

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.
Kai Havertz, leikmaður Arsenal, fékk að kenna á því eftir að liðið féll úr leik í ensku bikarkeppninni eftir tap fyrir Manchester United í vítaspyrnukeppni. Ein vinsælasta skyndibitakeðja heims henti meðal gaman að óförum hans.
Altay Bayindir, markvörður Manchester United, var skúrkurinn þegar liðið tapaði fyrir Tottenham í deildabikarnum í síðasta mánuði. Í gær var hann hins vegar hetja United þegar liðið sló Arsenal úr leik í bikarkeppninni. Knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, Ruben Amorim, hrósaði Bayindir í hástert eftir leikinn á Emirates.
Leikmenn Napoli léku í gær fyrir stuðningsmann sinn og vin, Daniele, sem lést nýverið aðeins 13 ára gamall eftir baráttu við hvítblæði.
Brasilíumaðurinn Raphinha, fyrirliði Barcelona, beitti nýrri aðferð til að reyna að koma í veg fyrir að Kylian Mbappé gæti tafið leik Barcelona og Real Madrid í úrslitaleik spænska ofurbikarsins í fótbolta í gær.
Eiginkona Kai Havertz, sóknarmanns Arsenal, fékk send viðurstyggileg skilaboð þar sem henni var meðal annars óskað fósturláts, eftir tap Arsenal í enska bikarnum í fótbolta í gær.
Styrktarleikur fór fram í Kórnum í gær til styrktar Tómasi Frey Guðjónssyni. Samherjar Tómasar í 4. flokki HK skipulögðu viðburðinn og var öllu til tjaldað. Andri Már Eggertsson kíkti á stemmninguna í Kórnum.
Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði liðið haft mikla yfirburði í leik dagsins gegn Manchester United. Arsenal tapaði eftir vítakeppni og féll úr leik í FA-bikarnum.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir var í marki Inter sem vann sigur í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. Í Serie A-deild karla náði Napoli að auka forystu sína á toppnum.
Barcelona vann í kvöld Ofurbikarinn í spænska boltanum eftir að hafa rúllað yfir erkifjendur sína í úrslitaleik.
Freyr Alexandersson lenti í Bergen í Noregi nú undir kvöld og verður innan skamms staðfestur sem nýr þjálfari Brann.
Ruben Amorim knattspyrnustjóri Manchester United sagði að það hefði hjálpað liðinu að skora fyrsta markið í leiknum gegn Arsenal í dag. Hann sagði liðið vera að bæta sig.
Dregið var í 32-liða úrslit FA-bikarsins strax eftir leik Arsenal og Manchester United. Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Plymouth fá Liverpool í heimsókn og þá verða
Southampton er komið áfram í 4. umferð enska bikarsins eftir 3-0 sigur á Swansea á heimavelli í dag.
Elías Már Ómarsson var á skotskónum þegar lið hans NAC Breda mætti Herenveen á heimavelli í hollensku úrvalsdeildinni í dag.
Manchester United er komið áfram í FA-bikarnum á Englandi eftir sigur á Arsenal eftir vítakeppni. Markvörðurinn Altay Bayindir var hetja United en hann varði eina spyrnu í venjulegum leiktíma sem og spyrnu Kai Havertz í vítakeppninni.
Benóný Breki Andrésson kom inn af varamannabekknum hjá Stockport County þegar liðið mætti Crystal Palace í enska bikarnum. Þrjú úrvalsdeildarfélög tryggðu sér sæti í næstu umferð keppninnar í dag.
Tottenham þurfti aðstoð mótherja sinna til að brjóta ísinn í enska bikarnum í dag þrátt fyrir að vera að spila á móti liði 86 sætum neðar í töflunni. Tottenham vann ekki smáliðið fyrr en eftir framlengingu.
Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson byrja frábærlega með kvennaliðs Vals en þeir tóku við liðinu af Pétri Péturssyni í vetur.
Hlynur Bæringsson náði ekki að taka frákast í leik Stjörnunnar og KR í Bónus deild karla í körfubolta á föstudagskvöldið og með því næstum því þriggja áratuga hrina hans.
Bandaríska knattspyrnukonan Carly Nelson hefur gert upp tíma sinn hjá Utah Royals með sláandi yfirlýsingu.
Marcus Rashford hefur verið hjá Manchester United í tuttugu ár eða síðan hann var aðeins átta ára gamall.
Þrettán ára gamlir strákar úr HK ætla að halda styrktarleik í dag fyrir vin sinn sem greindist með krabbamein.
Fyrrum eigandi Leicester Vichai Srivaddhanaprabha lést í þyrluslysi við leikvang félagsins árið 2018. Nú ætlar fjölskylda Srivaddhanaprabha í mál við þyrlufyrirtækið og vill fá rúmlega 370 milljarða króna í skaðabætur.
AC Milan situr áfram í 8. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir 1-1 jafntefli gegn Cagliari á heimavelli í kvöld.
Liverpool vann þægilegan 4-0 sigur á Accrington í enska bikarnum í knattspyrnu í dag. Knattspyrnustjórinn Arne Slot hrósaði Trent Alexander-Arnold fyrir frammistöðu sína en bakvörðurinn átti erfitt uppdráttar í leik gegn Manchester United um síðustu helgi.
Kyle Walker var ekki í leikmannahópi Manchester City í dag þegar City valtaði yfir lið Salford í bikarnum. Eftir leik staðfesti knattspyrnustjórinn Pep Guardiola að Walker hefði óskað eftir að yfirgefa félagið.
Leeds United er komið áfram í næstu umferð eftir nauman sigur á D-deildar liði Harrogate Town. Þá er Coventry sömuleiðis komið áfram eftir sigur í Championship-slag.
Manchester City er komið í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en liðið vann 8-0 risasigur á Salford City á heimavelli í dag.
Bayern náði á ný fjögurra stiga forskoti á toppi þýsku deildarinnar í knattspyrnu eftir góðan útisigur á Borussia Mönchengladbach í dag.
Torino og Juventus gerðu jafntefli í nágrannaslag í Serie A-deildinni á Ítalíu í dag. Juventus mistókst því að minnka forskot liðanna í efstu sætum deildarinnar.