Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2025 11:31 Erling Haaland og Mohamed Salah eru dýrustu leikmennirnir í Fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Alexander Isak kostar einnig sitt. vísir/epa Margir velta því eflaust fyrir sér hvenær þeir eigi að nota hið svokallaða Wildcard í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Strákarnir í Fantasýn fóru yfir hvernig mögulegt Wildcard lið myndi líta út fyrir næstu umferð. Ein af stóru spurningunum sem Fantasy-spilarar standa frammi fyrir á hverju tímabili er hvenær þeir eigi að nota Wildcard. Það gefur spilurum færi á að breyta liðinu sínu með ótakmörkuðum félagsskiptum. Í nýjasta þætti Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um fantasy, fór Albert Þór Guðmundsson yfir hvernig hans lið myndi líta út kysi hann að nota Wildcard fyrir næstu umferð. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Albert segir að myndi velja Erling Haaland í liðið sitt, jafnvel á kostnað Mohameds Salah. Albert myndi þó forðast að velja samherja Salahs, Alexander Isak, í liðið fyrir þessa umferð. „Þú ert með Haaland og Salah, langdýrasta í leiknum. Ef þú ert með þá báða ertu ekki með þá nógu oft sem fyrirliða til að það réttlæti að eyða svona miklum pening í þá. Þannig ég held að þú eigir að velja þinn hest og kannski hoppa á milli ef þú átt kost á því. En ef ég ætti að velja á milli þeirra í dag myndi ég velja Haaland en mér finnst ekki það langt á milli þeirra til að ég væri til í að taka mínusstig til að breyta Salah í Haaland,“ sagði Albert. Hann telur að flestir þeir sem nota Wildcard í næstu umferð myndu velja Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, í liðið sitt. Kamerúninn hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og er kominn með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu leikjunum í ensku úrvalsdeildinni. Sindri Þór Kamban spurði Albert hvort hann teldi að Jack Grealish hjá Everton yrði vinsæll kostur. Hann hefur lagt upp fjögur mörk á tímabilinu, flest allra í ensku úrvalsdeildinni. „Ég væri frekar bara með [Kiernan] Dewsbury-Hall. Hann er ódýrari,“ sagði Albert sem myndi heldur ekki hafa tvo Arsenal-menn í vörninni sinni. Brasilíski miðvörðurinn Gabriel yrði þó í liðinu hans sem og samherji hans, sænski framherjinn Viktor Gyökeres. Fyrir tímabilið hafði Albert mikla trú á Chelsea-manninum Cole Palmer en hann er efins um að velja hann í liðið sitt, noti hann Wildcard. „Þeir eiga reyndar Manchester United í næsta leik. En eru þeir að fara að mæta laskaðir þangað? Svo Brighton og Liverpool og útileikur gegn Nottingham Forest. Þetta er ekkert frábær dagskrá og ég myndi örugglega geyma Palmer,“ sagði Albert en umræðan um Wildcard-liðið hans hefst á 54:30 í þættinum. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
Ein af stóru spurningunum sem Fantasy-spilarar standa frammi fyrir á hverju tímabili er hvenær þeir eigi að nota Wildcard. Það gefur spilurum færi á að breyta liðinu sínu með ótakmörkuðum félagsskiptum. Í nýjasta þætti Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um fantasy, fór Albert Þór Guðmundsson yfir hvernig hans lið myndi líta út kysi hann að nota Wildcard fyrir næstu umferð. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Albert segir að myndi velja Erling Haaland í liðið sitt, jafnvel á kostnað Mohameds Salah. Albert myndi þó forðast að velja samherja Salahs, Alexander Isak, í liðið fyrir þessa umferð. „Þú ert með Haaland og Salah, langdýrasta í leiknum. Ef þú ert með þá báða ertu ekki með þá nógu oft sem fyrirliða til að það réttlæti að eyða svona miklum pening í þá. Þannig ég held að þú eigir að velja þinn hest og kannski hoppa á milli ef þú átt kost á því. En ef ég ætti að velja á milli þeirra í dag myndi ég velja Haaland en mér finnst ekki það langt á milli þeirra til að ég væri til í að taka mínusstig til að breyta Salah í Haaland,“ sagði Albert. Hann telur að flestir þeir sem nota Wildcard í næstu umferð myndu velja Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, í liðið sitt. Kamerúninn hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og er kominn með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu leikjunum í ensku úrvalsdeildinni. Sindri Þór Kamban spurði Albert hvort hann teldi að Jack Grealish hjá Everton yrði vinsæll kostur. Hann hefur lagt upp fjögur mörk á tímabilinu, flest allra í ensku úrvalsdeildinni. „Ég væri frekar bara með [Kiernan] Dewsbury-Hall. Hann er ódýrari,“ sagði Albert sem myndi heldur ekki hafa tvo Arsenal-menn í vörninni sinni. Brasilíski miðvörðurinn Gabriel yrði þó í liðinu hans sem og samherji hans, sænski framherjinn Viktor Gyökeres. Fyrir tímabilið hafði Albert mikla trú á Chelsea-manninum Cole Palmer en hann er efins um að velja hann í liðið sitt, noti hann Wildcard. „Þeir eiga reyndar Manchester United í næsta leik. En eru þeir að fara að mæta laskaðir þangað? Svo Brighton og Liverpool og útileikur gegn Nottingham Forest. Þetta er ekkert frábær dagskrá og ég myndi örugglega geyma Palmer,“ sagði Albert en umræðan um Wildcard-liðið hans hefst á 54:30 í þættinum. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira