

Fótbolti
Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Howe: Ég vil halda Almiron
Eddie Howe, þjálfari Newcastle, segir að það sé möguleiki á því að liðið þurfi að selja leikmenn áður en janúarglugginn lokar.

Postecoglou: Þeir eru langt á undan okkur
Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, segir að liðið sitt stefni að því verða eins og Manchester City.

„Alveg sama hvað öðru fólki finnst um það“
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir samdi nýverið við Breiðablik og spilar með liðinu í Bestu deild kvenna næsta sumar. Hún nýtur lífsins í Harvard-háskóla og spilar þar með skólaliði fram á vor.

Segja Rashford hafa sést á skemmtistað áður en hann hringdi sig inn veikan
Marcus Rashford var hvergi sjáanlegur þegar Manchester United æfði á föstudag en liðið mætir Newport County í ensku bikarkeppninni á morgun, sunnudag. Rashford hringdi sig inn veikan en sást á skemmistað á aðfaranótt föstudags samkvæmt frétt The Athletic.

Angóla og Nígería í átta liða úrslit
Angóla og Nígería eru komin í 8-liða úrslit Afríkukeppninnar í knattspyrnu. Angóla vann Namibíu 3-0 á meðan Nígería lagði Kamaerún.

Tvær vítaspyrnur í súginn hjá AC Milan og Juventus missteig sig
Tvær vítaspyrnur fóru forgörðum hjá AC Milan þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Bologna á heimavelli Í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þá gerði Juventus aðeins jafntefli við Empoli en Juventus var manni færri lungann úr leiknum.

Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Kristian Nökkvi Hlynsson heldur áfram að gera frábæra hluti með Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Í kvöld skoraði hann og lagði upp í 4-2 útisigri á Heracles.

Xavi yfirgefur Barcelona í sumar
Xavi, þjálfari Barcelona í La Liga - spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, mun yfirgefa félagið að leiktíðinni lokinni.

Newcastle áfram
Newcastle United er komið áfram í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu eftir 2-0 útisigur á Fulham.

Lauren James sá um Maríu og stöllur
Englandsmeistarar Chelsea áttu ekki í teljandi vandræðum með Brighton & Hove Albion í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. María Þórisdóttir lék allan leikinn í vörn Brighton.

Villareal lagði Barcelona í átta marka leik
Villareal vann ótrúlegan útisigur á Barcelona í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lokatölur í Katalóníu 3-5 að þessu sinni og eftir leik tilkynnti Xavi, þjálfari Spánarmeistara Barcelona, að hann myndi stíga til hliðar í sumar.

Toppbaráttan galopin eftir jafntefli Leverkusen og Gladbach
Bayer Leverkusen og Borussia Monchengladbach gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins þýsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu.

María tryggði Íslendingaliði Fortuna stig á móti Ajax
María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði jöfnunarmark Fortuna Sittard í 1-1 jafntefli liðsins gegn Ajax í hollensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Lærisveinar Freys náðu í stig gegn Jóni Degi og félögum
KV Kortrijk og OH Leuven gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga leik í belgísku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Freyr Alexandersson hefur nú stýrt Kortrijk í tveimur leikjum og hefur liðið náð í fjögur stig.

Real Madríd á toppinn með sigri á Kanaríeyjum
Real Madríd lyfti sér á topp La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, með 2-1 sigri á Las Palmas í Kanaríeyjum.

Luton áfram eftir hádramatískan sigur á meðan Brighton skoraði fimm
Luton Town er komið áfram í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu eftir hádramatískan útisigur á Everton þar sem sigurmarkið kom í blálok uppbótartíma.

Forskot Leverkusen niður í eitt stig eftir torsóttan sigur Bayern
Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu gríðarlega torsóttan 3-2 útisigur á Augsburg í efstu deild karla í knattspyrnu þar í landi í dag. Þá heldur gott gengi Stuttgart áfram með 5-2 sigri á RB Leipzig.

Dýrasta konan í knattspyrnusögunni
Mayra Ramirez varð í gær dýrasta konan í knattspyrnusögunni þegar hún fluttist frá Levante á Spáni til Chelsea á Englandi fyrir 450.000 evrur.

Lærisveinar Elokobi slógu Ipswich óvænt út
Maidstone, sem spilar í sjöttu efstu deild Englands, hélt óvæntu bikarævintýri sínu áfram með 2-1 sigri gegn Ipswich. Sigurinn fleytti Maidstone áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslit.

Yfirmaður knattspyrnumála og aðstoðarþjálfarar Liverpool kveðja líka
Jorg Schmadtke, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, mun hætta störfum hjá félaginu um leið og félagsskiptaglugginn lokast þann 1. febrúar næstkomandi. Þrír aðstoðarþjálfarar félagsins hafa svo tilkynnt afsögn að þessu tímabili loknu.

Endurspila leikinn frá upphafi vegna VAR mistaka
Leikur Anderlecht og Genk í belgísku úrvalsdeildinni verður endurspilaður frá upphafi vegna slæmra mistaka VAR dómara leiksins.

Pep um afsögn Klopp: Mun sakna hans en sofa betur án hans
Það kom Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, mikið á óvart að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafi ákveðið að segja störfum sínum lausum eftir þetta tímabil.

Áfrýjun Rubiales hafnað af FIFA
Luis Rubiales, fyrrum forseti spænska knattspyrnusambandsins, tapaði í gær áfrýjun á þriggja ára banni frá öllum afskiptum af fótbolta. Bannið, sem var sett í lok október 2023, mun því standa til október 2026.

Phillips genginn í raðir West Ham
Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips er genginn í raðir West Ham á láni frá Englandsmeisturum Manchester City.

Hrósar Hákoni í hástert: „Markvörður með allan pakkann“
Adam Fröberg, blaðamaður hjá sænska miðlinum Fotbollskanalen, segir í viðtali við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford að Hákon Rafn Valdimarsson sé „markvörður með allan pakkann.“

Fyrsti sigur City á Tottenham-vellinum
Ensku bikarmeistararnir í Manchester City unnu 0-1 sigur er liðið heimsótti Tottenham í fjórðu umferð FA-bikarsins í kvöld.

Þurfa að mætast aftur eftir markalaust jafntefli
Chelsea og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar, FA-bikarsins, í kvöld.

Joelinton sé mögulega búinn að leika sinn síðasta leik fyrir Newcastle
Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að miðjumaðurinn Joelinton sé mögulega búinn að leika sinn síðasta leik fyrir félagið.

„Sýningarleikir“ sem gætu leitt til styrks upp á fleiri milljónir króna
Íslenska fyrirtækið Soccer & Education stendur fyrir svokölluðum „sýningarleikjum“ (e. showcase) núna um helgina 27. og 28. janúar.

Hákon Rafn skrifar undir samning við Brentford til ársins 2028
Hákon Rafn Valdimarsson var kynntur formlega í dag sem nýr leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford. Brentford kaupir hann frá sænska liðinu Elfsborg.