Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 08:00 Timo Werner olli stjóra sínum miklum vonbrigðum í gær. Getty/Robbie Jay Barratt Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var ekki feiminn við að viðurkenna að hann var hundóánægður með Þjóðverjann Timo Werner í Evrópudeildarleiknum við Rangers í gærkvöld. Postecoglou tók hinn 28 ára gamla og 57 landsleikja Werner af velli eftir fyrri hálfleik og setti Dejan Kulusevski inn á, og náði Svíinn að tryggja Tottenham 1-1 jafntefli með marki í seinni hálfleiknum. Í byrjunarliði Tottenham var hinn 18 ára gamli Archie Gray í vörninni, vegna meiðslakrísu hjá miðvörðum liðsins, en það var Werner sem olli Postecoglou vonbrigðum: „Hann var ekki einu sinni nálægt því stigi sem hann á að vera að spila á. Þegar maður er með 18 ára menn að spila þá get ég ekki liðið svona, og ég sagði það við Timo. Hann er reyndur, þýskur landsliðsmaður,“ sagði Postecoglou við Sky Sports. Ange Postecoglou var ósáttur í Glasgow í gær.Getty/Steve Welsh „Eins og staðan er núna þá höfum við ekki marga valmöguleika. Ég þarf á því að halda að allir reyni að minnsta kosti sitt besta. Frammistaða hans í fyrri hálfleik var óviðunandi,“ sagði Postecoglou. Aðspurður hvernig Werner hefði tekið því að vera kippt svona af velli svaraði stjórinn: „Ég veit það ekki. Það skiptir í raun ekki máli. Við þurfum á því að halda að allir, hann þar á meðal, leggi sitt af mörkum því breiddin er ekki næg til þess að við getum haft menn utan hóps ef þeir standa sig ekki. Menn verða að sinna sínu hlutverki, sérstaklega reyndari leikmenn. Þegar ég bið unga leikmenn um að taka að sér risahlutverk þá ætlast ég til ákveðinnar frammistöðu frá eldri leikmönnum og þannig var það ekki í dag.“ Werner kom að láni til Tottenham frá RB Leipzig í janúar og framlengdi svo dvöl sína út þessa leiktíð. Hann hefur spilað nítján leiki á þessari leiktíð og skorað eitt mark. Eftir sex umferðir af átta í Evrópudeildinni er Tottenham með ellefu stig í 9. sæti, en átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit. Liðin í 9.-24. sæti komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Síðustu tvær umferðirnar verða kláraðar eftir áramót. Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Postecoglou tók hinn 28 ára gamla og 57 landsleikja Werner af velli eftir fyrri hálfleik og setti Dejan Kulusevski inn á, og náði Svíinn að tryggja Tottenham 1-1 jafntefli með marki í seinni hálfleiknum. Í byrjunarliði Tottenham var hinn 18 ára gamli Archie Gray í vörninni, vegna meiðslakrísu hjá miðvörðum liðsins, en það var Werner sem olli Postecoglou vonbrigðum: „Hann var ekki einu sinni nálægt því stigi sem hann á að vera að spila á. Þegar maður er með 18 ára menn að spila þá get ég ekki liðið svona, og ég sagði það við Timo. Hann er reyndur, þýskur landsliðsmaður,“ sagði Postecoglou við Sky Sports. Ange Postecoglou var ósáttur í Glasgow í gær.Getty/Steve Welsh „Eins og staðan er núna þá höfum við ekki marga valmöguleika. Ég þarf á því að halda að allir reyni að minnsta kosti sitt besta. Frammistaða hans í fyrri hálfleik var óviðunandi,“ sagði Postecoglou. Aðspurður hvernig Werner hefði tekið því að vera kippt svona af velli svaraði stjórinn: „Ég veit það ekki. Það skiptir í raun ekki máli. Við þurfum á því að halda að allir, hann þar á meðal, leggi sitt af mörkum því breiddin er ekki næg til þess að við getum haft menn utan hóps ef þeir standa sig ekki. Menn verða að sinna sínu hlutverki, sérstaklega reyndari leikmenn. Þegar ég bið unga leikmenn um að taka að sér risahlutverk þá ætlast ég til ákveðinnar frammistöðu frá eldri leikmönnum og þannig var það ekki í dag.“ Werner kom að láni til Tottenham frá RB Leipzig í janúar og framlengdi svo dvöl sína út þessa leiktíð. Hann hefur spilað nítján leiki á þessari leiktíð og skorað eitt mark. Eftir sex umferðir af átta í Evrópudeildinni er Tottenham með ellefu stig í 9. sæti, en átta efstu liðin komast beint í 16-liða úrslit. Liðin í 9.-24. sæti komast í umspil um sæti í 16-liða úrslitunum. Síðustu tvær umferðirnar verða kláraðar eftir áramót.
Enski boltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira