Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 10:02 Erling Haaland afklæddist eftir slaginn við Arsenal í gær. Getty/Marc Atkins Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. Haaland kom City yfir snemma leiks í gær, í 1-1 jafnteflinu við Arsenal, og jafnaði þar með markafjölda Ole Gunnar Solskjær í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru nú með 91 mark hvor og ljóst að aðeins er tímaspursmál hvenær Haaland verður markahæsti Norðurlandabúinn í sögu deildarinnar. Þess má geta að Gylfi Þór Sigurðsson er í þriðja sæti á þeim lista með 67 mörk. Eftir leikinn í gær deildi Haaland hins vegar mynd með skjáskoti sem var öllu minna gleðitilefni, og skrifaði sjálfur: „Fæ líka morðhótanir núna“. Í skilaboðunum stóð: „Passaðu þig núna, félagi. Ekki voga þér að birta meira á Snapchat, annars ertu búinn að vera.“ Erling Haaland posts some death threats that he received on Snapchat. 😳 pic.twitter.com/WjnH6nuNSH— City HQ (@City_HQs) September 21, 2025 Haaland er þó vís til að láta þetta ekki stöðva sig í næstu leikjum en mörkin 91 sem hann hefur nú skorað komu í aðeins 102 deildarleikjum. Til samanburðar þá skoraði Solskjær sín mörk í 235 leikjum. „Þetta var fínt mark. Sendingin kom á fullkomnum tímapunkti frá Tijjani. Ég öskraði „bíddu, bíddu, bíddu!“ svo að ég gæti komið mér í betri stöðu og sendingin var fullkomin. Þetta var flott mark,“ sagði Haaland um markið sitt í gær, í viðtali við Viaplay. Hann á enn langt í land með að ná markahæsta manni í sögu deildarinnar, Alan Shearer, sem skoraði 260 mörk á sínum tíma. Athygli vakti að Haaland skyldi tekinn af velli korteri fyrir leikslok í gær, í stöðunni 1-0, en Pep Guardiola sagði það vera vegna mikilla bakverkja sem væru að angra Norðmanninn. Hann fengi núna smáhvíld fram að næstu leikjum. Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira
Haaland kom City yfir snemma leiks í gær, í 1-1 jafnteflinu við Arsenal, og jafnaði þar með markafjölda Ole Gunnar Solskjær í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru nú með 91 mark hvor og ljóst að aðeins er tímaspursmál hvenær Haaland verður markahæsti Norðurlandabúinn í sögu deildarinnar. Þess má geta að Gylfi Þór Sigurðsson er í þriðja sæti á þeim lista með 67 mörk. Eftir leikinn í gær deildi Haaland hins vegar mynd með skjáskoti sem var öllu minna gleðitilefni, og skrifaði sjálfur: „Fæ líka morðhótanir núna“. Í skilaboðunum stóð: „Passaðu þig núna, félagi. Ekki voga þér að birta meira á Snapchat, annars ertu búinn að vera.“ Erling Haaland posts some death threats that he received on Snapchat. 😳 pic.twitter.com/WjnH6nuNSH— City HQ (@City_HQs) September 21, 2025 Haaland er þó vís til að láta þetta ekki stöðva sig í næstu leikjum en mörkin 91 sem hann hefur nú skorað komu í aðeins 102 deildarleikjum. Til samanburðar þá skoraði Solskjær sín mörk í 235 leikjum. „Þetta var fínt mark. Sendingin kom á fullkomnum tímapunkti frá Tijjani. Ég öskraði „bíddu, bíddu, bíddu!“ svo að ég gæti komið mér í betri stöðu og sendingin var fullkomin. Þetta var flott mark,“ sagði Haaland um markið sitt í gær, í viðtali við Viaplay. Hann á enn langt í land með að ná markahæsta manni í sögu deildarinnar, Alan Shearer, sem skoraði 260 mörk á sínum tíma. Athygli vakti að Haaland skyldi tekinn af velli korteri fyrir leikslok í gær, í stöðunni 1-0, en Pep Guardiola sagði það vera vegna mikilla bakverkja sem væru að angra Norðmanninn. Hann fengi núna smáhvíld fram að næstu leikjum.
Enski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira