Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 11:31 Manchester City hefur farið rólega af stað í ensku úrvalsdeildinni og er átta stigum á eftir toppliði Liverpool. epa/VINCE MIGNOTT Pep Guardiola hefur stýrt liðum í sex hundruð leikjum á stjóraferlinum. Aldrei hefur lið undir hans stjórn verið jafn lítið með boltann og Manchester City gegn Arsenal í gær. Gabriel Martinelli tryggði Skyttunum stig þegar hann skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma í leiknum á Emirates í gær. Erling Haaland kom City yfir eftir níu mínútur og það mark virtist ætla að skila liðinu sigri en Martinelli var á öðru máli og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Lið undir stjórn Peps Guardiola hafa verið þekkt fyrir að vera mikið með boltann en því var ekki að skipta í gær. City var nefnilega aðeins 32,8 prósent með boltann á Emirates. Það er það minnsta sem Guardiola-lið hefur verið með boltann á stjóraferli hans en gamla metið var einnig gegn Arsenal. Í mars 2023 var City 36,5 prósent með boltann gegn Arsenal. Eftir leikinn á Emirates sagði Guardiola að sínir menn hefðu verið lúnir eftir annasama viku. „Við spiluðum erfiða leiki í vikunni, Manchester United og svo í Meistaradeild Evrópu. Í dag spiluðum við gegn kraftmiklu liði,“ sagði Guardiola sem notaði fimm manna varnarlínu lengst af seinni hálfleiks. „Við viljum helst ekki spila þannig en þegar andstæðingurinn er betri þá þurfum við að verjast aftarlega og beita skyndisóknum. Það er þó aldrei ætlunin. Ég myndi helst vilja sleppa því en þú verður að gera það á þessu getustigi. Í sumum leikjum þarf maður að aðlaga sig að mótherjanum.“ City var mest með boltann af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, eða 61,6 prósent. Í fyrstu fimm leikjum þessa tímabils er City 52,4 prósent með boltann sem var aðeins það áttunda mesta í deildinni. Liverpool er mest með boltann, 63 prósent, en þar á eftir koma Chelsea (61,8 prósent) og Aston Villa (59,6 prósent). Síðastnefnda liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu fimm deildarleikjum tímabilsins. City er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig og hefur ekki verið með jafn fá stig eftir fimm leiki frá tímabilinu 2006-07 þegar Stuart Pearce var stjóri liðsins. Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. 22. september 2025 10:02 Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Mikel Arteta er fyrsti þjálfari sögunnar til að spila fimm deildarleiki í röð gegn liði Pep Guardiola án þess að tapa. Skytturnar hans Arteta gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 21. september 2025 23:17 Vildi vinna sem og byrja leikinn Gabriel Martinelli, hetja Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City, sagði sína menn að sjálfsögðu hafa viljað vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. 21. september 2025 19:03 Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 21. september 2025 17:45 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira
Gabriel Martinelli tryggði Skyttunum stig þegar hann skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma í leiknum á Emirates í gær. Erling Haaland kom City yfir eftir níu mínútur og það mark virtist ætla að skila liðinu sigri en Martinelli var á öðru máli og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Lið undir stjórn Peps Guardiola hafa verið þekkt fyrir að vera mikið með boltann en því var ekki að skipta í gær. City var nefnilega aðeins 32,8 prósent með boltann á Emirates. Það er það minnsta sem Guardiola-lið hefur verið með boltann á stjóraferli hans en gamla metið var einnig gegn Arsenal. Í mars 2023 var City 36,5 prósent með boltann gegn Arsenal. Eftir leikinn á Emirates sagði Guardiola að sínir menn hefðu verið lúnir eftir annasama viku. „Við spiluðum erfiða leiki í vikunni, Manchester United og svo í Meistaradeild Evrópu. Í dag spiluðum við gegn kraftmiklu liði,“ sagði Guardiola sem notaði fimm manna varnarlínu lengst af seinni hálfleiks. „Við viljum helst ekki spila þannig en þegar andstæðingurinn er betri þá þurfum við að verjast aftarlega og beita skyndisóknum. Það er þó aldrei ætlunin. Ég myndi helst vilja sleppa því en þú verður að gera það á þessu getustigi. Í sumum leikjum þarf maður að aðlaga sig að mótherjanum.“ City var mest með boltann af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, eða 61,6 prósent. Í fyrstu fimm leikjum þessa tímabils er City 52,4 prósent með boltann sem var aðeins það áttunda mesta í deildinni. Liverpool er mest með boltann, 63 prósent, en þar á eftir koma Chelsea (61,8 prósent) og Aston Villa (59,6 prósent). Síðastnefnda liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu fimm deildarleikjum tímabilsins. City er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig og hefur ekki verið með jafn fá stig eftir fimm leiki frá tímabilinu 2006-07 þegar Stuart Pearce var stjóri liðsins.
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. 22. september 2025 10:02 Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Mikel Arteta er fyrsti þjálfari sögunnar til að spila fimm deildarleiki í röð gegn liði Pep Guardiola án þess að tapa. Skytturnar hans Arteta gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 21. september 2025 23:17 Vildi vinna sem og byrja leikinn Gabriel Martinelli, hetja Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City, sagði sína menn að sjálfsögðu hafa viljað vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. 21. september 2025 19:03 Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 21. september 2025 17:45 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira
Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. 22. september 2025 10:02
Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Mikel Arteta er fyrsti þjálfari sögunnar til að spila fimm deildarleiki í röð gegn liði Pep Guardiola án þess að tapa. Skytturnar hans Arteta gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 21. september 2025 23:17
Vildi vinna sem og byrja leikinn Gabriel Martinelli, hetja Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City, sagði sína menn að sjálfsögðu hafa viljað vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. 21. september 2025 19:03
Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 21. september 2025 17:45