
Segir átök á vinnumarkaði geta haft áhrif á ferðaþjónustuna
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir kjaraviðræður fara vel af stað þrátt fyrir að öll stóru málin séu óleyst.
Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir kjaraviðræður fara vel af stað þrátt fyrir að öll stóru málin séu óleyst.
Umferð að Gullfossi náði einhvers konar jafnvægi á síðasta ári. Aukningin ekki nærri eins mikil og síðustu ár.
Hugmyndir eru uppi um að byggja alþjóðaflugvöll í Sveitarfélaginu Árborg. Slíkur flugvöllur gæti kostað um 150 milljarða króna.
Arctic Adventures hf. og Icelandic Tourism Fund (ITF) hafa gert samkomulag um sameiningu Into the Glacier ehf. og Arctic Adventures. Sameinað félag mun starfa undir merkjum Arctic Adventures.
Ágangur ferðamanna og mikil rigningartíð fara ekki vel saman.
Lesendur Guardian völdu Vitann á Skaganum sem einn áhugaverðasta áfangastað veraldar.
Loftför Landhelgisgæslunnar fóru í 278 útköll árið 2018.
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember síðastliðnum.
Valdimar Kristjánsson yfirlandvörður fór yfir málið.
Friðrik Brekkan, sem starfað hefur sem leiðsögumaður í tugi ára, segir fólk ekki reikna með því að vera hreinlega í lífshættu á vinsælustu ferðamannastöðum landsins vegna mikillar hálku yfir vetrartímann.
Svigrúm flestra ferðaþjónustufyrirtækja til launahækkana er lítið sem ekkert og geta óábyrgir kjarasamningar haft mjög alvarleg áhrif á rekstrarforsendur þeirra. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs greinir frá þessu í færslu sem hann skrifaði inn í Facebook-hópinn Bakland ferðaþjónustunnar.
Finnbogi Þorkell Jónsson og Halldór Kristinn Haraldsson ætla ekki framar að taka að sér verkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtækið Guide to Iceland.
Miðbær Reykjavíkur var fullur af ferðamönnum í dag sem voru ánægðir með að eyða jólunum hér á landi.
Lögreglan telur sig nú vita að karlmaður, sem sætt hefur gæsluvarðhaldi vegna innbrota í fjölda bílaleigubíla í miðbænum, hafi brotist inn í hátt í sjötíu bíla.
Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma.
Björgunarfélagið Blanda á Blönduósi var kallað út fyrr í dag vegna ferðalanga sem voru búnir að festa bíl sinn rétt sunnan við Hveravelli við Kjalveg.
Fyrsti hluti á álagsmati umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna kynnt í dag, seinni hluti kynntur næsta vor.
Ítrekað hafa borist fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í fjörunni.
Afkoma hvalaskoðunarfélaga var mun verri á síðasta ári en árið á undan. Eigandi Eldingar segir hátt gengi krónunnar hafa dregið úr eftirspurn. Hvalaskoðunarfyrirtækin þurfi að finna jafnvægi í rekstrinum og áframhaldandi samþjöppun.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hveravallafélaginu.
Árið 2018 er þegar orðið metár í fjölda ferðamanna, en ferðamannafjöldinn fyrstu ellefu mánuði ársins um Leifsstöð var álíka mikill og allt árið í fyrra.
Fyrstu farþegarnir, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break, lentu á Akureyrarflugvelli í dag.
Hollywood-leikkonan Elisabeth Röhm, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Law & Order þáttunum lífsseigu var nýverið stödd á Íslandi ásamt dóttur sinni, hinni tíu ára gömlu Easton August. Ástæða ferðarinnar var að sögn Röhm að sýna dóttur hennar að það væri ekkert í heiminum sem hún gæti ekki gert.
Þriggja daga ferðir íshellaskoðunarfyrirtækisins Goecco voru seldar án tilskilinna leyfa og nauðsynlegra trygginga. Bitnar á viðskiptavinunum. Lagabreytingar sem taka gildi um áramót gera Ferðamálastofu loks kleift að beita þrýstingi á slík fyrirtæki með dagsektum.
Jónas Freydal, eigandi íshellaskoðunarfyrirtækisins Goecco, kennir valdaklíkum og bönkum um að hafa komið rekstri Goecco á kné. Þetta kemur fram í tölvupósti Jónasar til viðskiptavina. Hann segir bankana á eftir einstaklingum sem dirfist að hafa skoðanir, líkt og Björk og Sigur Rós.
Kínverskum ferðamönnum og ungu fólki sem slasast í umferðinni hér á landi hefur fækkað verulega. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu segir gríðarlegum árangri hafa náðst með aukinni fræðslu og forvörnum.
Samkomulag um kaup á 20 prósenta óbeinum hlut sjóðs í meirihlutaeigu lífeyrissjóða í Bláa lóninu verðmetur fyirtækið á um 50 milljarða. Meirihluti hluthafa sagður ætla að nýta sér kauprétt og vera áfram óbeinir eigendur að Bláa lóninu.
Laugarvatnshellir er manngerður hellir við Laugarvatn og fyrir hundrað árum bjó þar fólk í nokkur ár. Ferðaþjónustufyrirtæki endurbyggði vistarverurnar og segir sögu þeirra í upplifunarferð.
Viðskiptavinum sem áttu bókaðar ferðir með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefur verið tilkynnt að fyrirtækið sé komið í þrot. Dýrar ferðir sem virðist ganga illa að fá endurgreiddar. Eigandi Goecco hefur ekki svarað skilaboðum.