Tilfinningarnar lagðar til hliðar er hann upplifði drauminn Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Orri Óskarsson, hefur átt afar góðu gengi að fagna undanfarið með félagsliði sínu FC Kaupmannahöfn sem gerði sér meðal annars lítið fyrir og lagði Manchester United að velli í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Orri er hluti af íslenska landsliðinu sem mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur mikilvægum leikjum á komandi dögum. Orri segir liðið þurfa að setja kassann út, leggja allt í sölurnar. Fótbolti 15. nóvember 2023 13:00
Eftirmaður Woodwards hættir hjá United Richard Arnold, framkvæmdastjóri hjá Manchester United, hættir hjá félaginu í árslok. Við starfi hans tekur Patrick Stewart. Enski boltinn 15. nóvember 2023 11:04
Lét gömlu refina um karpið: „Maður skilur báðar hliðar í þessu“ Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson, segir að á meðan enn er möguleiki á EM sæti í gegnum undankeppnina verði liðið að stefna að því. Hann telur íslenska landsliðið klárt í að berjast um sigur í þeim tveimur leikjum sem eftir eru. Fótbolti 15. nóvember 2023 10:30
Man. City setti nýtt met í tekjum á síðasta rekstrarári Rekstur Englandsmeistaraliðs Manchester City gengur frábærlega þessa dagana og það sést vel í uppgjörinu á síðasta fjárhagsári. Enski boltinn 15. nóvember 2023 09:31
Hvaða úrslit vill Ísland í öðrum riðlum og hvaða áhrif hefur stríðið? Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á enn smá von um að komast beint á EM næsta sumar í gegnum riðlakeppni EM. Svo er það alltaf góða gamla Krýsuvíkurleiðin sem að þessu sinni liggur í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar. Fótbolti 15. nóvember 2023 09:18
Stórar fréttir fyrir Arnór bárust í upphafi undirbúnings Íslands Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason hefur verið með landsliðinu í undirbúningi liðsins í Vín fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Arnór sneri aftur á gamlar slóðir í Vín en hann spilaði á sínum tíma með liði Rapid Wien þar í borg og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum félagsliðs hans, IFK Norrköping. Fótbolti 15. nóvember 2023 08:31
Hætti að mæta í skólann eftir örlagaríkt rautt spjald Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur leið ömurlega eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Íslands og Portúgals í umspili um sæti á HM. Hún hætti að mæta í skólann og kenndi sjálfri sér um hvernig fór. Hún segir athyglina sem fylgir því að spila með landsliði geta tekið á. Innlent 15. nóvember 2023 08:00
Emma fær jafnvel borgað og þjálfari karlalandsliðsins Emma Hayes var í gær staðfest sem næsti þjálfari kvennaliðs Bandaríkjanna í fótbolta en þetta var búið að leika út áður og varla mikið leyndarmál lengur. Enski boltinn 15. nóvember 2023 08:00
Hrósa happi yfir áhugaleysi Íslendinga Búast má við því að uppselt verði á leik Slóvakíu og Íslands í undankeppni EM á Tehelno polí leikvanginum í Bratislava á fimmtudaginn kemur. Jafntefli nægir heimamönnum, sem verða studdir áfram af um tuttugu þúsund stuðningsmönnum, til að tryggja EM sætið. Fótbolti 15. nóvember 2023 07:31
Valsmenn halda áfram að safna liði og sækja Selfyssing til Fulham Selfyssingurinn Þorsteinn Aron Antonsson er genginn til liðs við Val og mun leika með liðinu á komandi tímabili í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Fótbolti 14. nóvember 2023 23:31
Arnar sagður í viðræðum við Norrköping Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings, er sagður í viðræðum við Norrköping í Svíþjóð um að taka við þjálfarataumunum hjá félaginu. Íslenski boltinn 14. nóvember 2023 23:29
Ryder býður stuðningsmönnum KR í bjór á Rauða ljóninu Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR, ætlar greinilega að vinna stuðningsmenn félagsins strax á sitt band. Íslenski boltinn 14. nóvember 2023 23:00
Fær nýjan samning þrátt fyrir að vera í banni fyrir brot á veðmálareglum Nicolo Fagioli, leikmaður Juventus, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Nýi samningurinn gildir til ársins 2028, en Fagioli er í banni út yfirstandandi tímabil fyrir bot á veðmálareglum. Fótbolti 14. nóvember 2023 22:31
