Hjólabátar Mýrdælinga ekki fengist samþykktir sem skip Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2019 22:29 Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík, var frumkvöðull í notkun hjólabáta í ferðaþjónustu hérlendis. Núna kemur hann þeim ekki í gegnum kerfið. Stöð 2/Einar Árnason. Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum við Reynisdranga eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, fást ekki samþykktir sem skip og hafa safnað skuldum á þriðja ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hjólabátarnir voru eitt af einkennistáknum Víkur í Mýrdal fyrir um aldarfjórðungi. Svo hurfu þeir en núna eru tveir komnir aftur. Reynir Ragnarsson og synir stóðu fyrir hjólbátaútgerðinni á sínum tíma, nýttu bátana fyrstu árin til fiskveiða frá sendinni ströndinni við Vík en fóru svo að sigla með ferðamenn.Hjólabátar voru bæði gerðir út frá Vík og Dyrhólahverfi til siglinga með ferðamenn.Mynd/Úr safni.„Og það virkaði bara mjög vel. En þetta voru eiginlega eingöngu Íslendingar þá sem sóttu þetta. Sumir sögðu að þetta hefði verið það sem kom Víkinni á kortið. Þetta var mjög vinsælt. En þetta var barningur því að það var ekki það mikið um ferðamenn hérna,“ segir Reynir, sem er fyrrverandi lögreglumaður í Vík. Fyrir þremur árum ákváðu þeir að byrja aftur, keyptu tvo hjólabáta af herlager í Belgíu, en rákust þá á vegg hjá Samgöngustofu. „Það væru komnar aðrar reglur og miklu strangari ESB-reglur. Og þetta væri orðið annað hafsvæði og ég veit ekki hvað og hvað. Og það var eiginlega allt fundið til foráttu sem hægt var,“ segir Reynir. Frá Samgöngustofu fengust þau svör að um innflutning, skráningu báta og skipa og eftirlit með þeim giltu reglur, sem miðuðu að því fyrst og síðast að tryggja öryggi. Skip sem keypt væri frá útlöndum til skráningar hérlendis þyrfti að hafa verið smíðað í samræmi við reglur viðurkennds flokkunarfélags eða sambærilegum reglum og fullnægja íslenskum lögum um styrkleika, búnað og haffæri. „Við höfum ekki ennþá getað komið þeim á skipaskrá eða fengið þá skráða sem skip,“ segir Reynir. Horft yfir Reynisdranga í átt til Víkur.Stöð 2/Einar Árnason.Samgöngustofa segir að til að samþykkja innflutt skip inn á skipaskrá þurfi að liggja fyrir allar teikningar og önnur gögn svo unnt sé að meta hvort það uppfylli umræddar reglur. Reynir segir herinn ekki láta smíðateikningar af hendi, því hafi þeir fengið íslenska verkfræðistofu til að teikna bátana upp en ekkert gangi. „Það virðist vera að þetta hafsvæði B sé allt í einu orðið svo hættulegt að það má ekki, - því að þeir sögðu að þó við fengjum skipaskrárnúmer á bátana, og þá skráða, þá væri ekki víst að við fengjum nokkurn tíma leyfi til að sigla þeim á þessu hættulega svæði.“ -Þannig að eins og staðan er, þá hreyfast þeir ekkert, þeir bara standa hérna? „Þeir bíða bara hérna og safna skuldum,“ svarar Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1. október 2008 16:40 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum við Reynisdranga eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, fást ekki samþykktir sem skip og hafa safnað skuldum á þriðja ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hjólabátarnir voru eitt af einkennistáknum Víkur í Mýrdal fyrir um aldarfjórðungi. Svo hurfu þeir en núna eru tveir komnir aftur. Reynir Ragnarsson og synir stóðu fyrir hjólbátaútgerðinni á sínum tíma, nýttu bátana fyrstu árin til fiskveiða frá sendinni ströndinni við Vík en fóru svo að sigla með ferðamenn.Hjólabátar voru bæði gerðir út frá Vík og Dyrhólahverfi til siglinga með ferðamenn.Mynd/Úr safni.„Og það virkaði bara mjög vel. En þetta voru eiginlega eingöngu Íslendingar þá sem sóttu þetta. Sumir sögðu að þetta hefði verið það sem kom Víkinni á kortið. Þetta var mjög vinsælt. En þetta var barningur því að það var ekki það mikið um ferðamenn hérna,“ segir Reynir, sem er fyrrverandi lögreglumaður í Vík. Fyrir þremur árum ákváðu þeir að byrja aftur, keyptu tvo hjólabáta af herlager í Belgíu, en rákust þá á vegg hjá Samgöngustofu. „Það væru komnar aðrar reglur og miklu strangari ESB-reglur. Og þetta væri orðið annað hafsvæði og ég veit ekki hvað og hvað. Og það var eiginlega allt fundið til foráttu sem hægt var,“ segir Reynir. Frá Samgöngustofu fengust þau svör að um innflutning, skráningu báta og skipa og eftirlit með þeim giltu reglur, sem miðuðu að því fyrst og síðast að tryggja öryggi. Skip sem keypt væri frá útlöndum til skráningar hérlendis þyrfti að hafa verið smíðað í samræmi við reglur viðurkennds flokkunarfélags eða sambærilegum reglum og fullnægja íslenskum lögum um styrkleika, búnað og haffæri. „Við höfum ekki ennþá getað komið þeim á skipaskrá eða fengið þá skráða sem skip,“ segir Reynir. Horft yfir Reynisdranga í átt til Víkur.Stöð 2/Einar Árnason.Samgöngustofa segir að til að samþykkja innflutt skip inn á skipaskrá þurfi að liggja fyrir allar teikningar og önnur gögn svo unnt sé að meta hvort það uppfylli umræddar reglur. Reynir segir herinn ekki láta smíðateikningar af hendi, því hafi þeir fengið íslenska verkfræðistofu til að teikna bátana upp en ekkert gangi. „Það virðist vera að þetta hafsvæði B sé allt í einu orðið svo hættulegt að það má ekki, - því að þeir sögðu að þó við fengjum skipaskrárnúmer á bátana, og þá skráða, þá væri ekki víst að við fengjum nokkurn tíma leyfi til að sigla þeim á þessu hættulega svæði.“ -Þannig að eins og staðan er, þá hreyfast þeir ekkert, þeir bara standa hérna? „Þeir bíða bara hérna og safna skuldum,“ svarar Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1. október 2008 16:40 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1. október 2008 16:40