Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Fellaini leggur skóna á hilluna

Hinn 36 ára Marouane Fellaini hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, en þessi fyrrum leikmaður Manchester United og Everton hefur leikið í Kína síðan 2019.

Fótbolti
Fréttamynd

Valdi Totten­ham fram yfir Barcelona

Tottenham tilkynnti formlega um félagaskipti Lucas Bergvall í gærkvöldi eftir að leikmaðurinn gekkst undir læknisskoðun hjá liðinu. Bergvall fagnaði því bæði félagaskiptum í gær sem og 18 ára afmæli sínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Klaga Bellingham fyrir að kalla Greenwood nauðgara

Getafe hefur klagað Jude Bellingham, leikmann Real Madrid, eftir að hann átti að hafa kallað Mason Greenwood nauðgara í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Real Madrid vann leikinn, 0-2, en Joselu skoraði bæði mörkin.

Fótbolti
Fréttamynd

Ágúst Eð­vald: Veit al­veg hvað í mér býr

Ágúst Eðvald Hlynsson samdi nýverið við AB Gladsaxe sem spilar í C-deildinni í Danmörku. Hann segir að ekki sé um að ræða skrif niður á við frá Breiðabliki þar sem hann spilaði á síðasta ári en nýir eigendur AB stefna hátt og er Ágúst Eðvald spenntur að vera hluti af því verkefni.

Fótbolti
Fréttamynd

Joselu skaut Madrídingum á toppinn

Joselu skoraði bæði mörk Real Madrid er liðið vann 2-0 útisigur gegn Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum skutust Madrídingar á topp deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert fengi hátt í milljón á dag

Ítalskur blaðamaður segir ljóst að Fiorentina muni leggja fram nýtt tilboð í Albert Guðmundsson í dag og að hann sé búinn að ná samkomulagi um eigin kaup og kjör samþykki Genoa tilboð Fiorentina.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvar endar Albert í dag?

Ítalska knattspyrnufélagið Fiorentina hefur ekki gefist upp í tilraunum sínum við að landa Alberti Guðmundssyni sem mögulega skiptir um félag í dag.

Fótbolti