugfélagsins er því neikvætt um áramótin. Forstjóri Play útilokar ekki hlutafjáraukningu á næstunni en segir hins vegar rekstrarhorfurnar hafa tekið miklum framförum og nýtt samkomulag um leigu á þremur vélum til ársins 2027 eigi eftir að skila félaginu fyrirsjáanleika og arðsemi í samræmi við áður útgefnar áætlanir.

Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið
Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur.

Hver einasta mínúta skipti máli
Móðir langveiks barns hefur miklar áhyggjur af lokun flugbrauta Reykjavíkurflugvalla. Fjölskyldan hafi oft þurft að nýta sér sjúkraflug þar sem hver mínúta skipti máli.

Flugvöllur okkar allra!
Loksins loksins er kominn röggsamur samgönguráðherra sem heggur á þann hnút sem framtíð og flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar hefur verið í til fjölda ára. Umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið óþolandi fyrir íbúa landsbyggðanna í gegnum árin. Á hann að fara eða vera og ef hann á að fara þá hvert.

Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda?
Eru Reykvíkingar raunverulega blindaðir fyrir eigin forréttindum?

Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði
Flugfélagið Norlandair ætlar ekki að halda áfram áætlunarflugi til Húsavíkur eftir að núgildandi samningur þess við ríkið rennur út um miðjan mars. Byggðaráð Norðurþing skorar á samgönguráðherra að tryggja flug til Húsavíkur allt árið.

Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi
Karlmaður hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni með því að leggja hendur á tvo lögreglumenn í landgangi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Undanþágubeiðninni ekki hafnað
Beiðni flugfélagsins Norlandair um undanþágu til lendingar á austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur ekki verið hafnað heldur vill Samgöngustofa skoða málið frekar áður en hún verður afgreidd. Flugrekstrarstjóri segir ástandið hvað varðar sjúkraflug vera orðið óásættanlegt.

Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista
Flugfélögum verður skylt að afhenda íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til landsins nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Ráðherra segir nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir þá sem koma hingað til að hægt sé að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi.

Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun
Samgöngustofa hefur hafnað beiðni Miðstöðvar sjúkraflugs og Norlandair um undanþágu frá lokun austur-vestur flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli vegna sjúkraflugs í hæsta forgangsflokki.

Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins
Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli.

Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum
Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni.

Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í dag að ríkisstjórn sín stæði með Reykjavíkurflugvelli og að hann væri ekki á förum á næstu árum. Spá um stífa austanátt gæti kallað á krefjandi hliðarvindslendingar á vellinum á morgun, miðvikudag.

Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair
Breska blaðið Telegraph fjallar um Icelandair og þau sóknarfæri sem sögð eru felast í áherslum Trump-stjórnarinnar í Bandaríkjunum fyrir íslenska flugfélagið. Með útvíkkun leiðarkerfis Icelandair um Atlantshafið stimpli félagið sig inn sem alvöru keppinautur annarra risa á flugmarkaði og félagið sé í kjörstöðu til að heilla Trump með því að opna á fleiri áfangastaði á Bandaríkjamarkaði.

Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný
Vinna við að fella fjörutíu til fimmtíu tré í Öskjuhlíðinni hófst í dag. Vonast er til að með þessu verði hægt að opna flugbraut Reykjavíkurflugvallar aftur. Henni var lokað þar sem hæð trjánna þótti ógna öryggi flugfarþega.