Er sigurlag Eurovision stolið? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. maí 2023 18:00 Hin sænska Loreen fagnaði sigri öðru sinni í Eurovision um síðustu helgi. Nú er spænsk diskósveit frá síðustu öld komin fram á sjónarsviðið og segist hafa samið þetta lag fyrir meira en 20 árum. Anthony Devlin/Getty Images Spænsk hljómsveit heldur því fram að sigurlag Eurovision sé stolið lag sem sveitin gaf út fyrir rúmlega 20 árum. Meðlimir sveitarinnar íhuga að leita réttar síns. Dapurt gengi Spánverja Spánverjar riðu ekki feitum hesti frá Eurovision söngvakeppninni um síðustu helgi. Lag þeirra hafnaði í 17. sæti sem voru óneitanlega vonbrigði eftir glæsilegt 3. sæti í fyrra, en Spánverjar hafa ákveðið að blása til sóknar í keppninni eftir áratuga eyðimerkurgöngu mislélegra laga síðustu ára. Stjórnendur spænska ríkissjónvarpsins eru engu að síður borubrattir og segja að þetta sé langhlaup en ekki spretthlaup, nokkuð sem íslenska þjóðin þekkir sjálf allt of vel. Jafnvel maraþon. Segja sigurlag Svía vera spænskt En mál málanna í spænskum fjölmiðlum eftir keppnina eru þó vangaveltur og ásakanir um að sigurlag Svía, Tattoo, sé í raun stolið frá spænsku sveitinni Pont Aeri, lagið Flying Free sem kom út á 10. áratugnum. Eða hvað finnst lesendum? <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eCsLDJThJck">watch on YouTube</a> Þarna má greinilega greina nokkur líkindi en þetta er langt frá því í fyrsta sinn sem sigurlag Eurovision er sagt vera stolið. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar hafa komið fram í fjölmiðlum í vikunni og segjast vera að íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Er kannski búið að semja öll lög sem hægt er að semja? Svo geta menn í raun velt því fyrir sér hvort ekki sé einfaldlega búið að semja öll lög sem hægt er að semja og allt sem samið er í dag, séu mismunandi útsetningar á einhverju sem til er fyrir. Því eins og Ed Sheeran benti nýlega á eftir að hafa verið sakaður og sýknaður af því að hafa stolið lagi Marvins Gay, Let´s get it on: „Á hverjum degi eru gefin út 60.000 lög á Spotify, það gera 22 milljónir laga á ári. Og það eru bara til 12 nótur.“ Eurovision Spánn Svíþjóð Höfundarréttur Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Dapurt gengi Spánverja Spánverjar riðu ekki feitum hesti frá Eurovision söngvakeppninni um síðustu helgi. Lag þeirra hafnaði í 17. sæti sem voru óneitanlega vonbrigði eftir glæsilegt 3. sæti í fyrra, en Spánverjar hafa ákveðið að blása til sóknar í keppninni eftir áratuga eyðimerkurgöngu mislélegra laga síðustu ára. Stjórnendur spænska ríkissjónvarpsins eru engu að síður borubrattir og segja að þetta sé langhlaup en ekki spretthlaup, nokkuð sem íslenska þjóðin þekkir sjálf allt of vel. Jafnvel maraþon. Segja sigurlag Svía vera spænskt En mál málanna í spænskum fjölmiðlum eftir keppnina eru þó vangaveltur og ásakanir um að sigurlag Svía, Tattoo, sé í raun stolið frá spænsku sveitinni Pont Aeri, lagið Flying Free sem kom út á 10. áratugnum. Eða hvað finnst lesendum? <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eCsLDJThJck">watch on YouTube</a> Þarna má greinilega greina nokkur líkindi en þetta er langt frá því í fyrsta sinn sem sigurlag Eurovision er sagt vera stolið. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar hafa komið fram í fjölmiðlum í vikunni og segjast vera að íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Er kannski búið að semja öll lög sem hægt er að semja? Svo geta menn í raun velt því fyrir sér hvort ekki sé einfaldlega búið að semja öll lög sem hægt er að semja og allt sem samið er í dag, séu mismunandi útsetningar á einhverju sem til er fyrir. Því eins og Ed Sheeran benti nýlega á eftir að hafa verið sakaður og sýknaður af því að hafa stolið lagi Marvins Gay, Let´s get it on: „Á hverjum degi eru gefin út 60.000 lög á Spotify, það gera 22 milljónir laga á ári. Og það eru bara til 12 nótur.“
Eurovision Spánn Svíþjóð Höfundarréttur Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira