Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

„Við erum rosalega bjartsýn með kvöldið“

„Hún er rosalega góð, það er búið að vera ótrúlega jákvæð og mjúk stemning í hópnum,“ segir Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins um stemninguna hjá Systrum fyrir kvöldinu í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Kom á óvart hvað Eurovision var fjölskylduvænt og þægilegt

Hjónin Ragnar Jónasson og María Margrét Jóhannsdóttir skelltu sér til Tórínó ásamt dætrum sínum til að sjá Ísland á sviði. Þau segja Eurovision hina bestu fjölskylduskemmtun og stefna sannarlega á að fara aftur. Júrógarðurinn tók púlsinn á þeim og fékk að heyra meira um þessa fjölskylduferð.

Lífið
Fréttamynd

Framlag Lettlands tók íslenska lagið í beinni fyrir blaðamenn

Hljómsveitin Citi Zēni keppti fyrir hönd Lettlands í Eurovision í ár. Lagið þeirra Eat Your Salad komst ekki áfram úr undanriðlinum en þeir náðu þó að dreifa boðskap sínum, sem snýst um að velja grænmetisfæðu og hugsa vel um plánetuna. Júrógarðurinn átti líflegt spjall við hljómsveitina, sem söng meðal annars fyrir okkur eigin útgáfu af Með hækkandi sól.

Tónlist
Fréttamynd

Fengu sér McDonald's á milli æfinga

Undirbúningur stendur nú yfir fyrir lokakvöld Eurovision söngvakeppninnnar í Tórnínó á Ítalíu. Systurnar sem keppa fyrir Íslands hönd eru nú að undirbúa sig fyrir stóra kvöldið en eins og staðan er núna er búist við að Úkraína vinni keppnina.

Lífið
Fréttamynd

„Hvernig get ég ekki stutt svona hæfileikaríkt fólk sem styður líka fólk eins og mig? Áfram Systur!“

Jens Geerts starfar sem fjölmiðlakona hjá alþjóðlegu LGBTQ+ stöðinni OUTtv og er stödd í Tórínó að fjalla um Eurovision. Jens hefur verið aðdáandi Eurovision í áratugi og segir að LGBTQ+ fyrirmyndir í sögu keppninnar hafi spilað veigamikið hlutverk við að hjálpa sér að samþykkja sjálfa sig sem trans konu. Hún er mikill aðdáandi Systra en Júrógarðurinn ræddi við Jens og fékk að skyggnast aðeins inn í hennar hugarheim.

Lífið
Fréttamynd

Fá boðsmiða á Eurovision á næsta ári

Bjarki Guðnason, 25 ára gamall einhverfur maður með þroskahömlun, hefur fengið boðsmiða á Eurovision á næsta ári. Eins og við sögðum frá hér á Vísi í gær mun Bjarki ekki upplifa tuttugu ára draum sinn um að fara á Eurovision þar sem miðasölufyrirtæki sveik hann og stuðningsforeldri hans um miða á aðalkeppnina.

Lífið
Fréttamynd

Norskir úlfar borða ítalskar ömmur

Meðlimir Subwoolfer eru komnir áfram í aðalkeppni Eurovision sem fer fram annað kvöld í Tórínó og virðast þeir vera að safna orku fyrir stóra daginn með því að gæða sér á ítölskum ömmum og kúra. 

Lífið
Fréttamynd

Svona verður uppröðunin á lokakvöldi Eurovision

Nú liggur fyrir að Ísland verður átjánda landið á svið á úrslitakvöldi Eurovision keppninnar á laugardag. Systur eru að rísa ofar í veðbönkunum eftir seinna undankvöldið í gær og eru í tuttugasta sæti þegar þetta er skrifað, Úkraínu er enn spáð sigri.

Tónlist
Fréttamynd

Systur rísa en stjarna Úkraínu skín langskærast

Framlag Íslands í Eurovision er í tuttugasta sæti meðal veðbanka yfir þær þjóðir sem líklegastar eru til að bera sigur úr býtum annað kvöld. Fátt getur komið í veg fyrir sigur Úkraínu, ef marka má veðbanka að minnsta kosti.

Lífið
Fréttamynd

Þessar þjóðir mæta Systrum á laugar­daginn

Nú er komið á hreint hvaða þjóðir munu keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Tórínó á laugardaginn. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð og Finnland eru meðal þeirra þjóða sem tryggðu sér sæti í úrslitum.

Lífið