„Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. júní 2023 18:00 Diljá segir að til þess að ná langt í tónlistinni sé mikilvægt að vinna með öðrum og skapa tengsl við annað tónlistarfólk. Aðsend „Ég er búin að vera að berjast með kjafti og klóm frá því ég var í Ísland Got Talent [12 ára]. Ég ætlaði að ná langt. Mér líður eins og ég sé búin að vera allsstaðar af því ég er búin að setja alla lífsorkuna mína í þetta.“ segir Diljá Pétursdóttir sem segist loksins hafa fengið tækifæri til að skína fyrir framan alþjóð, og heiminn allan, í Söngvakeppninni og svo sem fulltrúi Íslands í Eurovision. Diljá segir frá þessu í viðtali í hlaðvarpinu Karlmennskan. Trúin læknaði kvíðann Diljá lýsir því að hafa glímt við erfiðleika sem hafi hindrað hana á ferlinum og fjallar textinn í Power um það hvernig henni hafi tekist að slíta sig lausa, tekið aftur valdið. „Ég hef alveg átt minn skammt af struggles í hausnum á mér, obsessive hugsanir um ef ég geri ekki þetta þá gerist eitthvað hræðilegt.“ Aðspurð hvernig henni hafi tekist að ná tökum á þessum hugsunum segir hún að trúin hafi hjálpað. „Þegar mér leið hvað verst þá fann ég að ég leitaði alltaf í bænir. Ég fór alltaf í það til að reyna að létta á mér, koma þyngdinni eitthvað annað. Þá leitaði ég alltaf í trúnna. Þannig já, ég er trúuð.“ Tónlistarbransinn snýst um sambönd og tengsl Diljá segir að til þess að ná langt í tónlistinni sé mikilvægt að vinna með öðrum og skapa tengsl við annað tónlistarfólk. „Ég ætla að segja þetta bara nákvæmlega eins og þetta er, þetta snýst bara um að mynda sambönd og tengsl. Ég er búin að vera að hafa samband við fólk sem er í bransanum, fá tips og reynslu að vinna með öðrum.“ Hún segist þó ekki vilja vinna með hverjum sem er, hún sé femínísk og vilji ekki vinna með einhverjum ógeðum. Diljá segist hafa orðið vör við viðhorf litað af karlrembu og kvenfyrirlitningu. „Ég hata þessa pælingu eins og það sé hægt að takmarka pláss í einhverju eins og tónlist. Ég hef fundið fyrir þessu, eins og fólk að spyrja hvor er GDRN og hvor er Bríet? Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist. Eina sem þær eiga sameiginlegt er að vera konur í tónlist, þær eru svo ólíkar.“ Af hverju ekki að hafa trú á mér? Diljá segir frá því að hún sé á fullu að búa til tónlist samhliða því að vera í kór Lindakirkju og ætli sér að ná langt, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og nota gluggann sem þátttakan í Eurovision opnaði. „Ég finn að ég er að þroskast á fullu og er líka að læra á bissnishliðina á þessu. Ég er bara að stefna á tónlist, af hverju ekki að gera það? Af hverju ekki að hafa trú á mér og stefna eins langt og mögulegt er? Ef ég geri mitt allra besta, þá bara gerist það sem gerist.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér: Tónlist Eurovision Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Trúin læknaði kvíðann Diljá lýsir því að hafa glímt við erfiðleika sem hafi hindrað hana á ferlinum og fjallar textinn í Power um það hvernig henni hafi tekist að slíta sig lausa, tekið aftur valdið. „Ég hef alveg átt minn skammt af struggles í hausnum á mér, obsessive hugsanir um ef ég geri ekki þetta þá gerist eitthvað hræðilegt.“ Aðspurð hvernig henni hafi tekist að ná tökum á þessum hugsunum segir hún að trúin hafi hjálpað. „Þegar mér leið hvað verst þá fann ég að ég leitaði alltaf í bænir. Ég fór alltaf í það til að reyna að létta á mér, koma þyngdinni eitthvað annað. Þá leitaði ég alltaf í trúnna. Þannig já, ég er trúuð.“ Tónlistarbransinn snýst um sambönd og tengsl Diljá segir að til þess að ná langt í tónlistinni sé mikilvægt að vinna með öðrum og skapa tengsl við annað tónlistarfólk. „Ég ætla að segja þetta bara nákvæmlega eins og þetta er, þetta snýst bara um að mynda sambönd og tengsl. Ég er búin að vera að hafa samband við fólk sem er í bransanum, fá tips og reynslu að vinna með öðrum.“ Hún segist þó ekki vilja vinna með hverjum sem er, hún sé femínísk og vilji ekki vinna með einhverjum ógeðum. Diljá segist hafa orðið vör við viðhorf litað af karlrembu og kvenfyrirlitningu. „Ég hata þessa pælingu eins og það sé hægt að takmarka pláss í einhverju eins og tónlist. Ég hef fundið fyrir þessu, eins og fólk að spyrja hvor er GDRN og hvor er Bríet? Reyndu að segja mér að þetta sé ekki sexist. Eina sem þær eiga sameiginlegt er að vera konur í tónlist, þær eru svo ólíkar.“ Af hverju ekki að hafa trú á mér? Diljá segir frá því að hún sé á fullu að búa til tónlist samhliða því að vera í kór Lindakirkju og ætli sér að ná langt, ekki bara á Íslandi heldur einnig erlendis og nota gluggann sem þátttakan í Eurovision opnaði. „Ég finn að ég er að þroskast á fullu og er líka að læra á bissnishliðina á þessu. Ég er bara að stefna á tónlist, af hverju ekki að gera það? Af hverju ekki að hafa trú á mér og stefna eins langt og mögulegt er? Ef ég geri mitt allra besta, þá bara gerist það sem gerist.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:
Tónlist Eurovision Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira