Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2024 13:30 Pep Guardiola er undir mikilli pressu. getty/Marco Canoniero Vandræði Manchester City hafa haft mikil áhrif á daglegt líf knattspyrnustjórans Peps Guardiola. Hann nærist ekki eins og venjulega og á erfitt með svefn. City hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið er átta stigum á eftir toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og City-menn þurfa að hafa sig alla við til að tryggja sér umspilssæti í Meistaradeild Evrópu. Guardiola hefur aldrei gengið svona illa á stjóraferlinum og hann viðurkennir að slæmt gengi City hafi mikil áhrif á hann. „Ég verð stundum stressaður. Ég á slæma daga. Ég geri mörg mistök og dónaskapur gerir mig taugaveiklaðan,“ sagði Guardiola í viðtali við gamla markahrókinn Luca Toni á Amazon Prime. „Missi ég mig stundum? Já. Ég sef verr og borða ekki almennilega núna. Ég verð alltaf að borða eitthvað létt. Fæ mér bara súpu á kvöldin. En ég er sami þjálfari og fyrir fimm mánuðum, sá sami og vann ensku úrvalsdeildina.“ Þrátt fyrir að á móti blási núna er Guardiola viss um að landið muni aftur rísa hjá City áður en langt um líður. „Ef ég er í vondu skapi er það slæmt. En ég veit að það gengur yfir. Það sama á við þegar ég er glaður. Það gengur yfir,“ sagði Guardiola. „Ég trúi því staðfastlega að þetta verði ár mikilla erfiðleika. Við verðum að finna stöðugleika. En ef við komumst áfram í Meistaradeildinni verðum við ekki auðveldur andstæðingur fyrir neinn.“ City mætir Manchester United í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. City er í 4. sæti deildarinnar en United í því þrettánda. Átta stigum munar á liðunum. Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Fabio Capello, einn sigursælasti knattspyrnustjóri fótboltasögunnar, hefur gagnrýnt Pep Guardiola, stjóra Manchester City, harðlega og sagt að hégómagirnd hans hafi komið í veg fyrir að hann hafi unnið enn fleiri titla á ferlinum. 12. desember 2024 13:48 „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Ekkert gengur hjá Englandsmeisturum Manchester City og Rio Ferdinand segist aldrei hafa séð jafn lélegt lið undir stjórn Peps Guardiola. 12. desember 2024 10:30 Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í miklum vandræðum í Meistaradeildinni þessa dagana alveg eins og heima í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir því í taugtrekkjandi lokaumferðir hjá Englandsmeisturunum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 21:51 Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Pep Guardiola framlengdi nýverið samning sinn við Manchester City um tvö ár og nú hefur spænski knattspyrnustjórinn lýst því yfir að hann muni ekki taka knattspyrnustjórastarfi hjá öðru félagi. 10. desember 2024 17:48 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
City hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið er átta stigum á eftir toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og City-menn þurfa að hafa sig alla við til að tryggja sér umspilssæti í Meistaradeild Evrópu. Guardiola hefur aldrei gengið svona illa á stjóraferlinum og hann viðurkennir að slæmt gengi City hafi mikil áhrif á hann. „Ég verð stundum stressaður. Ég á slæma daga. Ég geri mörg mistök og dónaskapur gerir mig taugaveiklaðan,“ sagði Guardiola í viðtali við gamla markahrókinn Luca Toni á Amazon Prime. „Missi ég mig stundum? Já. Ég sef verr og borða ekki almennilega núna. Ég verð alltaf að borða eitthvað létt. Fæ mér bara súpu á kvöldin. En ég er sami þjálfari og fyrir fimm mánuðum, sá sami og vann ensku úrvalsdeildina.“ Þrátt fyrir að á móti blási núna er Guardiola viss um að landið muni aftur rísa hjá City áður en langt um líður. „Ef ég er í vondu skapi er það slæmt. En ég veit að það gengur yfir. Það sama á við þegar ég er glaður. Það gengur yfir,“ sagði Guardiola. „Ég trúi því staðfastlega að þetta verði ár mikilla erfiðleika. Við verðum að finna stöðugleika. En ef við komumst áfram í Meistaradeildinni verðum við ekki auðveldur andstæðingur fyrir neinn.“ City mætir Manchester United í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. City er í 4. sæti deildarinnar en United í því þrettánda. Átta stigum munar á liðunum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Fabio Capello, einn sigursælasti knattspyrnustjóri fótboltasögunnar, hefur gagnrýnt Pep Guardiola, stjóra Manchester City, harðlega og sagt að hégómagirnd hans hafi komið í veg fyrir að hann hafi unnið enn fleiri titla á ferlinum. 12. desember 2024 13:48 „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Ekkert gengur hjá Englandsmeisturum Manchester City og Rio Ferdinand segist aldrei hafa séð jafn lélegt lið undir stjórn Peps Guardiola. 12. desember 2024 10:30 Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í miklum vandræðum í Meistaradeildinni þessa dagana alveg eins og heima í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir því í taugtrekkjandi lokaumferðir hjá Englandsmeisturunum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 21:51 Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Pep Guardiola framlengdi nýverið samning sinn við Manchester City um tvö ár og nú hefur spænski knattspyrnustjórinn lýst því yfir að hann muni ekki taka knattspyrnustjórastarfi hjá öðru félagi. 10. desember 2024 17:48 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Fabio Capello, einn sigursælasti knattspyrnustjóri fótboltasögunnar, hefur gagnrýnt Pep Guardiola, stjóra Manchester City, harðlega og sagt að hégómagirnd hans hafi komið í veg fyrir að hann hafi unnið enn fleiri titla á ferlinum. 12. desember 2024 13:48
„Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Ekkert gengur hjá Englandsmeisturum Manchester City og Rio Ferdinand segist aldrei hafa séð jafn lélegt lið undir stjórn Peps Guardiola. 12. desember 2024 10:30
Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í miklum vandræðum í Meistaradeildinni þessa dagana alveg eins og heima í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir því í taugtrekkjandi lokaumferðir hjá Englandsmeisturunum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. 11. desember 2024 21:51
Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Pep Guardiola framlengdi nýverið samning sinn við Manchester City um tvö ár og nú hefur spænski knattspyrnustjórinn lýst því yfir að hann muni ekki taka knattspyrnustjórastarfi hjá öðru félagi. 10. desember 2024 17:48