Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 18:48 Ruben Amorim mætir hér í jarðarför Kath Phipps ásamt öllu Manchester United liðinu. Getty/Manchester United Manchester United kvaddi í dag Kath Phipps sem starfaði fyrir félagið í 55 ár. Lengst af var það hún sem tók á móti öllum sem komu í höfuðstöðvar félagsins og allir hafa góða sögu að segja af þessari vingjarnlegu konu. Það var því mjög fjölmennt í jarðarför hennar í dag en þar var Sir Alex Ferguson mættur ásamt goðsögnum eins og David Beckham, Peter Schmeichel, Paul Scholes, Roy Keane og Bryan Robson. Ruben Amorim, þjálfari félagsins, mætti líka í jarðarförina ásamt öllu aðalliðinu. Bruno Fernandes og Jonny Evans fóru fyrir liðinu ásamt Amorim. Phipps lést í desember, 85 ára gömul. Hún var mikill stuðningsmaður félagsins frá barnæsku en tók við sem starfsmaður á skiptiborðinu árið 1968, stuttu eftir að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn. Hún starfaði hjá félaginu allt til ársins 2023. Phipps var frægust fyrir starf sitt í móttöku félagsins þar sem hún tók fagnandi á móti öllum sem þangað komu. Jonny Evans var meðal þeirra sem héldu ræðu: „Hún var sú besta á góðum degi og sú besta á slæmum degi,“ sagði Evans. „Það fór enginn framhjá Kath án þess að fá lítið faðmlag. Þegar hún kom aftur til vinnu í sumar þá skutlaði ég henni heim. Það var eins og ég væri að keyra meðlim í konungsfjölskyldunni,“ sagði Evans. Sir Alex Ferguson sem var knattspyrnustjóri félagsins í 26 ára hélt líka tölu. Kath hefði verið ánægð með það Ferguson var ánægður með að liðið hafi náð í úrslit á móti Liverpool í gær. „Kath hefði verið ánægð með það,“ sagði Alex Ferguson. „Þegar ég heimsótti hana undir það síðasta þá sá ég að hún var ánægð og sátt. Hún sagðist vera að drekka Coke og Bacardi. Ég spurði hana hvort læknirinn væri sáttur við slíkt þá sagðist hún ekki hafa spurt hann,“ sagði Ferguson. „Það er óvanalegt að finna einhvern sem var svo umhugað um hjálpa öllum öðrum. Allir sem eru hingað komnir i dag vilja heiðra mjög sérstaka persónu,“ sagði Ferguson. Hún var frábær manneskja Hann var líka gripinn í viðtal fyrir utan kirkjuna. „55 ár. Ég var þarna í 26 ár og hélt að það væri alveg ótrúlegt. Hún var frábær manneskja og ég svo ánægður með að allir leikmennirnir komu. Hún hefði kunnað að meta það,“ sagði Ferguson í viðtali við BBC eftir athöfnina. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Það var því mjög fjölmennt í jarðarför hennar í dag en þar var Sir Alex Ferguson mættur ásamt goðsögnum eins og David Beckham, Peter Schmeichel, Paul Scholes, Roy Keane og Bryan Robson. Ruben Amorim, þjálfari félagsins, mætti líka í jarðarförina ásamt öllu aðalliðinu. Bruno Fernandes og Jonny Evans fóru fyrir liðinu ásamt Amorim. Phipps lést í desember, 85 ára gömul. Hún var mikill stuðningsmaður félagsins frá barnæsku en tók við sem starfsmaður á skiptiborðinu árið 1968, stuttu eftir að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn. Hún starfaði hjá félaginu allt til ársins 2023. Phipps var frægust fyrir starf sitt í móttöku félagsins þar sem hún tók fagnandi á móti öllum sem þangað komu. Jonny Evans var meðal þeirra sem héldu ræðu: „Hún var sú besta á góðum degi og sú besta á slæmum degi,“ sagði Evans. „Það fór enginn framhjá Kath án þess að fá lítið faðmlag. Þegar hún kom aftur til vinnu í sumar þá skutlaði ég henni heim. Það var eins og ég væri að keyra meðlim í konungsfjölskyldunni,“ sagði Evans. Sir Alex Ferguson sem var knattspyrnustjóri félagsins í 26 ára hélt líka tölu. Kath hefði verið ánægð með það Ferguson var ánægður með að liðið hafi náð í úrslit á móti Liverpool í gær. „Kath hefði verið ánægð með það,“ sagði Alex Ferguson. „Þegar ég heimsótti hana undir það síðasta þá sá ég að hún var ánægð og sátt. Hún sagðist vera að drekka Coke og Bacardi. Ég spurði hana hvort læknirinn væri sáttur við slíkt þá sagðist hún ekki hafa spurt hann,“ sagði Ferguson. „Það er óvanalegt að finna einhvern sem var svo umhugað um hjálpa öllum öðrum. Allir sem eru hingað komnir i dag vilja heiðra mjög sérstaka persónu,“ sagði Ferguson. Hún var frábær manneskja Hann var líka gripinn í viðtal fyrir utan kirkjuna. „55 ár. Ég var þarna í 26 ár og hélt að það væri alveg ótrúlegt. Hún var frábær manneskja og ég svo ánægður með að allir leikmennirnir komu. Hún hefði kunnað að meta það,“ sagði Ferguson í viðtali við BBC eftir athöfnina. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport)
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira