The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 12:45 Vel var mætt á Kópavogsvöll í gær þar sem Erlingur Agnarsson og félagar í Víkingi veittu Djurgården harða keppni en urðu að sætta sig við naumt tap. vísir/Anton Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Laugardalsvöllur er eini völlurinn á Íslandi sem uppfyllt hefur kröfur UEFA um flóðlýsingu, vegna sjónvarpsútsendinga frá keppnum á borð við Sambandsdeildina. Fleiru er ábótavant á Víkingsvelli og því hafa Víkingar neyðst til að spila skömmu eftir hádegi, á Kópavogsvelli, eins og í 2-1 tapinu gegn Djurgården í gær. The Sun segir í ónákvæmri Facebook-færslu sinni, fyrir 3,9 milljónir fylgjenda, að engin flóðljós séu á Kópavogsvelli og því neyðist Víkingar til að spila heimaleiki sína snemma. Með fylgir skellihlæjandi broskall. Spaugsamir fylgjendur miðilsins velta því svo meðal annars fyrir sér í athugasemdum hvort að norðurljósin dugi ekki til þess að veita birtu á kvöldin á Íslandi. Færsla The Sun um Víkingsliðið á Facebook.Skjáskot/The Sun Football The Sun birtir með færslu sinni gamlar myndir af Kópavogsvelli og það er auðvitað ekki rétt hjá miðlinum að engin flóðljós séu á vellinum. Þau eru hins vegar, vegna ákvörðunar bæjaryfirvalda í Kópavogi á sínum tíma, ekki nógu sterk til að uppfylla kröfur UEFA. Breska blaðið nuddar Víkingum svo upp úr því að þrátt fyrir að spila á óvenjulegum tíma þá hafi það ekki hjálpað liðinu því það hafi tapað gegn Djurgården. Tapið breytir ekki þeirri staðreynd að Víkingar hafa náð í sex stig á Kópavogsvelli í keppninni, og sjö stig alls, og eru yfirgnæfandi líkur á að þeir komist áfram í umspil í lok febrúar um sæti í 16-liða úrslitum. Það gæti tekist jafnvel þó að liðið tapi gegn LASK í Austurríki næsta fimmtudag, þegar deildarkeppninni lýkur. Komist Víkingar áfram gætu vallarmál á Íslandi fengið enn meiri athygli í erlendum fjölmiðlum, eins og The Sun. Á meðal liða sem komist gætu áfram eru bresku liðin Chelsea, sem reyndar er öruggt í 16-liða úrslit, Hearts og The New Saints. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
Laugardalsvöllur er eini völlurinn á Íslandi sem uppfyllt hefur kröfur UEFA um flóðlýsingu, vegna sjónvarpsútsendinga frá keppnum á borð við Sambandsdeildina. Fleiru er ábótavant á Víkingsvelli og því hafa Víkingar neyðst til að spila skömmu eftir hádegi, á Kópavogsvelli, eins og í 2-1 tapinu gegn Djurgården í gær. The Sun segir í ónákvæmri Facebook-færslu sinni, fyrir 3,9 milljónir fylgjenda, að engin flóðljós séu á Kópavogsvelli og því neyðist Víkingar til að spila heimaleiki sína snemma. Með fylgir skellihlæjandi broskall. Spaugsamir fylgjendur miðilsins velta því svo meðal annars fyrir sér í athugasemdum hvort að norðurljósin dugi ekki til þess að veita birtu á kvöldin á Íslandi. Færsla The Sun um Víkingsliðið á Facebook.Skjáskot/The Sun Football The Sun birtir með færslu sinni gamlar myndir af Kópavogsvelli og það er auðvitað ekki rétt hjá miðlinum að engin flóðljós séu á vellinum. Þau eru hins vegar, vegna ákvörðunar bæjaryfirvalda í Kópavogi á sínum tíma, ekki nógu sterk til að uppfylla kröfur UEFA. Breska blaðið nuddar Víkingum svo upp úr því að þrátt fyrir að spila á óvenjulegum tíma þá hafi það ekki hjálpað liðinu því það hafi tapað gegn Djurgården. Tapið breytir ekki þeirri staðreynd að Víkingar hafa náð í sex stig á Kópavogsvelli í keppninni, og sjö stig alls, og eru yfirgnæfandi líkur á að þeir komist áfram í umspil í lok febrúar um sæti í 16-liða úrslitum. Það gæti tekist jafnvel þó að liðið tapi gegn LASK í Austurríki næsta fimmtudag, þegar deildarkeppninni lýkur. Komist Víkingar áfram gætu vallarmál á Íslandi fengið enn meiri athygli í erlendum fjölmiðlum, eins og The Sun. Á meðal liða sem komist gætu áfram eru bresku liðin Chelsea, sem reyndar er öruggt í 16-liða úrslit, Hearts og The New Saints.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - HK 2-3 | HK fylgir Keflavík í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira