Rukkað í Skálholti í gegnum ökutæki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2019 11:00 Ferðamenn, sem sækja Skálholt heim þurfa að borga aðgangseyri á staðnum í gegnum ökutækin, sem þeir koma á til staðarins. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Erlendir ferðamenn sem heimsækja Skálholti eru almennt sáttir við að borga fyrir að koma á staðinn en Íslendingarnir eru ekki eins sáttir. Skálholt er mjög vinsæll ferðamannastaður í Uppsveitum Árnessýslu en um tvö hundruð og fjörutíu þúsund ferðamenn heimsækja staðin á hverju ári. Til að standa straum af kostnaði við móttöku ferðamannanna samþykkti kirkjuráð að heimila stjórn Skálholtsstaðar að innheimta fast gjald af ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir hvern hópferðabíl sem hefur viðkomu á Skálholtsstað. Gjaldið er 3.000 krónur fyrir rútu með 30 farþega eða fleiri og 1.500 krónur fyrir rútu með færri en 30 farþega. Einnig er rukkað fyrir einkabíla en ekki kemur fram á heimasíðu Skálholts hvað það er mikið. Í gjaldinu felst aðgengi farþega að salernum á Skálholtsstað og safni í kjallara kirkjunnar sem tengt er uppgraftarsvæði sunnan kirkjunnar gegnum göng. „Það er borgað fast gjald fyrir bíl eða rútu, það er miklu ódýrara heldur en að borga fyrir einstaklingana. Við erum líka að reyna að koma til móts við það að einfalda innheimtuna og til að tryggja það að við höfum fjármuni til að mæta þeirri þjónustu, sem við þurfum að veita“, segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján segir að ferðamenn taki almennt mjög vel í það að borga aðgangseyri að Skálholti í gegnum ökutækin, það séu helst Íslendingarnir, sem mótmæli, þeir telji sig svo mikla Íslendinga að þeir þurfi ekki að borga. Hann segir þá ferðamenn, sem komi í Skálholt ánægða. „Já, þeir eru mjög ánægðir og við fáum viðbrögð um hversu mikill friður og kyrrlát er á staðnum og fólk, sem kemur hingað í tíu mínútur, hálftíma eða klukkutíma, stoppar hér og gengur aðeins um hlaðið, það finnur helgi staðarins og það er uppörvandi fyrir okkur, þá erum við að gera eitthvað rétt“, bætir Kristján við. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Erlendir ferðamenn sem heimsækja Skálholti eru almennt sáttir við að borga fyrir að koma á staðinn en Íslendingarnir eru ekki eins sáttir. Skálholt er mjög vinsæll ferðamannastaður í Uppsveitum Árnessýslu en um tvö hundruð og fjörutíu þúsund ferðamenn heimsækja staðin á hverju ári. Til að standa straum af kostnaði við móttöku ferðamannanna samþykkti kirkjuráð að heimila stjórn Skálholtsstaðar að innheimta fast gjald af ferðaþjónustufyrirtækjum fyrir hvern hópferðabíl sem hefur viðkomu á Skálholtsstað. Gjaldið er 3.000 krónur fyrir rútu með 30 farþega eða fleiri og 1.500 krónur fyrir rútu með færri en 30 farþega. Einnig er rukkað fyrir einkabíla en ekki kemur fram á heimasíðu Skálholts hvað það er mikið. Í gjaldinu felst aðgengi farþega að salernum á Skálholtsstað og safni í kjallara kirkjunnar sem tengt er uppgraftarsvæði sunnan kirkjunnar gegnum göng. „Það er borgað fast gjald fyrir bíl eða rútu, það er miklu ódýrara heldur en að borga fyrir einstaklingana. Við erum líka að reyna að koma til móts við það að einfalda innheimtuna og til að tryggja það að við höfum fjármuni til að mæta þeirri þjónustu, sem við þurfum að veita“, segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján segir að ferðamenn taki almennt mjög vel í það að borga aðgangseyri að Skálholti í gegnum ökutækin, það séu helst Íslendingarnir, sem mótmæli, þeir telji sig svo mikla Íslendinga að þeir þurfi ekki að borga. Hann segir þá ferðamenn, sem komi í Skálholt ánægða. „Já, þeir eru mjög ánægðir og við fáum viðbrögð um hversu mikill friður og kyrrlát er á staðnum og fólk, sem kemur hingað í tíu mínútur, hálftíma eða klukkutíma, stoppar hér og gengur aðeins um hlaðið, það finnur helgi staðarins og það er uppörvandi fyrir okkur, þá erum við að gera eitthvað rétt“, bætir Kristján við.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira