Orkuverð og fiskverð Þorvaldur Gylfason skrifar 13. júní 2019 08:00 Dýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Hong Kong. Borgríkið er lítið að flatarmáli og eftir því þéttbýlt með afbrigðum. Það á engar náttúruauðlindir og þá ekki heldur olíu. Dýrt bensín er eðlilegt. Rífleg opinber gjöld eru því lögð ofan á heimsmarkaðsverðið á bensíni til að halda aftur af ökumönnum og draga úr umferð og mengun andrúmsloftsins. Mengun er hagkvæmur gjaldstofn, hagkvæmari en t.d. vinna þar eð vinna er æskileg, mengun ekki. Næstdýrasta bensín í heimi er í Noregi, litlu ódýrara en í Hong Kong. Noregur er að sönnu strjálbýlt land en Norðmönnum þykir samt rétt að halda aftur af umferðartöfum og mengun. Annar hver nýr bíll í landinu er rafknúinn. En bíðum við, kann nú einhver að spyrja: Hvers vegna býður Noregur sínu fólki ekki upp á ódýrt bensín? – olíuútflytjandinn sjálfur. Það stafar af því að ódýrt bensín handa norskum ökumönnum myndi jafngilda niðurgreiðslu bensíns, umferðartafa og loftmengunar. Það er Norðmönnum í hag, finnst þeim sjálfum, að halda bensínverði háu líkt og í Hong Kong.Ísland, bensínlega séð Þriðja dýrasta bensín heims er á Íslandi. Hugsunin að baki þeirri skipan er hin sama og í Hong Kong og Noregi. Ísland er strjálbýlt þótt umferðin sé þung í Reykjavík og nærsveitum en það stafar að nokkru leyti af ójöfnu vægi atkvæða sem hefur dregið úr fjárveitingum til samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur höfnuðu misvægi atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012. Það skiptir m.ö.o. engu máli fyrir hagfellda verðlagningu á bensíni hvort land flytur olíu út eða inn. Hér heima er því allt eins og það á að vera bensínlega séð nema nýja stjórnarskráin og meðfylgjandi samgöngubætur hér fyrir sunnan myndu að sínu leyti draga lítils háttar úr þörfinni fyrir dýrt bensín. Fimmti hver nýr bíll á Íslandi er nú rafknúinn. Hvað kostar bensínið? Þessa lexíu hefur mörgum olíuframleiðslulöndum láðst að tileinka sér. Ódýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Venesúelu þar sem allt er nú í kaldakoli, Súdan, Íran, Kúveit, Alsír, Nígeríu, Tyrkmenistan, Kasakstan, Egyptalandi, Aserbaídsjan og Angólu. Öll þessi lönd eru einræðislönd og harðræðis þar sem næstum ekkert er eins og það á að vera og rangar ákvarðanir stjórnvalda reka hver aðra. Bandaríkin eru eina vestræna iðnríkið þar sem bensínverði er haldið langt undir eðlilegu marki líkt og í Rússlandi. Bensín kostar nú (maí 2019) eina krónu lítrinn í Venesúelu, 17 kr. í Súdan, 37 kr. í Íran, 50 kr. í Nígeríu, 69 kr. í Sádi-Arabíu, 87 kr. í Rússlandi, 103 kr. í Bandaríkjunum, 136 kr. í Kína, 201 kr. í Albaníu, 242 kr. á Íslandi og í Noregi og 273 kr. í Hong Kong. Rússar, Kaninn og Kínverjar þurfa að taka sig á. Hátt fiskverð, hækkandi orkuverð Hliðstæða skýringu er að finna á háu fiskverði hér heima. Þeir sem draga fiskinn að landi geta flutt hann út og selt hann þar á heimsmarkaðsverði sem leggur því gólf undir fiskverðið í búðum hér heima. Fiskur á kostnaðarverði handa Íslendingum myndi jafngilda niðurgreiðslu líkt og lága bensínverðið í Aserbaídsjan og Angólu og þar. Hér skiptir það máli að Íslendingar flytja út fisk. Þjóðin á fiskinn í sjónum þótt margir þingmenn og útvegsmenn streitist enn gegn þeirri staðreynd. Það er því þjóðinni í hag sem eiganda auðlindarinnar að fiskverð sé hátt. Við flytjum einnig út orku og viljum því að hún sé dýr alveg eins og fiskurinn. Hvort tveggja er okkur í hag sem eigendum auðlindanna. Útlendingum var lengi seld íslenzk orka á svo lágu verði að stjórnvöldum fannst þau þurfa að halda verðinu leyndu fyrir fólkinu í landinu. Þingmenn fóru um landið fyrir kosningar og lofuðu álverum út og suður. Þegar setzt var niður með erlendum orkukaupendum eftir kosningar til að semja um verð gátu þeir þrýst verðinu langt niður þar eð heimamenn voru búnir að lofa álverum. Þetta er loksins að breytast eins og ráða má af því að nú vilja sumir stofna þjóðarsjóð utan um auknar tekjur af orkunni sem selst á hækkandi verði. Þar væri nú gildur sjóður hefði arðinum af sjávarauðlindinni verið veitt þangað frekar en að setja hann í hendur útvegsmanna og Morgunblaðsins o.þ.h. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Dýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Hong Kong. Borgríkið er lítið að flatarmáli og eftir því þéttbýlt með afbrigðum. Það á engar náttúruauðlindir og þá ekki heldur olíu. Dýrt bensín er eðlilegt. Rífleg opinber gjöld eru því lögð ofan á heimsmarkaðsverðið á bensíni til að halda aftur af ökumönnum og draga úr umferð og mengun andrúmsloftsins. Mengun er hagkvæmur gjaldstofn, hagkvæmari en t.d. vinna þar eð vinna er æskileg, mengun ekki. Næstdýrasta bensín í heimi er í Noregi, litlu ódýrara en í Hong Kong. Noregur er að sönnu strjálbýlt land en Norðmönnum þykir samt rétt að halda aftur af umferðartöfum og mengun. Annar hver nýr bíll í landinu er rafknúinn. En bíðum við, kann nú einhver að spyrja: Hvers vegna býður Noregur sínu fólki ekki upp á ódýrt bensín? – olíuútflytjandinn sjálfur. Það stafar af því að ódýrt bensín handa norskum ökumönnum myndi jafngilda niðurgreiðslu bensíns, umferðartafa og loftmengunar. Það er Norðmönnum í hag, finnst þeim sjálfum, að halda bensínverði háu líkt og í Hong Kong.Ísland, bensínlega séð Þriðja dýrasta bensín heims er á Íslandi. Hugsunin að baki þeirri skipan er hin sama og í Hong Kong og Noregi. Ísland er strjálbýlt þótt umferðin sé þung í Reykjavík og nærsveitum en það stafar að nokkru leyti af ójöfnu vægi atkvæða sem hefur dregið úr fjárveitingum til samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu. Kjósendur höfnuðu misvægi atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012. Það skiptir m.ö.o. engu máli fyrir hagfellda verðlagningu á bensíni hvort land flytur olíu út eða inn. Hér heima er því allt eins og það á að vera bensínlega séð nema nýja stjórnarskráin og meðfylgjandi samgöngubætur hér fyrir sunnan myndu að sínu leyti draga lítils háttar úr þörfinni fyrir dýrt bensín. Fimmti hver nýr bíll á Íslandi er nú rafknúinn. Hvað kostar bensínið? Þessa lexíu hefur mörgum olíuframleiðslulöndum láðst að tileinka sér. Ódýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Venesúelu þar sem allt er nú í kaldakoli, Súdan, Íran, Kúveit, Alsír, Nígeríu, Tyrkmenistan, Kasakstan, Egyptalandi, Aserbaídsjan og Angólu. Öll þessi lönd eru einræðislönd og harðræðis þar sem næstum ekkert er eins og það á að vera og rangar ákvarðanir stjórnvalda reka hver aðra. Bandaríkin eru eina vestræna iðnríkið þar sem bensínverði er haldið langt undir eðlilegu marki líkt og í Rússlandi. Bensín kostar nú (maí 2019) eina krónu lítrinn í Venesúelu, 17 kr. í Súdan, 37 kr. í Íran, 50 kr. í Nígeríu, 69 kr. í Sádi-Arabíu, 87 kr. í Rússlandi, 103 kr. í Bandaríkjunum, 136 kr. í Kína, 201 kr. í Albaníu, 242 kr. á Íslandi og í Noregi og 273 kr. í Hong Kong. Rússar, Kaninn og Kínverjar þurfa að taka sig á. Hátt fiskverð, hækkandi orkuverð Hliðstæða skýringu er að finna á háu fiskverði hér heima. Þeir sem draga fiskinn að landi geta flutt hann út og selt hann þar á heimsmarkaðsverði sem leggur því gólf undir fiskverðið í búðum hér heima. Fiskur á kostnaðarverði handa Íslendingum myndi jafngilda niðurgreiðslu líkt og lága bensínverðið í Aserbaídsjan og Angólu og þar. Hér skiptir það máli að Íslendingar flytja út fisk. Þjóðin á fiskinn í sjónum þótt margir þingmenn og útvegsmenn streitist enn gegn þeirri staðreynd. Það er því þjóðinni í hag sem eiganda auðlindarinnar að fiskverð sé hátt. Við flytjum einnig út orku og viljum því að hún sé dýr alveg eins og fiskurinn. Hvort tveggja er okkur í hag sem eigendum auðlindanna. Útlendingum var lengi seld íslenzk orka á svo lágu verði að stjórnvöldum fannst þau þurfa að halda verðinu leyndu fyrir fólkinu í landinu. Þingmenn fóru um landið fyrir kosningar og lofuðu álverum út og suður. Þegar setzt var niður með erlendum orkukaupendum eftir kosningar til að semja um verð gátu þeir þrýst verðinu langt niður þar eð heimamenn voru búnir að lofa álverum. Þetta er loksins að breytast eins og ráða má af því að nú vilja sumir stofna þjóðarsjóð utan um auknar tekjur af orkunni sem selst á hækkandi verði. Þar væri nú gildur sjóður hefði arðinum af sjávarauðlindinni verið veitt þangað frekar en að setja hann í hendur útvegsmanna og Morgunblaðsins o.þ.h.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar