
Ef tré fellur í skógi
Hvar hefst réttur manns til æru og hvar lýkur rétti konu til að tjá sig um atburði eigin lífs? Þetta er flókið. Þetta er ekki svart og hvítt. En það gengur ekki að dómstólar séu notaðir sem ógn til að kefla þolendur ofbeldis, múlbinda þá sem berjast gegn því og kæfa í fæðingu þá vitundarvakningu sem átt hefur sér stað um kynferðislegt ofbeldi undanfarin misseri.