Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2025 18:48 Ruben Amorim mætir hér í jarðarför Kath Phipps ásamt öllu Manchester United liðinu. Getty/Manchester United Manchester United kvaddi í dag Kath Phipps sem starfaði fyrir félagið í 55 ár. Lengst af var það hún sem tók á móti öllum sem komu í höfuðstöðvar félagsins og allir hafa góða sögu að segja af þessari vingjarnlegu konu. Það var því mjög fjölmennt í jarðarför hennar í dag en þar var Sir Alex Ferguson mættur ásamt goðsögnum eins og David Beckham, Peter Schmeichel, Paul Scholes, Roy Keane og Bryan Robson. Ruben Amorim, þjálfari félagsins, mætti líka í jarðarförina ásamt öllu aðalliðinu. Bruno Fernandes og Jonny Evans fóru fyrir liðinu ásamt Amorim. Phipps lést í desember, 85 ára gömul. Hún var mikill stuðningsmaður félagsins frá barnæsku en tók við sem starfsmaður á skiptiborðinu árið 1968, stuttu eftir að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn. Hún starfaði hjá félaginu allt til ársins 2023. Phipps var frægust fyrir starf sitt í móttöku félagsins þar sem hún tók fagnandi á móti öllum sem þangað komu. Jonny Evans var meðal þeirra sem héldu ræðu: „Hún var sú besta á góðum degi og sú besta á slæmum degi,“ sagði Evans. „Það fór enginn framhjá Kath án þess að fá lítið faðmlag. Þegar hún kom aftur til vinnu í sumar þá skutlaði ég henni heim. Það var eins og ég væri að keyra meðlim í konungsfjölskyldunni,“ sagði Evans. Sir Alex Ferguson sem var knattspyrnustjóri félagsins í 26 ára hélt líka tölu. Kath hefði verið ánægð með það Ferguson var ánægður með að liðið hafi náð í úrslit á móti Liverpool í gær. „Kath hefði verið ánægð með það,“ sagði Alex Ferguson. „Þegar ég heimsótti hana undir það síðasta þá sá ég að hún var ánægð og sátt. Hún sagðist vera að drekka Coke og Bacardi. Ég spurði hana hvort læknirinn væri sáttur við slíkt þá sagðist hún ekki hafa spurt hann,“ sagði Ferguson. „Það er óvanalegt að finna einhvern sem var svo umhugað um hjálpa öllum öðrum. Allir sem eru hingað komnir i dag vilja heiðra mjög sérstaka persónu,“ sagði Ferguson. Hún var frábær manneskja Hann var líka gripinn í viðtal fyrir utan kirkjuna. „55 ár. Ég var þarna í 26 ár og hélt að það væri alveg ótrúlegt. Hún var frábær manneskja og ég svo ánægður með að allir leikmennirnir komu. Hún hefði kunnað að meta það,“ sagði Ferguson í viðtali við BBC eftir athöfnina. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport) Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Það var því mjög fjölmennt í jarðarför hennar í dag en þar var Sir Alex Ferguson mættur ásamt goðsögnum eins og David Beckham, Peter Schmeichel, Paul Scholes, Roy Keane og Bryan Robson. Ruben Amorim, þjálfari félagsins, mætti líka í jarðarförina ásamt öllu aðalliðinu. Bruno Fernandes og Jonny Evans fóru fyrir liðinu ásamt Amorim. Phipps lést í desember, 85 ára gömul. Hún var mikill stuðningsmaður félagsins frá barnæsku en tók við sem starfsmaður á skiptiborðinu árið 1968, stuttu eftir að félagið vann Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn. Hún starfaði hjá félaginu allt til ársins 2023. Phipps var frægust fyrir starf sitt í móttöku félagsins þar sem hún tók fagnandi á móti öllum sem þangað komu. Jonny Evans var meðal þeirra sem héldu ræðu: „Hún var sú besta á góðum degi og sú besta á slæmum degi,“ sagði Evans. „Það fór enginn framhjá Kath án þess að fá lítið faðmlag. Þegar hún kom aftur til vinnu í sumar þá skutlaði ég henni heim. Það var eins og ég væri að keyra meðlim í konungsfjölskyldunni,“ sagði Evans. Sir Alex Ferguson sem var knattspyrnustjóri félagsins í 26 ára hélt líka tölu. Kath hefði verið ánægð með það Ferguson var ánægður með að liðið hafi náð í úrslit á móti Liverpool í gær. „Kath hefði verið ánægð með það,“ sagði Alex Ferguson. „Þegar ég heimsótti hana undir það síðasta þá sá ég að hún var ánægð og sátt. Hún sagðist vera að drekka Coke og Bacardi. Ég spurði hana hvort læknirinn væri sáttur við slíkt þá sagðist hún ekki hafa spurt hann,“ sagði Ferguson. „Það er óvanalegt að finna einhvern sem var svo umhugað um hjálpa öllum öðrum. Allir sem eru hingað komnir i dag vilja heiðra mjög sérstaka persónu,“ sagði Ferguson. Hún var frábær manneskja Hann var líka gripinn í viðtal fyrir utan kirkjuna. „55 ár. Ég var þarna í 26 ár og hélt að það væri alveg ótrúlegt. Hún var frábær manneskja og ég svo ánægður með að allir leikmennirnir komu. Hún hefði kunnað að meta það,“ sagði Ferguson í viðtali við BBC eftir athöfnina. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@mailsport)
Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira