Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

Svona verður uppröðunin á lokakvöldi Eurovision

Nú liggur fyrir að Ísland verður átjánda landið á svið á úrslitakvöldi Eurovision keppninnar á laugardag. Systur eru að rísa ofar í veðbönkunum eftir seinna undankvöldið í gær og eru í tuttugasta sæti þegar þetta er skrifað, Úkraínu er enn spáð sigri.

Tónlist
Fréttamynd

Systur rísa en stjarna Úkraínu skín langskærast

Framlag Íslands í Eurovision er í tuttugasta sæti meðal veðbanka yfir þær þjóðir sem líklegastar eru til að bera sigur úr býtum annað kvöld. Fátt getur komið í veg fyrir sigur Úkraínu, ef marka má veðbanka að minnsta kosti.

Lífið
Fréttamynd

Þessar þjóðir mæta Systrum á laugar­daginn

Nú er komið á hreint hvaða þjóðir munu keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Tórínó á laugardaginn. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð og Finnland eru meðal þeirra þjóða sem tryggðu sér sæti í úrslitum.

Lífið
Fréttamynd

Fjölskyldurnar mættar út til Tórínó

Íslenski keppnishópurinn fór út að borða í gærkvöldi í Tórínó. Hópurinn í kringum Systur hérna úti hefur stækkað töluvert frá því að þau mættu til Ítalíu. 

Lífið
Fréttamynd

Systurnar sleppa við Covid-prófin

Keppendur í Eurovision þurfa ekki lengur að sýna fram á neikvætt Covid-próf til að mega stíga á svið í keppninni. Það er því engin hætta á að Systur fái ekki að koma fram líkt og Daði og Gagnamagnið í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Ís­landi spáð 23. sæti á úr­slita­kvöldinu

Systurnar Sigga, Beta og Elín munu stíga á svið í seinni hluta á úrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Tórínó á Ítalíu á laugardag. Þær tryggðu Íslandi sæti í úrslitunum í gærkvöldi þvert á slæma spá. 

Tónlist
Fréttamynd

Systur snúa aftur á úr­slita­kvöldinu

Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag.

Lífið
Fréttamynd

Gítargrip og texti Með hækkandi sól

Fyrri undankeppni Eurovision fer fram í kvöld og Systur munu stíga á svið og flytja Með hækkandi sól fyrir Íslands hönd. Hörðustu Júró-aðdáendur munu líklega blása til teitis í kvöld til að hvetja okkar konur áfram og verður því að gera fólki mögulegt að grípa í gítarinn og syngja með systrum. 

Tónlist