Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Heimsku­legt“ að mati þjálfara Willums

Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður í fótbolta, er kominn í tveggja leikja bann í hollensku úrvalsdeildinni eftir brot sem þjálfari hans kallaði „heimskulegt“. Hann missir meðal annars af slag við erkifjendur um næstu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Foden kom til baka gegn Brentford og Man City nálgast toppinn

Englandsmeistarar Manchester City hafa minnkað forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu niður í aðeins tvö stig með góðum útisigri á Brentford. Meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar gegn lærisveinum Thomas Frank og ekki var útlitið bjart þegar heimamenn komust yfir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gott gengi Róm­verja ætlar engan endi að taka

Roma vann Cagliari 4-0 í eina leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð en Daniele De Rossi hefur unnið alla þrjá leiki sína síðan hann tók við stjórn liðsins af José Mourinho.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern á toppinn eftir stór­sigur

Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu 4-0 stórsigur á Freiburg og lyftu sér upp á topp úrvalsdeildar kvenna þar í landi. Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var að sjálfsögðu á sínum stað í hjarta varnarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Lykil­maður Man United frá í átta vikur hið minnsta

Miðvörðurinn Lisandro Martínez var loks að ná fullum styrk eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla á þessari leiktíð. Nú er ljóst að hann verður frá í átta vikur og munar um minna hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil til þessa.

Enski boltinn
Fréttamynd

Baulað á Beckham í fjar­veru Messi

40.000 aðdáendur Lionel Messi voru ósáttir við að sjá sinn mann ekki spila í æfingaleik Inter Miami gegn Hong Kong XI, en Messi er að glíma við meiðsli aftan í læri.

Fótbolti