Skálaverðir í Þórsmörk eru öllu vanir og voru kallaðir út til að aðstoða við að draga bílinn upp úr Krossánni sem hefur farið illa með margan bílinn í gegnum árin.
Parið sakaði ekki en bíllinn er gjöreyðilagður. Viktor Einar Vilhelmsson skálavörður var meðal þeirra sem staddir voru við björgunaraðgerðir í Krossá og tók myndskeiðið sem sjá má hér að neðan.