Natasha kom inn af bekknum og tryggði Brann sigur Landsliðskonan Natasha Anasi reyndist hetja Brann er liðið heimsótti St. Polten í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hún kom inn af bekknum og skoraði sigurmark gestanna í 1-2 sigri. Fótbolti 14. nóvember 2023 19:58
Hákon valinn markvörður ársins í Svíþjóð Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, var valinn besti markvörður tímabilsins sem lauk um helgina. Fótbolti 14. nóvember 2023 19:27
Tíðinda að vænta af Aroni sem er klár í eins mikinn djöfulgang og Åge vill Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segir ljóst að allt þurfi að ganga upp til að liðið tryggi sér beint sæti á EM að næstu tveimur leikjum liðsins loknum. Ísland mætir Slóvakíu á fimmtudaginn kemur í Bratislava og Aron, sem hefur ekkert spilað upp á síðkastið, hefur verið að æfa stíft og styttist í að það dragi til tíðinda og að hann færi sig um set innan Katar. Fótbolti 14. nóvember 2023 19:00
Diaz feðgarnir sameinaðir á ný eftir að föðurnum var sleppt úr haldi Kólumbíski knattspyrnumaðurinn Luiz Diaz, leikmaður Liverpool, og faðir hans, Luis Manuel Diaz, eru nú loks sameinaðir á ný eftir að föðurnum var sleppt úr haldi mannræningja. Luis Manuel Diaz hafði verið haldið í gíslingu í tólf daga. Fótbolti 14. nóvember 2023 17:45
Simeone segir Morata á pari við Haaland Knattspyrnustjóri Atlético Madrid, Diego Simeone, segir að Álvaro Morata sé jafn góður og Erling Haaland. Tölurnar sýni það. Fótbolti 14. nóvember 2023 16:30
De Zerbi gæti fengið bann fyrir harða gagnrýni á dómara Knattspyrnustjóri Brighton, Roberto De Zerbi, gæti verið á leið í bann vegna ummæla sinna um dómara eftir leikinn gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 14. nóvember 2023 16:09
Allt á uppleið hjá Núnez eftir að Suárez talaði við hann Forráðamenn Liverpool báðu úrúgvæska framherjann Luis Suárez um að tala við landa sinn, Darwin, Núnez, þegar hann átti erfitt uppdráttar á fyrsta tímabili sínu í Bítlaborginni. Enski boltinn 14. nóvember 2023 15:31
Dwamena lét fjarlægja gangráð ári áður en hann lést Ganverski fótboltamaðurinn Raphael Dwamena, sem lést um helgina eftir að hafa hnigið niður í leik, lét fjarlægja gangráð úr sér fyrir ári. Fótbolti 14. nóvember 2023 15:00
Borðar kjúklingafætur til þess að lengja ferillinn Andros Townsend leitar allra leiða til að geta spilað lengur á hæsta stigi fótboltans og þar koma líka inn sérstakar matarvenjur. Enski boltinn 14. nóvember 2023 14:00
Gagnrýnir guðsummæli Rapinoe og segir hana vera narsissista Bandarísk sjónvarpskona hefur gagnrýnt ummæli Megans Rapinoe eftir lokaleik hennar á fótboltaferlinum og segir þau sýna hversu óhemju sjálfhverf hún sé. Fótbolti 14. nóvember 2023 13:31
Lee Sharpe sendir Grindvíkingum kveðju: „Mjög sérstakur staður“ Lee Sharpe, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur sent Grindvíkingum kveðju vegna ástandsins þar í bæ. Íslenski boltinn 14. nóvember 2023 13:04
Markakóngurinn fer ekki neitt og þakkar Silfurskeiðinni Emil Atlason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Stjörnuna og spilar því áfram með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 14. nóvember 2023 12:30
Hneykslaðir á Glazerunum fyrir að mæta ekki í jarðarförina Lítil ánægja er hjá stuðningsmönnum Manchester United með þá ákvörðun eigenda félagsins að mæta ekki í jarðarför Sir Bobbys Charlton. Enski boltinn 14. nóvember 2023 12:01
Hákon sat hjá í hávaðaroki í Vín Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tók sína seinni æfingu í Vínarborg í dag, fyrir leikinn gegn Slóvakíu í undankeppni EM, við alvöru íslenskar aðstæður. Hávaðarok. Fótbolti 14. nóvember 2023 11:22
Dregur sig úr landsliðinu vegna flughræðslu Danskur unglingalandsliðsmaður hefur boðað forföll í landsliðinu af mjög sérstakri ástæðu. Hann er svo flughræddur. Fótbolti 14. nóvember 2023 10:31
Rapinoe: Þetta sannar það að guð er ekki til Bandaríska fótboltakonan Megan Rapinoe átti möguleika á því að enda stórkostlegan feril sinn á besta mögulega hátt eða með því að vinna titil í lokaleik ferilsins. Í stað þess upplifði hún sannkallaða martröð. Fótbolti 14. nóvember 2023 10:00
Óttast það að Ödegaard hafi fengið heilahristing á æfingu Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, hefur misst af síðustu leikjum enska fótboltaliðsins og nú er að koma betur í ljós hvað er að angra hann. Enski boltinn 14. nóvember 2023 09:31