Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2025 09:02 Ruben Amorim situr í heitu sæti. epa/ADAM VAUGHAN Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, segir að Manchester United gæti rekið Ruben Amorim ef illa fer gegn Chelsea á morgun. United er aðeins með fjögur stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni og féll úr leik fyrir D-deildarliði Grimsby Town í 2. umferð enska deildabikarsins. Amorim er undir mikilli pressu en Portúgalinn hefur verið gagnrýndur fyrir að halda fast í 3-4-3 leikkerfið sitt. Shearer segir að þessi ósveigjanleiki gæti kostað Amorim starfið hjá United. Um síðustu helgi tapaði United fyrir City, 3-0, í Manchester-slagnum og Shearer segir að þar hafi munurinn á liðunum komið bersýnilega í ljós. „Þetta voru menn gegn börnum. Þeir voru langt á eftir þeim í öllum þáttum leiksins þrátt fyrir að hafa eytt svona miklum pening í sumar. Ég held að þeir geti ekki tapað eins þessa helgi. Ef það gerist hefurðu áhyggjur af framtíð stjórans,“ sagði Shearer. „Hlutirnir verða að lagast fljótt. United getur ekki verið í 14.-16. sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þetta hefur ekki batnað hjá þeim og það getur ekki haldið áfram miðað við það sem þeir eyddu. Það þarf eitthvað til að koma þeim á beinu brautina og ef það gerist ekki fljótlega veistu hvernig þessi þjálfarabransi er.“ Mun ekki breyta Þótt illa hafi gengið hjá United er Shearer viss um að Amorim standi við orð sín um að hann muni ekki skipta um leikkerfi eða kvika út frá sinni hugmyndafræði. „Annað hvort fellur hann á eigið sverð eða nær árangrinum sem hann þarf. Á þessari stundu eru líkurnar honum ekki í hag því fáir af þessum leikmönnum henta kerfinu,“ sagði Shearer. „Amorim veit og trúir og mun annað hvort halda starfinu eða missa það. Þetta er mjög áhugaverð helgi og hann má ekki við öðru tapi eins og um síðustu helgi.“ Amorim hefur stýrt United í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni. Rauðu djöflarnir hafa aðeins unnið átta þeirra, gert sjö jafntefli og tapað sextán. Leikur United og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport. Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
United er aðeins með fjögur stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni og féll úr leik fyrir D-deildarliði Grimsby Town í 2. umferð enska deildabikarsins. Amorim er undir mikilli pressu en Portúgalinn hefur verið gagnrýndur fyrir að halda fast í 3-4-3 leikkerfið sitt. Shearer segir að þessi ósveigjanleiki gæti kostað Amorim starfið hjá United. Um síðustu helgi tapaði United fyrir City, 3-0, í Manchester-slagnum og Shearer segir að þar hafi munurinn á liðunum komið bersýnilega í ljós. „Þetta voru menn gegn börnum. Þeir voru langt á eftir þeim í öllum þáttum leiksins þrátt fyrir að hafa eytt svona miklum pening í sumar. Ég held að þeir geti ekki tapað eins þessa helgi. Ef það gerist hefurðu áhyggjur af framtíð stjórans,“ sagði Shearer. „Hlutirnir verða að lagast fljótt. United getur ekki verið í 14.-16. sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þetta hefur ekki batnað hjá þeim og það getur ekki haldið áfram miðað við það sem þeir eyddu. Það þarf eitthvað til að koma þeim á beinu brautina og ef það gerist ekki fljótlega veistu hvernig þessi þjálfarabransi er.“ Mun ekki breyta Þótt illa hafi gengið hjá United er Shearer viss um að Amorim standi við orð sín um að hann muni ekki skipta um leikkerfi eða kvika út frá sinni hugmyndafræði. „Annað hvort fellur hann á eigið sverð eða nær árangrinum sem hann þarf. Á þessari stundu eru líkurnar honum ekki í hag því fáir af þessum leikmönnum henta kerfinu,“ sagði Shearer. „Amorim veit og trúir og mun annað hvort halda starfinu eða missa það. Þetta er mjög áhugaverð helgi og hann má ekki við öðru tapi eins og um síðustu helgi.“ Amorim hefur stýrt United í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni. Rauðu djöflarnir hafa aðeins unnið átta þeirra, gert sjö jafntefli og tapað sextán. Leikur United og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira