Að leiða eða fylgja Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. júní 2019 08:45 Fátt getur komið í veg fyrir að Boris Johnson verði kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins og setjist á stól forsætisráðherra um miðjan næsta mánuð. Johnson hefur haft yfirburðastöðu í valferli flokksins, en eftir að hafa sigtað frambjóðendur út einn af öðrum hafa þingmenn nú komið sér saman um þá tvo sem almennir flokksmenn velja á milli: Boris Johnson, og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra. Frambjóðendurnir tveir halda nú í fundaferð um landið, en um 160 þúsund flokksmenn hafa kosningarétt í kjörinu. Þið lásuð rétt, 160 þúsund manns velja nú forsætisráðherra fyrir 60 milljóna þjóð. Talandi um að valdefla grasrótina. Ljóst er að Hunt mun eiga á brattann að sækja því Johnson nýtur vinsælda meðal flokksmanna. Hunt mun hamra á meintum óáreiðanleika og tækifærismennsku keppinautarins. Ekki skortir dæmin til að nefna. Sem borgarstjóri í London var Johnson þekktur fyrir uppátæki sín og kæruleysislegt fas frekar en stjórnvisku. Í borgarstjóratíð sinni sagðist hann frekar myndu hlekkja sig við flugbraut en að heimila byggingu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow flugvelli. Þegar síðar kom að því að kjósa um málið er hann var orðinn þingmaður, skrópaði hann í atkvæðagreiðslunni. Í Brexit málinu er Johnson legið á hálsi fyrir að láta eigin frama ráða ferð en ekki almannahag. Hunt þykir hins vegar traustur. Hann hefur reynslu af viðskiptum og byggði upp eigið fyrirtæki frá grunni. Hann þótti ágætur heilbrigðisráðherra, og hefur farnast mun betur en Johnson eftir að hann tók við af honum sem utanríkisráðherra. Málflutningur hans í Brexit málinu er sömuleiðis jarðtengdari en klisjukennt tal Johnson. Ljóst er að Johnson nýtur hylli hins almenna flokksmanns og mun því að öllum líkindum standa uppi sem sigurvegari. Staðan í Brexit málinu er hins vegar slík að nánast ómögulegt mun verða fyrir hann að þóknast fylgismönnum sínum. Gallinn við Johnson er nefnilega sá að þegar allt kemur til alls reynir hann, eins og aðrir popúlistar að elta almenningsálitið í stað þess að móta það. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs. Þetta þekkjum við hér á landi og okkar eigin íhaldsflokkur virðist við það að liðast í sundur af sömu ástæðu. En í því hljóta að felast tækifæri. Alvöru leiðtogar lýsa stefnumálum og reyna að fá kjósendur til fylgilags, en elta ekki tiktúrur háværrar grasrótar sem ekkert merkilegra virðist hafa við tímann að gera en lemja lyklaborðið móð og másandi. Stefnumál hægri flokka eru ekki úrelt. Skynsamlegar markaðsáherslur, alþjóðahyggja og agi í fjármálum. Þau vantar sannfærandi málsvara sem þora að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs.Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Fátt getur komið í veg fyrir að Boris Johnson verði kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins og setjist á stól forsætisráðherra um miðjan næsta mánuð. Johnson hefur haft yfirburðastöðu í valferli flokksins, en eftir að hafa sigtað frambjóðendur út einn af öðrum hafa þingmenn nú komið sér saman um þá tvo sem almennir flokksmenn velja á milli: Boris Johnson, og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra. Frambjóðendurnir tveir halda nú í fundaferð um landið, en um 160 þúsund flokksmenn hafa kosningarétt í kjörinu. Þið lásuð rétt, 160 þúsund manns velja nú forsætisráðherra fyrir 60 milljóna þjóð. Talandi um að valdefla grasrótina. Ljóst er að Hunt mun eiga á brattann að sækja því Johnson nýtur vinsælda meðal flokksmanna. Hunt mun hamra á meintum óáreiðanleika og tækifærismennsku keppinautarins. Ekki skortir dæmin til að nefna. Sem borgarstjóri í London var Johnson þekktur fyrir uppátæki sín og kæruleysislegt fas frekar en stjórnvisku. Í borgarstjóratíð sinni sagðist hann frekar myndu hlekkja sig við flugbraut en að heimila byggingu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow flugvelli. Þegar síðar kom að því að kjósa um málið er hann var orðinn þingmaður, skrópaði hann í atkvæðagreiðslunni. Í Brexit málinu er Johnson legið á hálsi fyrir að láta eigin frama ráða ferð en ekki almannahag. Hunt þykir hins vegar traustur. Hann hefur reynslu af viðskiptum og byggði upp eigið fyrirtæki frá grunni. Hann þótti ágætur heilbrigðisráðherra, og hefur farnast mun betur en Johnson eftir að hann tók við af honum sem utanríkisráðherra. Málflutningur hans í Brexit málinu er sömuleiðis jarðtengdari en klisjukennt tal Johnson. Ljóst er að Johnson nýtur hylli hins almenna flokksmanns og mun því að öllum líkindum standa uppi sem sigurvegari. Staðan í Brexit málinu er hins vegar slík að nánast ómögulegt mun verða fyrir hann að þóknast fylgismönnum sínum. Gallinn við Johnson er nefnilega sá að þegar allt kemur til alls reynir hann, eins og aðrir popúlistar að elta almenningsálitið í stað þess að móta það. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs. Þetta þekkjum við hér á landi og okkar eigin íhaldsflokkur virðist við það að liðast í sundur af sömu ástæðu. En í því hljóta að felast tækifæri. Alvöru leiðtogar lýsa stefnumálum og reyna að fá kjósendur til fylgilags, en elta ekki tiktúrur háværrar grasrótar sem ekkert merkilegra virðist hafa við tímann að gera en lemja lyklaborðið móð og másandi. Stefnumál hægri flokka eru ekki úrelt. Skynsamlegar markaðsáherslur, alþjóðahyggja og agi í fjármálum. Þau vantar sannfærandi málsvara sem þora að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Í þessu krystallast að mörgu leyti vandamál stjórnmála síðustu ára, þar sem stórkarlalegar yfirlýsingar sem eiga að slá ódýrar pólitískar keilur virðast helst líklegar til árangurs.Þessi pistill birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun