Gömul hné Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. júní 2019 09:00 Raunalegt er að vakna upp við það einn daginn, að líkamlegt ástand manns er miklu lakara en jafnaldrans, sem litinn var hornauga fyrir að iðka aldrei íþróttir að neinu marki,“ segir Kjersti Grini. Kjersti var ein skærasta handboltastjarna Norðmanna í lok aldarinnar sem leið. Á ferlinum skoraði hún þúsund mörk fyrir norska landsliðið. Hún hætti að spila árið 2003. Í 16 ár hefur hún barist við afleiðingar íþróttameiðsla. Á glæstum ferli sinnti hún hvorki aðvörunum sérfræðinga né skýrum hættumerkjum frá eigin líkama. Nú hellast afleiðingarnar yfir. Kjersti getur ekki leikið sér með bolta með börnum sínum úti garði, þessi mikla afrekskona, sem enn hefur ekki náð miðjum aldri. Verkirnir aftra henni frá flestu sem reynir á líkamann og jafnaldrar hennar líta á sem sjálfsagðan hlut. Norska ríkissjónvarpið gerði könnun meðal 142 afreksíþróttamanna Noregs, sem voru á hátindi ferils síns 1994. Könnunin náði til 23 íþróttagreina. Spurt var um áhrif keppnisferilsins á heilsufarið til dagsins í dag. Nú, aldarfjórðungi síðar, stríðir um helmingur hópsins við slæmar afleiðingar íþróttameiðsla. Flest gera ráð fyrir að þurfa að lifa með raunum sínum alla tíð. Eymsli í liðum er algengasta skrokkskjóðan, um helmingur þjáist í hnjánum. Hlutfall slíkra einkenna er tvöfalt í afrekshópnum í samanburði við annað fólk á sama reki, sem hefur verið forsjálla í keppninni á íþróttavellinum eða hreinlega setið heima. Keppnisferillinn skilur eftir sig fleiri alvarleg mein hjá körlum en konum. Hefðbundnar vetraríþróttir sem stundaðar eru utandyra leika fólk síður grátt en vinsælar hópíþróttir, sem reyna mikið á stoðkerfi líkamans . Um áttatíu prósent hópsins segjast engan stuðning fá frá íþróttahreyfingunni eftir að keppnisferli lýkur, hvorki íþróttafélögum, sérsamböndum né „Olympiatoppen“, sem á að sinna afreksfólki í Noregi. Margir íþróttamenn slíta krossbönd. Æ yngri afreksmenn verða fyrir því. Norskir sjúkraþjálfarar fullyrða að með æfingum megi koma í veg fyrir um helming slíkra meiðsla. Alltof margir virðast skella skollaeyrunum við ráðum fagmanna, því fimmtán árum eftir krossbandsslit, þjáist helmingur fórnarlamba af slitgigt. Talað er um „ungt fólk með gömul hné“. Ýmislegt bendir til að nú sé að verða vitundarvakning í norska íþróttaheiminum. Tími til kominn, því vítin sem þarf að varast verða æ meira áberandi. Hópíþróttum á Íslandi hefur sannarlega vaxið ásmegin. Fáir hafa glatt þjóðina meira en íþróttafólk í alþjóðlegri keppni. Brýnt er að læra af reynslunni heima og erlendis, og búa svo um hnútana að afreksfólkið okkar fái bestu þjónustu, ekki síst sjúkraþjálfun og leiðbeiningar um hvernig við beitum skrokknum, strax frá unga aldri. Kapp er best með forsjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Raunalegt er að vakna upp við það einn daginn, að líkamlegt ástand manns er miklu lakara en jafnaldrans, sem litinn var hornauga fyrir að iðka aldrei íþróttir að neinu marki,“ segir Kjersti Grini. Kjersti var ein skærasta handboltastjarna Norðmanna í lok aldarinnar sem leið. Á ferlinum skoraði hún þúsund mörk fyrir norska landsliðið. Hún hætti að spila árið 2003. Í 16 ár hefur hún barist við afleiðingar íþróttameiðsla. Á glæstum ferli sinnti hún hvorki aðvörunum sérfræðinga né skýrum hættumerkjum frá eigin líkama. Nú hellast afleiðingarnar yfir. Kjersti getur ekki leikið sér með bolta með börnum sínum úti garði, þessi mikla afrekskona, sem enn hefur ekki náð miðjum aldri. Verkirnir aftra henni frá flestu sem reynir á líkamann og jafnaldrar hennar líta á sem sjálfsagðan hlut. Norska ríkissjónvarpið gerði könnun meðal 142 afreksíþróttamanna Noregs, sem voru á hátindi ferils síns 1994. Könnunin náði til 23 íþróttagreina. Spurt var um áhrif keppnisferilsins á heilsufarið til dagsins í dag. Nú, aldarfjórðungi síðar, stríðir um helmingur hópsins við slæmar afleiðingar íþróttameiðsla. Flest gera ráð fyrir að þurfa að lifa með raunum sínum alla tíð. Eymsli í liðum er algengasta skrokkskjóðan, um helmingur þjáist í hnjánum. Hlutfall slíkra einkenna er tvöfalt í afrekshópnum í samanburði við annað fólk á sama reki, sem hefur verið forsjálla í keppninni á íþróttavellinum eða hreinlega setið heima. Keppnisferillinn skilur eftir sig fleiri alvarleg mein hjá körlum en konum. Hefðbundnar vetraríþróttir sem stundaðar eru utandyra leika fólk síður grátt en vinsælar hópíþróttir, sem reyna mikið á stoðkerfi líkamans . Um áttatíu prósent hópsins segjast engan stuðning fá frá íþróttahreyfingunni eftir að keppnisferli lýkur, hvorki íþróttafélögum, sérsamböndum né „Olympiatoppen“, sem á að sinna afreksfólki í Noregi. Margir íþróttamenn slíta krossbönd. Æ yngri afreksmenn verða fyrir því. Norskir sjúkraþjálfarar fullyrða að með æfingum megi koma í veg fyrir um helming slíkra meiðsla. Alltof margir virðast skella skollaeyrunum við ráðum fagmanna, því fimmtán árum eftir krossbandsslit, þjáist helmingur fórnarlamba af slitgigt. Talað er um „ungt fólk með gömul hné“. Ýmislegt bendir til að nú sé að verða vitundarvakning í norska íþróttaheiminum. Tími til kominn, því vítin sem þarf að varast verða æ meira áberandi. Hópíþróttum á Íslandi hefur sannarlega vaxið ásmegin. Fáir hafa glatt þjóðina meira en íþróttafólk í alþjóðlegri keppni. Brýnt er að læra af reynslunni heima og erlendis, og búa svo um hnútana að afreksfólkið okkar fái bestu þjónustu, ekki síst sjúkraþjálfun og leiðbeiningar um hvernig við beitum skrokknum, strax frá unga aldri. Kapp er best með forsjá.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun