
Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“
„Þetta er búið að vera ævintýri. Ups and downs,“ segir Arnar Gunnlaugsson í stiklu fyrir nýja þáttaröð, A&B, sem hefst á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti.