Eindrægni og sérdrægni Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. maí 2019 07:00 Mikil eindrægni VG og Sjálfstæðismanna birtist okkur á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins. Þar flutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðu og mærði samstarfsflokkinn mjög. Hún muldraði að vísu skyldumöntruna um að þetta væru höfuðandstæðingar íslenskra stjórnmála en talaði meira eins og foringi systurflokks. Hún sagði þar meðal annars formann Sjálfstæðisflokksins besta samstarfsmann sem hún hefði haft. Það er auðvitað ánægjulegt í sjálfu sér þegar eindrægni ríkir á vinnustað en öllu má ofgera, og það skiptir óneitanlega máli um hvað sú eindrægni er. Fari svo ósennilega að þinginu verði aftur leyft að starfa þá bíða þess mál sem bera vitni um stefnu Sjálfstæðisflokksins, en ég er ekki alveg viss um að allir kjósendur Vinstri grænna hafi talið sig vera að styðja þá stefnu með atkvæði sínu. Stefna Sjálfstæðismanna snýst ekki bara um eindrægni, heldur líka sérdrægni. Það stendur til að setja Seðlabanka Íslands á ný undir flokksstjórn með pólitískum bankastjórum af gamla taginu; og bankinn verður aftur að eftirlaunaparadís þreyttra flokksforingja sem telja sig jafnvel fullfæra um að taka ákvarðanir um að lána allan gjaldeyrisforðann með einu símtali. Á þinginu bíður líka frumvarp um Þjóðarsjóð, sem hljómar svo sem nógu vel í krataeyrum, en það fara hins vegar að renna á mann tvær grímur þegar maður sér þar kunnugleg áform um að einkaaðilar á fjármálamarkaði eigi að gæta sjóðsins og ávaxta hann en ekki Seðlabankinn eins og tíðkast annars staðar. Við munum hvernig útrásarfurstarnir ásældust lífeyrissjóðina okkar – hér gæti slíkt ævintýri verið í uppsiglingu – í allri eindrægninni. Hér gæti ríkisstjórnin verið að afhenda bröskurum efnahagslegt tryllitæki. Margt fólk óttast það nú að auðlindir okkar lendi í braskarahöndum vegna innleiðingar orkupakka þrjú. Þar er margt á misskilningi byggt. En sporin hræða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og sérdrægnin er; ef við viljum að almannahagsmunir ráði í nýtingu þjóðarauðlinda og meðferð almannafjár þá eigum við einfaldlega ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða aðra hægri flokka – eða flokka sem starfa með honum í mikilli eindrægni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Mikil eindrægni VG og Sjálfstæðismanna birtist okkur á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins. Þar flutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðu og mærði samstarfsflokkinn mjög. Hún muldraði að vísu skyldumöntruna um að þetta væru höfuðandstæðingar íslenskra stjórnmála en talaði meira eins og foringi systurflokks. Hún sagði þar meðal annars formann Sjálfstæðisflokksins besta samstarfsmann sem hún hefði haft. Það er auðvitað ánægjulegt í sjálfu sér þegar eindrægni ríkir á vinnustað en öllu má ofgera, og það skiptir óneitanlega máli um hvað sú eindrægni er. Fari svo ósennilega að þinginu verði aftur leyft að starfa þá bíða þess mál sem bera vitni um stefnu Sjálfstæðisflokksins, en ég er ekki alveg viss um að allir kjósendur Vinstri grænna hafi talið sig vera að styðja þá stefnu með atkvæði sínu. Stefna Sjálfstæðismanna snýst ekki bara um eindrægni, heldur líka sérdrægni. Það stendur til að setja Seðlabanka Íslands á ný undir flokksstjórn með pólitískum bankastjórum af gamla taginu; og bankinn verður aftur að eftirlaunaparadís þreyttra flokksforingja sem telja sig jafnvel fullfæra um að taka ákvarðanir um að lána allan gjaldeyrisforðann með einu símtali. Á þinginu bíður líka frumvarp um Þjóðarsjóð, sem hljómar svo sem nógu vel í krataeyrum, en það fara hins vegar að renna á mann tvær grímur þegar maður sér þar kunnugleg áform um að einkaaðilar á fjármálamarkaði eigi að gæta sjóðsins og ávaxta hann en ekki Seðlabankinn eins og tíðkast annars staðar. Við munum hvernig útrásarfurstarnir ásældust lífeyrissjóðina okkar – hér gæti slíkt ævintýri verið í uppsiglingu – í allri eindrægninni. Hér gæti ríkisstjórnin verið að afhenda bröskurum efnahagslegt tryllitæki. Margt fólk óttast það nú að auðlindir okkar lendi í braskarahöndum vegna innleiðingar orkupakka þrjú. Þar er margt á misskilningi byggt. En sporin hræða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og sérdrægnin er; ef við viljum að almannahagsmunir ráði í nýtingu þjóðarauðlinda og meðferð almannafjár þá eigum við einfaldlega ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða aðra hægri flokka – eða flokka sem starfa með honum í mikilli eindrægni.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar