Er sigurlag Eurovision stolið? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. maí 2023 18:00 Hin sænska Loreen fagnaði sigri öðru sinni í Eurovision um síðustu helgi. Nú er spænsk diskósveit frá síðustu öld komin fram á sjónarsviðið og segist hafa samið þetta lag fyrir meira en 20 árum. Anthony Devlin/Getty Images Spænsk hljómsveit heldur því fram að sigurlag Eurovision sé stolið lag sem sveitin gaf út fyrir rúmlega 20 árum. Meðlimir sveitarinnar íhuga að leita réttar síns. Dapurt gengi Spánverja Spánverjar riðu ekki feitum hesti frá Eurovision söngvakeppninni um síðustu helgi. Lag þeirra hafnaði í 17. sæti sem voru óneitanlega vonbrigði eftir glæsilegt 3. sæti í fyrra, en Spánverjar hafa ákveðið að blása til sóknar í keppninni eftir áratuga eyðimerkurgöngu mislélegra laga síðustu ára. Stjórnendur spænska ríkissjónvarpsins eru engu að síður borubrattir og segja að þetta sé langhlaup en ekki spretthlaup, nokkuð sem íslenska þjóðin þekkir sjálf allt of vel. Jafnvel maraþon. Segja sigurlag Svía vera spænskt En mál málanna í spænskum fjölmiðlum eftir keppnina eru þó vangaveltur og ásakanir um að sigurlag Svía, Tattoo, sé í raun stolið frá spænsku sveitinni Pont Aeri, lagið Flying Free sem kom út á 10. áratugnum. Eða hvað finnst lesendum? <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eCsLDJThJck">watch on YouTube</a> Þarna má greinilega greina nokkur líkindi en þetta er langt frá því í fyrsta sinn sem sigurlag Eurovision er sagt vera stolið. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar hafa komið fram í fjölmiðlum í vikunni og segjast vera að íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Er kannski búið að semja öll lög sem hægt er að semja? Svo geta menn í raun velt því fyrir sér hvort ekki sé einfaldlega búið að semja öll lög sem hægt er að semja og allt sem samið er í dag, séu mismunandi útsetningar á einhverju sem til er fyrir. Því eins og Ed Sheeran benti nýlega á eftir að hafa verið sakaður og sýknaður af því að hafa stolið lagi Marvins Gay, Let´s get it on: „Á hverjum degi eru gefin út 60.000 lög á Spotify, það gera 22 milljónir laga á ári. Og það eru bara til 12 nótur.“ Eurovision Spánn Svíþjóð Höfundarréttur Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Dapurt gengi Spánverja Spánverjar riðu ekki feitum hesti frá Eurovision söngvakeppninni um síðustu helgi. Lag þeirra hafnaði í 17. sæti sem voru óneitanlega vonbrigði eftir glæsilegt 3. sæti í fyrra, en Spánverjar hafa ákveðið að blása til sóknar í keppninni eftir áratuga eyðimerkurgöngu mislélegra laga síðustu ára. Stjórnendur spænska ríkissjónvarpsins eru engu að síður borubrattir og segja að þetta sé langhlaup en ekki spretthlaup, nokkuð sem íslenska þjóðin þekkir sjálf allt of vel. Jafnvel maraþon. Segja sigurlag Svía vera spænskt En mál málanna í spænskum fjölmiðlum eftir keppnina eru þó vangaveltur og ásakanir um að sigurlag Svía, Tattoo, sé í raun stolið frá spænsku sveitinni Pont Aeri, lagið Flying Free sem kom út á 10. áratugnum. Eða hvað finnst lesendum? <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eCsLDJThJck">watch on YouTube</a> Þarna má greinilega greina nokkur líkindi en þetta er langt frá því í fyrsta sinn sem sigurlag Eurovision er sagt vera stolið. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar hafa komið fram í fjölmiðlum í vikunni og segjast vera að íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Er kannski búið að semja öll lög sem hægt er að semja? Svo geta menn í raun velt því fyrir sér hvort ekki sé einfaldlega búið að semja öll lög sem hægt er að semja og allt sem samið er í dag, séu mismunandi útsetningar á einhverju sem til er fyrir. Því eins og Ed Sheeran benti nýlega á eftir að hafa verið sakaður og sýknaður af því að hafa stolið lagi Marvins Gay, Let´s get it on: „Á hverjum degi eru gefin út 60.000 lög á Spotify, það gera 22 milljónir laga á ári. Og það eru bara til 12 nótur.“
Eurovision Spánn Svíþjóð Höfundarréttur Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira