Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 18:48 Ruben Amorim mætir hér í jarðarför Kath Phipps ásamt öllu Manchester United liðinu. Getty/Manchester United Manchester United kvaddi í dag Kath Phipps sem starfaði fyrir félagið í 55 ár. Lengst af var það hún sem tók á móti öllum sem komu í höfuðstöðvar félagsins og allir hafa góða sögu að segja af þessari vingjarnlegu konu. Það var því mjög fjölmennt í jarðarför hennar í dag en þar var Sir Alex Ferguson mættur ásamt goðsögnum eins og David Beckham, Peter Schmeichel, Paul Scholes, Roy Keane og Bryan Robson. Ruben Amorim, þjálfari félagsins, mætti líka í jarðarförina ásamt öllu aðalliðinu. Bruno Fernandes og Jonny Evans fóru fyrir liðinu ásamt Amorim. Phipps lést í desember, 85 ára gömul. Hún var mikill stuðningsmaður félagsins frá barnæsku en tók við sem starfsmaður á skiptiborðinu árið 1968, stuttu eftir að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn. Hún starfaði hjá félaginu allt til ársins 2023. Phipps var frægust fyrir starf sitt í móttöku félagsins þar sem hún tók fagnandi á móti öllum sem þangað komu. Jonny Evans var meðal þeirra sem héldu ræðu: „Hún var sú besta á góðum degi og sú besta á slæmum degi,“ sagði Evans. „Það fór enginn framhjá Kath án þess að fá lítið faðmlag. Þegar hún kom aftur til vinnu í sumar þá skutlaði ég henni heim. Það var eins og ég væri að keyra meðlim í konungsfjölskyldunni,“ sagði Evans. Sir Alex Ferguson sem var knattspyrnustjóri félagsins í 26 ára hélt líka tölu. Kath hefði verið ánægð með það Ferguson var ánægður með að liðið hafi náð í úrslit á móti Liverpool í gær. „Kath hefði verið ánægð með það,“ sagði Alex Ferguson. „Þegar ég heimsótti hana undir það síðasta þá sá ég að hún var ánægð og sátt. Hún sagðist vera að drekka Coke og Bacardi. Ég spurði hana hvort læknirinn væri sáttur við slíkt þá sagðist hún ekki hafa spurt hann,“ sagði Ferguson. „Það er óvanalegt að finna einhvern sem var svo umhugað um hjálpa öllum öðrum. Allir sem eru hingað komnir i dag vilja heiðra mjög sérstaka persónu,“ sagði Ferguson. Hún var frábær manneskja Hann var líka gripinn í viðtal fyrir utan kirkjuna. „55 ár. Ég var þarna í 26 ár og hélt að það væri alveg ótrúlegt. Hún var frábær manneskja og ég svo ánægður með að allir leikmennirnir komu. Hún hefði kunnað að meta það,“ sagði Ferguson í viðtali við BBC eftir athöfnina. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Enski boltinn Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Sjá meira
Það var því mjög fjölmennt í jarðarför hennar í dag en þar var Sir Alex Ferguson mættur ásamt goðsögnum eins og David Beckham, Peter Schmeichel, Paul Scholes, Roy Keane og Bryan Robson. Ruben Amorim, þjálfari félagsins, mætti líka í jarðarförina ásamt öllu aðalliðinu. Bruno Fernandes og Jonny Evans fóru fyrir liðinu ásamt Amorim. Phipps lést í desember, 85 ára gömul. Hún var mikill stuðningsmaður félagsins frá barnæsku en tók við sem starfsmaður á skiptiborðinu árið 1968, stuttu eftir að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn. Hún starfaði hjá félaginu allt til ársins 2023. Phipps var frægust fyrir starf sitt í móttöku félagsins þar sem hún tók fagnandi á móti öllum sem þangað komu. Jonny Evans var meðal þeirra sem héldu ræðu: „Hún var sú besta á góðum degi og sú besta á slæmum degi,“ sagði Evans. „Það fór enginn framhjá Kath án þess að fá lítið faðmlag. Þegar hún kom aftur til vinnu í sumar þá skutlaði ég henni heim. Það var eins og ég væri að keyra meðlim í konungsfjölskyldunni,“ sagði Evans. Sir Alex Ferguson sem var knattspyrnustjóri félagsins í 26 ára hélt líka tölu. Kath hefði verið ánægð með það Ferguson var ánægður með að liðið hafi náð í úrslit á móti Liverpool í gær. „Kath hefði verið ánægð með það,“ sagði Alex Ferguson. „Þegar ég heimsótti hana undir það síðasta þá sá ég að hún var ánægð og sátt. Hún sagðist vera að drekka Coke og Bacardi. Ég spurði hana hvort læknirinn væri sáttur við slíkt þá sagðist hún ekki hafa spurt hann,“ sagði Ferguson. „Það er óvanalegt að finna einhvern sem var svo umhugað um hjálpa öllum öðrum. Allir sem eru hingað komnir i dag vilja heiðra mjög sérstaka persónu,“ sagði Ferguson. Hún var frábær manneskja Hann var líka gripinn í viðtal fyrir utan kirkjuna. „55 ár. Ég var þarna í 26 ár og hélt að það væri alveg ótrúlegt. Hún var frábær manneskja og ég svo ánægður með að allir leikmennirnir komu. Hún hefði kunnað að meta það,“ sagði Ferguson í viðtali við BBC eftir athöfnina. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport)
Enski boltinn Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Sjá meira