

Fótbolti
Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka
Sveinn Aron Guðjohnsen hefur verið á skotskónum í norsku bikarkeppninni í sumar og hélt því áfram í þriðju umferðinni í dag. Sædís Rún Heiðarsdóttir og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu líka bæði í stórsigrum sinna liða í bikarnum.

Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, talaði um Liverpool á blaðamannafundi sínum fyrir seinni undanúrslitaleikinn í Meistaradeildinni á móti Paris Saint Germain.

Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“
Sérfræðingar Meistaradeildarmarkanna hrósuðu Lamine Yamal í hástert fyrir frammistöðu hans í einvígi Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Bryndís Arna missir af EM
Þjálfari Växjö segir að framherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir muni missa af Evrópumótinu í sumar vegna meiðsla.

Williams bræður ekki til Manchester
Athletic Bilbao verður án sterkra pósta þegar liðið sækir Manchester United heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á Old Trafford annað kvöld. United leiðir einvígið 3-0.

Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“
Ein af hetjum Inter gegn Barcelona í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær var Yann Sommer. Strákarnir í Meistaradeildarmörkunum mærðu svissneska markvörðinn eftir leikinn.

Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham
Mikil eftirspurn er eftir miðum á seinni leik Bodø/Glimt og Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og stuðningsmenn eru tilbúnir að gera ýmislegt til að ná í miða.

Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið
Einvígi Inter og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2009-10 var með þeim eftirminnilegri í seinni tíð. Einvígi sömu liða í undanúrslitunum á þessu tímabili tók því þó fram. Það hafði einfaldlega allt það besta sem fótboltinn hefur upp á að bjóða. Meðal aðalleikara í þessum magnaða gleðileik voru tveir leikmenn á ólíkum enda ferilsins.

Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu
Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að það gæti verið hvatning fyrir Rússa til að binda enda á stríðið í Úkraínu, að þeir eigi annars ekki möguleika á að spila á HM í fótbolta á næsta ári í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.

„Ótrúlega mikill heiður“
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á mánudagskvöldið valin besti markvörður ítölsku seríu A-deildarinnar.

Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“
Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður Bestu deildar liðs Breiðabliks, sem sneri aftur inn á knattspyrnuvöllinn í síðustu umferð gegn KR og skoraði dramatískt jöfnunarmark, lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu er hann vann í því að komast aftur inn á völlinn eftir aðgerð á báðum ökklum.

Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins
Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi.

„Við vorum úr leik en svo komum við til baka“
Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona.

„Fótboltinn var grimmur við okkur“
Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6.

Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi
Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt.

Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar
Aron Einar Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við katarska liðið Al-Gharafa um eitt ár.

Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met
Internazionale tekur í kvöld á móti Barcelona í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Það er ljóst að það verður sett nýtt met á San Siro.

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Gerald Darmanin, sem var áður innanríkisráðherra Frakka, hefur nú stigið fram og beðið stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool afsökunar.

Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði
Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Al-Gharafa sem sigraði Al Khor, 2-1, í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar í Katar í dag.

Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho
Jorginho gengur væntanlega í raðir Flamengo í Brasilíu þegar samningur hans við Arsenal rennur út í sumar.

Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal
Ousmane Dembélé, framherji Paris Saint-Germain, er búinn að jafna sig á meiðslum aftan í læri og er klár í bátana fyrir seinni leikinn gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði
Elsti sonur portúgalska knattspyrnugoðsins Cristiano Ronaldo var í dag valinn í U15-landslið Portúgals í fótbolta. Ronaldo vakti athygli á þessu á Instagram og kvaðst stoltur af stráknum sínum.

Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik
Markvörðurinn Ingvar Jónsson fór meiddur af velli þegar Víkingur sigraði Fram í Bestu deild karla í gær. Hann segir að meiðslin séu ekki alvarleg og gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Víkinga.

Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR
Óhætt er að segja að leikir KR í Bestu deild karla í sumar hafi verið afar skemmtilegir. Það vantar allavega ekki mörkin í þá.

Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur svo sannarlega slegið í gegn með Inter á sinni fyrstu leiktíð í ítölsku A-deildinni í fótbolta og útlit er fyrir að hún verði áfram í deildinni.

Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski
Þrátt fyrir að Lamine Yamal, Raphinha og Robert Lewandowski hafi skorað samtals 86 mörk í vetur segir Toni Kroos að Pedri sé mikilvægasti leikmaður Barcelona.

Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Eyjamenn ofbuðu Albert Brynjari Ingasyni með slæmum útfærslum á föstum leikatriðum í leiknum gegn Vestramönnum. Hann valdi þær fjórar verstu í Stúkunni.

Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“
Sérfræðingar Stúkunnar fóru ekki mjúkum höndum um stöðuna hjá liði Vals í Bestu deild karla sem getur ekki talist góð eftir 3-0 tap gegn FH um síðustu helgi. Bragurinn á liðinu sé engan veginn nógu góður en er lausnin að skipta um þjálfara?

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Breiðablik og KR skildu jöfn, 3-3, í stórkostlegum leik í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víkinga í 3-2 sigri á Fram og nýliðar Aftureldingar skelltu Stjörnunni, 3-0. Öll mörkin má nú sjá á Vísi.

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Íslenska landsliðskonan Hildur Antonsdóttir þurfti því miður að fara af velli í fyrri hálfleik í spænsku deildinni um helgina en það var ekki að ástæðulausu.